Velferð

Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
23.03.2017
Breiðholtsþing var haldið í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 22. mars í tengslum við hugmyndasöfnunina Hverfið mitt 2017. Stuttar kynningar voru haldnar um skapandi hugsun og fyrirkomulag verkefnisins útskýrt fyrir fundargestum. Því sem næst var unnið eftir aðferðafræði skapandi samráðs, en það felur í sér að fundargestir skoðuðu stór líkön af Breiðholtinu og áttu út frá því umræður um hugmyndir sem þeir telja að geti nýst hverfinu og íbúum þess. Hugmyndir voru síðan merktar með sérstökum spjöldum sem búið er að útbúa fyrirfram, en einnig hafði fólk færi á að skapa sínar eigin hugmyndir út fyrir ramma spjaldanna. 
Stoltir sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni í Breiðholti
20.03.2017
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti er árviss viðburður í hverfinu. Keppnir voru haldnar í öllum 7. bekkjum hverfisins fyrr í vetur og lokahátíðin var síðan haldin í Seljakirkju fimmtudaginn 16. mars. Þar lásu tíu nemendur, tveir frá hverjum skóla í Breiðholti, og stóðu sig öll afskaplega vel. Dómnefnd valdi Karl Ými Jóhannesson úr Seljaskóla sem sigurvegara. Í 2. og 3. sæti urðu þær Hafrún Arna Jóhannsdóttir og Aldís Lóa Benediktsdóttir, báðar úr Hólabrekkuskóla. Milli atriða sungu nemendur úr Breiðholti og spiluðu á hljóðfæri.
Skapandi samráð
15.03.2017
Breiðholtsþing í tengslum við verkefnið Hverfið mitt 2017 verður haldið í A-sal í Menningarhúsinu Gerðubergi kl. 19:30 miðvikudaginn 22. mars nk. Hugmyndasöfnun hefur verið í gangi í verkefninu undanfarnar vikur og lýkur henni á miðnætti föstudagskvöldið 24. mars.Aðferðafræði um skapandi samráð verður notuð til að auðvelda íbúum vinnu á fundinum og örva hugarflug þeirra. Allir íbúar á öllum aldri sem hafa einlægan áhuga á því að gera Breiðholtið enn betra eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn.  
Dans er góður til heilsueflingar. Frá harmonikkuballi eldra fólks á Vitatorgi.
15.03.2017
Opið málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, fimmtudaginn 16. mars.  Málþingið er opið öllum aldurshópum þó að sérstaklega sé verið að höfða til fólks sem komið er yfir miðjan aldur.  
Sigþór Unnstein Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins tekur við aðgengisverðlaunum úr hendi borgarstjóra.
10.03.2017
Blindrafélagið fékk Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 afhenta  við hátíðlega athöfn á málþinginu Er leiðin greið? sem fram fór á Grand hótel í morgun.
08.03.2017
https://livestream.com/accounts/11153656/events/7055206/player - Upptaka frá fundinum Fróðir foreldrar standa fyrir fræðslukvöldi um kynvitund barna og unglinga þar sem foreldrum verða gefin holl ráð um kyn og kynhegðun. Að þessu sinni hittast foreldrar á Kex hostel í kvöld, 8. mars klukkan 20. Færri komast að en vilja og því verður bein útsending frá fræðslunni.
Þorgrímur Þráinsson
07.03.2017
Heilsueflandi Breiðholt blæs til spennandi fræðslu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti kl. 18:00 fimmtudagskvöldið 16. mars nk. Hinn kunni fyrirlesari Þorgrímur Þráinsson mætir á svæðið og gefur foreldrum hollráð um foreldrahlutverkið. Fyrirlesturinn er sérstaklega miðaður að foreldrum ungmenna í framhaldsskóla og  unglingadeild  grunnskóla og tekur um klukkustund. Aðgangur er ókeypis í boði Heilsueflandi Breiðholts. Foreldrar í Breiðholti eru eindregið hvattir til að fjölmenna á þennan viðburð.
SR íshokkí iðkendur
06.03.2017
Kjöraðstæður  voru til frístundar - og íþróttaiðkunar utandyra um helgina í Reykjavík og var Rauðavatnið vel nýtt til þess konar iðju. 
02.03.2017
Einmanaleiki og sjálfsskaðandi hegðun ungs fólks er umtalsefni morgunverðarfundar Náum áttum hópsins, sem verður haldinn miðvikudaginn 8. mars frá 08.15-10.00 á Grand hóteli.
Starfshópurinn sem stóð að stofnun Bjarkarhlíðar ásamt ráðherrum, borgarstjóra og lögreglustjóra fyrir utan Bjarkarhlíð í dag. Allir fengu bjarkarhríslu að gjöf í tilefni áfangans.
02.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, voru viðstödd opnun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.