Umhverfi

Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
21.02.2017
Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 - 5.600. 
17.02.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.00.
Gangandi vegfarendur
14.02.2017
Hvernig sköpum við heillandi borg fyrir gangandi vegfarendur? Þessari spurningu verður svarað á Kjarvalsstöðum 14. febrúar kl. 20 í fundaröðinni Borgin, heimkynni okkar, sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir. 
Fita og matarúrgangur sest innan í lagnir en frárennsliskerfinu í Reykjavík er alls ekki ætlað að taka við og ferja malaðar matarleifar. Heilbrigðiseftlrlitið er því á móti notkun eldhúskvarna í vöskum.
14.02.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að fráveitukerfinu sé ekki ætlað að ferja malaðar matarleifar og leggst því alfarið á móti eldhúskvörnum í vöskum.
Uppdæling á fitu í frárennslisbrunni
10.02.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur aflar um þessar mundir heildstæðra upplýsinga um fituskiljur í matvælafyrirtækjum í Reykjavík og gerir kröfur um uppsetningu á slíkum búnaði þar sem þurfa þykir. Ástæða þessa er sú að í fráveitukerfi borgarinnar og í einstökum húsum hafa ítrekað komið upp vandamál sem rekja má til fitu frá matvælafyrirtækjum.    
Frá undirritun samstarfssamningsins í morgun. F.v. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
10.02.2017
Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Garðabær hafa undirritað samstarfssamning um undirbúning nauðsynlegs átaks í viðhaldi og endurbótum gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins.
Tunnur
10.02.2017
Fyrirtækjum í Reykjavík er nú skylt að flokka og skila til endurvinnslu og endurnýtingar. Þetta kemur til framkvæmda frá og með mánudaginum 13. febrúar.
10.02.2017
Nauðsynlegt er að þeir sem halda hænur í þéttbýli gæti þess að þær fari ekki á flakk.
Torg í biðstöðu
06.02.2017
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna „Leiksvæða, torga og opinna svæða“ árið 2017.