Velferð

Haustmynd úr Grjótaþorpinu.
12.10.2017
Fyrsti fundur vetrarins hjá Náum áttum fjallar um viðkvæma hópa ungmenna í samfélaginu, líðan þeirra og neyslu. Hvernig er unnið með þann vanda sem einkennir stöðu þeirra. 
Loftmynd af Reykjavík.
06.10.2017
Borgarráð samþykkti sl. fimmtudag að úthluta Félagsbústöðum byggingarrétt  á lóð við Árland 10 en heimilt er að byggja átta íbúðir við Árland.
Nemendur Kelduskóla fögnuðu borgarstjóra þegar hann kom í skólann í morgun.
02.10.2017
Forvarnardagurinn 2017 var kynntur í Kelduskóla í morgun en Forvarnardagurinn er miðvikudaginn 4. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Hópurinn í matsal Friðheima.
28.09.2017
Föstudaginn 15.september síðastliðinn fóru meðlimir hollvinafélags Hæðargarðs og þátttakendur í félagsstarfi í Hæðargarðs í haustferð.
Blómstrandi Breiðholt
25.09.2017
Hverfisráð Breiðholts auglýsir nú eftir tilnefningum frá íbúum til nýrra hvatningarverðlauna sem hafa fengið heitið Hverfishetjan. Hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa, félög eða fyrirtæki í Breiðholti sem hafa á einhvern hátt verið til fyrirmyndar eða haft jákvæð áhrif á samfélag og nærumhverfi í Breiðholti. Markmiðið með verðlaununum er að þakka þessu fyrirmyndarfólki fyrir framlag þeirra til samfélagsins, efla félagsauð í Breiðholti, vinna að jákvæðum viðhorfum og hvetja íbúa til samfélagslegrar þátttöku. Tekið er við tilnefningum í gegnum rafrænt skráningarform sem má nálgast hér fyrir neðan. Skilafrestur verður til sunnudagsins 12. nóvember. Í framhaldi af því mun hverfisráð taka afstöðu til tilnefninganna á fundi og verðlaunin verða síðan veitt í desember. Íbúar eru eindregið hvattir til að taka þátt og senda inn sína tilnefningu. Smellið hér til að senda inn tilnefningu  
Fatlað fólk í Austurstræti.
22.09.2017
Velferðarráð hefur sent áskorun á Alþingi um að lögfesta NPA þjónustu (notendastýrða persónulega aðstoð).
Það er flaggað og búið að setja upp hoppukastala á lóð Álfalands.
16.09.2017
Álfaland, skammtímavistun fyrir fötluð og langveik börn, er 30 ára á þessu ári en börn hafa komið í vist þar síðan í janúar 1987.
Elsta tré í Reykjavík í Fógetagarði.
15.09.2017
Samráðshópur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um geðheilsuþjónustu borgarbúa leggur til í nýútkominni skýrslu að sett verði á laggirnar tvö ný geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu.
Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk við Þorláksgeisla. Mynd: Reykjavíkurborg.
24.08.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag viðamikla uppbyggingaráætlun í sértækum húsnæðisúrræðum fyrir einstaklinga með fötlun til ársins 2030.
Íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
17.08.2017
Velferðarráð samþykkti tillögu á fundi sínum í dag sem miðar að því að auka framboð á félagslegu húsnæði til skamms tíma í samræmi við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.