Velferð

Reykjavíkurborg. Félagsstarf velferðarsviðs.
26.06.2017
Velferðarráð hefur samþykkt að afnema sumarlokanir á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs en stytta opnunartímann um tvær klukkustundir og hafa opið frá tíu til tvö í stað fjögur.
Samningur við Barka undirritaður sl. föstudag. Frá vinstri Joanna Marcinkowska, frá mannréttindaskrifstofu, Dorota Harembska, frá Barka í London, Kristjana Gunnarsdóttir, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir og Þóra Kemp fá velferðarsviði.
19.06.2017
Velferðarsvið Reykjavíkur hefur framlengt samningi við Barka, pólsk samtök sem aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Velferðarráð og stjórn Félagsbústaða ásamt sérfræðingum frá skrifstofu velferðarsviðs.
15.06.2017
Fulltrúar í velferðarráði Reykjavíkurborgar og í stjórn Félagsbústaða hf. settust á rökstóla í Gerðubergi í dag. 
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Magnús B. Brynjólfsson formaður Samtaka aldraðra við undirritunina í dag. Mynd: Reykjavikurborg
14.06.2017
Samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag mun Byggingarsamvinnufélagið Samtök aldraðra byggja 60 íbúðir fyrir eldri borgara á reit Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð.
Mannvirki séð úr lofti.
12.06.2017
Borgarráð hefur samþykkt að hækka stuðning við leigjendur m.a. til að koma til móts við samþykkt ráðsins á 5% hækkun á leiguverði Félagsbústaða. Hækkunin mun  einnig koma tekjulágum leigjendum á almennum markaði til góða.
29.05.2017
Opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar verður haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 14:00 í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
18.05.2017
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Reykjavíkurborg - Turnar við Borgartún.
15.05.2017
Umsækjendur um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs voru 44 talsins en sex hafa dregið umsókn sína tilbaka.
Dís Sigurgeirsdóttir.
15.05.2017
Dís Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Staðan var auglýst 23. mars með umsóknarfrest til 16 apríl og sóttu 44 um starfið en sex drógu umsóknir sínar  tilbaka.
Reykjavíkurborg - mannréttindi
15.05.2017
Hafa allir borgarbúar jafnan aðgang að upplýsingum, menningu, tómstundum, listum, sundlaugum, internetinu, bókasöfnum og stjórnsýslunni?