Velferð

Frá tjaldsvæðinu í Laugardal þeim megin sem hjólhýsin eru.
09.12.2017
Gert hefur verið við rafmagnstruflanir á tjaldsvæðinu í Laugardal en íbúar á svæðinu kvörtuðu yfir endurteknum rafmagnstruflunum þegar vettvangs- og ráðgjafateymi á vegum velferðarsviðs borgarinnar fór og kannaði aðstæður hjá íbúum á tjaldsvæðinu í Laugardal.
Horft út úr gistiskýlinu við Lindargötu.
08.12.2017
Stuðningur við utangarðsfólk verður aukinn samkvæmt ákvörðun velferðarráðs.  
Egil Sæbjörnsson og Kærleikskúla ársins 2017.
08.12.2017
Ūgh & Bõögâr eftir Egil Sæbjörnsson er Kærleikskúla ársins 2017. Þetta er í fimmtánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra selur Kærleikskúluna. Allur ágóði af sölunni rennur til sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.
Þjónustuíbúðir eru m.a. við Norðurbrún í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg.
07.12.2017
Velferðarráð hefur samþykkt að fara í tilraunaverkefni með að bjóða háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða.
Regína Ásvaldsdóttir,  Kristjana Gunnarsdóttir, Stinne Højer Mathiasen, og Trine Nanfeldt
01.12.2017
Í dag kynntu Stinne Højer Mathiasen, stjórnmálafræðingur, og Trine Nanfeldt, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur,  Herninglíkan fyrir starfsmönnum í barnavernd, í félagslegri ráðgjöf og stuðningi og skólaþjónustu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Þrívíddarmynd sem gefur hugmynd um hvernig setrið verður séð utanfrá.
30.11.2017
Nýtt öldrunarsetur rís við Sléttuveg þar sem verður kaffihús, félagsstarf og heilsuefling fyrir alla aldurshópa.
Ilmur Kristjánsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir.
22.11.2017
Borgarstjórn samþykkti í gær að Elín Oddný Sigurðardóttir frá Vinstri grænum taki við formennsku í velferðarráði. 
Börn að leik í tré.
17.11.2017
Á fundi velferðaráðs fimmtudaginn 16. nóvember var úttektaráætlun velferðarsviðs fyrir árið 2018 kynnt en viðamesta úttektin nær til barnaverndarstarfs Reykjavíkurborgar.
Vetur í bæ.
10.11.2017
Borgarráð hefur samþykkt að hækka þjálfunarstyrki nema hjá Fjölsmiðjunni um helming. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem hefur flosnað upp úr námi eða hefur ekki  náð fótfestu á vinnumarkaði. Viðvera nema er virka daga frá 8.30-15. 
Frá þjónustumiðstöð.
09.11.2017
Borgarráð samþykkti í dag tillögu um að fara í annan  áfanga tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar en í þeim áfanga verður starfsstöðum fjölgað. Verkefnið þykir hafa tekist vel.