Umhverfi

Fulltrúar Háskóla Íslands og stofnana og fyrirtækja sem standa að starfsnáminu við undirritun samninganna á dögunum.
16.02.2018
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar er einn af samstarfsaðilum um starfsnám fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Pækilsópur á ferð í Reykjavík.
13.02.2018
Pækilsópur sinnir sérstökum hjólastígum í borginni. Sópurinn er tilraunaverkefni í vetrarþjónustu hjólaleiða sem nú stendur yfir hjá skrifstofu reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar. 
Starfsfólk sorphirðunnar óskar eftir liðsinni íbúa
12.02.2018
Öll hirða er mjög þung þessa dagana og því óskar starfsfólk sorphirðunnar eftir því við íbúa að þeir moki frá tunnum eins og mögulegt er.  „Við erum í Vesturbæ að hreinsa gráu tunnuna eða heimilissorpið og síðan austan Snorrabrautar að hreinsa grænu og bláu fyrir pappír og plast,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu. Á morgun verða þau í miðbænum.
Vegglistaverk eftir Þórdísi Erlu Zoëga við Smiðjustíg.
09.02.2018
Hvaða máli skipta lýsing, litir og list í borgum? Hafa þessir þættir áhrif á líðan borgarbúa? Hvernig má gera borg heimilislega? Velkomin á fund á Kjarvalsstöðum í fundarröðinni Borgin, heimkynni okkar sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.
Í Elliðaárdalnum
09.02.2018
Í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík kom í ljós að 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns. Eru þetta mun betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni sem var í fréttum hér á landi í september. 
Sorpgeymslur
08.02.2018
Íbúar í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi eru vinsamlegast beðnir að greiða götu starfsfólks sorphirðunnar að tunnum með því að moka snjóinn og hálkuverja. 
Miklabraut
03.02.2018
Stokkur fyrir bílaumferð um Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu hefur verið til skoðunar og bendir frummat til þess að það sé fýsilegur kostur.
Uppbygging gengur hraðar á þéttingareitum
01.02.2018
Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur látið gera greiningu og samanburð á byggingarhraða á þéttingarreitum annars vegar og óbyggðu landi hins vegar. Greiningin leiðir í ljós að hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum í Reykjavík. Ástæðan er sú að oft eru stórir og öflugir verktakar að verki og vel gengur að fjármagna og selja íbúðarhúsnæði á þéttingarreitum.  
Fundurinn verður haldinn á Kjarvalsstöðum
31.01.2018
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins íbúafundar á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.00 um málefni Hlíða.  Hverfin innan borgarhlutans eru Norðurmýri, Hlemmur, Holt, Hlíðar og Öskjuhlíð.
Markaðsdagur á Bernhöftstorfu
30.01.2018
Opnað verður fyrir úthlutun á nýjum leyfum fyrir götu- og torgsölu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:00  á vef Reykjavíkurborgar og þarf að vera með virkt aðgengi að Mínum síðum í Rafrænu Reykjavík til að geta sótt um.