Umhverfi

Olíumengunin er sjáanleg í Grófarlæk. Mynd: Reykjavíkurborg
14.10.2017
Heilbrigðiseftirlitinu barst tilkynning um talsverða olíumengun í Grófarlæk  í Fossvogsdal en hann rennur í vestari Elliðaá. Leitað er að upptökum lekans.
Vel mætt í Ráðhúsinu í morgun
13.10.2017
Unnið er við nýjar íbúðir um alla borg og í dag eru um 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi.  Þá eru 4.300 íbúðir þegar deiliskipulagðar. Einnig eru staðfest áform upp á 4.100 íbúðir í samvinnu við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni i því skyni að fjölga íbúðum á viðráðanlegu verði. Þetta kom fram á árlegum fundi um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík sem haldinn var í ráðhúsinu í morgun.
Lóð við Nauthólsveg
12.10.2017
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt úthutun fyrir 530 íbúðir og hefur þá í heild verið úthlutað lóðum fyrir 1.435 íbúðir í ár.  Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg.
Hallgrímskirkja og nágrenni.
12.10.2017
Hefurðu áhuga á loftslagsmálum og langar að leggja þitt af mörkum? Taktu þátt í sólarhringshakki um loftslagsmál þar sem hægt er að vinna til verðlauna.
Ferðamenn eru komnir til að vera
11.10.2017
Hvert skal stefnt? er yfirskrift opins fundar um hótel, íbúðahótel og heimagistingu í Reykjavík  sem hverfisráð og íbúasamtök Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, ásamt borgarstjóra, standa fyrir.  Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn  15. nóvember kl. 17 – 18.30. (Frétt uppfærð 17. október vegna frestunar fundarins til 15. nóvember)
Kjarvalsstaðir
10.10.2017
Glímt verður við spurninguna Til hvers eru borgir? á næsta fundi á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og verður haldinn þriðjudaginn 10. október kl. 20. á Kjarvalsstöðum.
Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
06.10.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9  - 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.  Allir eru velkomnir.  
Birkimelur. Mynd: Reykjavíkurborg
05.10.2017
Framkvæmdir hefjast við lagfæringar á Birkimel nú í október en til stendur að leggja nýjan göngu- og hjólastíg vestan megin götunnar, auk þess sem lýsing verður endurnýjuð.
Hólmi í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum. Mynd: Reykjavíkurborg
04.10.2017
Hólminn í Þorfinnstjörn hefur verið tekinn í gegn svo hann henti kríum betur til varps. 
Grafarvogsbúar fjölmenntu á fundinn
28.09.2017
Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.