Velferð

Hús við Geirsgötu.
27.04.2017
Borgarráð samþykkti í dag að hafinn verði undirbúningur að stofnun endurhæfingarteyma í heimaþjónustu Reykjavíkur.
Krakkar á Barnamenningarhátíð 2017, mynd, Berghildur Erla Bernharðsdóttir
27.04.2017
Barnamenningarhátíð stendur sem hæst og um helgina verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Ráðhúsinu þegar því verður breytt í Ævintýrahöll. Þá er mikið um að vera í víða um borgina næstu daga.
Reykjavíkurborg - börn og íþróttir
27.04.2017
Hvernig líður börnum í íþróttum?  Spurt er á síðasta morgunverðarfundi vetrarins hjá Náum áttum hópinum. 
Fjórðu bekkingar fjölmenna í Hörpu á morgun, ljósmynd Roman Gerasymenko
24.04.2017
Barnamenningarhátíð 2017 verður sett á morgun í sjöunda sinn í Hörpu kl. 11 og hefur 1.600 fjórðu bekkingum úr grunnskólum í Reykjavík verið boðið að vera við athöfnina. Salka Sól tónlistarkona frumflytur hátíðarlagið Ekki gleyma ásamt krökkunum en þau tóku þátt í að semja textann. Börnin unnu verkefni í skólunum sem fólst í að svara spurningunni Hvað getum við gert til að vernda jörðina? Hugmyndir þeirra urðu síðan að innleggi í lag tónlistarkonunnar. Í ár tengist þema opnunarviðburðarins umhverfisvitund og verður náttúrunni fagnað með fjölbreyttum hætti í Hörpu.  
Barnamenningarhátíð 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
21.04.2017
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjöunda sinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 11 með gleðihátíð í Hörpu. Viðburðir Barnamenningarhátíðar standa í sex daga og fara fram í öllum hverfum borgarinnar.
19.04.2017
Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Bæk verður á þeytingi um borgina að undirbúa hjólin fyrir sumarið. 
Ráðstefnan hefst á frumsýningu heimildarmyndarinnar ,,A Quest for Meaning“
18.04.2017
Alþjóðlega friðarráðstefnan The Spirit of Humanity Forum fer fram í þriðja skiptið í Reykjavík dagana 27. - 29. apríl.
Frá afhendingu mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016
18.04.2017
Óskað er eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi.  
Reykjavíkurborg - Ráðhús og umhverfi, Tjörnin ísilögð.
12.04.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, handsala samkomulag Reykjavíkurborgar og Geðhjálpar um þróun Bataskóla Íslands við formlega opnun skólans í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 18. apríl kl. 12.00.
Hægt er að fá mikið úrval listmuna í Gylfaflöt og í Iðjubergi.
07.04.2017
Borgarráð hefur samþykkt að bæta við átta nýjum rýmum í vinnumiðaðri stoðþjónustu svo að ekki komi rof í þjónustukeðju fyrir fötluð ungmenni.