Umhverfi

Toppstöðin - túrbínusalur
17.08.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að auglýsa eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðvarinnar við Elliðaárdal.
Á myndinni eru börn að ganga inn í blöðrum.
27.07.2017
Ein stærsta barna- og fjölskylduhátíð Reykjavíkur verður haldin á Klambratúni 30. júlí næstkomandi. Hátíðin, Kátt á Klambra, var haldin í fyrsta sinn í fyrra og hlaut frábærar undirtektir.
Myndi af tjörn í Fossvogi.
25.07.2017
Grafarlækur gæti tekið grænan lit í vikunni en setja á lit í lagnir til að rekja mengunina. Efnið er skaðlaust og eyðist í náttúrunni á innan við sólarhring.
Skordýr
20.07.2017
Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands hafa í sumar starfrækt fræðsluverkefni um lífríki borgarinnar undir heitinu Lífveruleit / Bioblitz í Reykjavík. Næsti viðburður er á sunnudaginn í Elliðaárdal.
Mengun í Grafarvogi
18.07.2017
Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog. Fólki er ekki talin stafa hætta af olíumenguninni en nokkur sjón- og lyktarmengun er á svæðinu. Fylgst verður vandlega með menguninni áfram. Ekki hefur tekist að finna hvaðan mengunin kemur en starfsmenn Veitna ohf. vinna nú hörðum höndum við að reyna að rekja mengunina. Að mati Slökkviliðsins virðist ekki um mikla olíumengun að ræða.
Reykjavíkurborg - Faxaskjól
17.07.2017
Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí 2017, munu Veitur ohf. halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöð við Faxaskjól.
Sumarblóm
12.07.2017
Bláir tónar eru greinilegir í blómaflórunni en heildarfjöldi sumarblóma í Reykjavík eru um 130 þúsund. 
Hjáleið vegna lokunar Geirsgötu 7. til 10. júlí nk.
04.07.2017
Fyrirhuguð er tímabundin lokun á Geirsgötu föstudaginn 7. júlí meðan núverandi hjáleið verður færð til. Lokað verður kl. 9 á föstudagmorgun þegar mesta morgunumferðin er farin hjá. Lokunin mun standa yfir í 4 daga til mánudagsins 10. júlí. 
Flórgoðapar. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson
29.06.2017
Varp flórgoða hefur verið staðfest við Rauðavatn í fyrsta sinn í rúmlega hundrað ár. Sést hefur til pars með unga á síðustu dögum. Vegfarendur við Rauðavatn eru beðnir um að sýna nærgætni ef þeir verða flórgoðans varir og fylgjast með fuglunum úr hæfilegri fjarlægð. Engu að síður er auðvelt og skemmtilegt að fylgjast með þessum fallegu og skemmtilegu fuglum í foreldrahlutverkinu í friðsælu umhverfi Rauðavatns.
23.06.2017
Viltu gerast náttúrufræðingur? Hvaða lífverur leynast í borginni okkar? Komdu með og kannaðu málið.   Í sumar ætla Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands að taka höndum saman og stofna til sérstaks fræðsluverkefnis um lífríki borgarinnar sem heitir Bioblitz í Reykjavík. Bioblitz er alþjóðlega þekkt hugtak sem felur í sér þátttöku og samstarf almennings og sérfræðinga með það að markmiði að finna, greina og skrá tegundir dýra, plantna og annarra lífvera á tilteknum svæðum. Þannig safnast gagnlegar og áhugaverðar upplýsingar um útbreiðslu tegunda og líffræðilega fjölbreytni en einnig gefst tækifæri fyrir almenning að uppgötva og læra að þekkja lífríkið í sínu nánasta umhverfi. Allir geta tekið þátt!