Umhverfi

20.01.2017
Meiri fjármunum verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra.
Viðey og Esjan
17.01.2017
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröðinni Borgin - heimkynni okkar,  um þróun og mótun borgarinnar.  Fyrsti fundur vorannar er á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 17. janúar kl. 20 og fjallað verður  um útivist í borginni.
Rauðu deplarnir tákna tré sem fella þarf.
13.01.2017
Á tilteknu flugöryggissvæði yfir Öskjuhlíð þarf að fella hæstu trén. Trén verða felld á næstu vikum en nýr trjágróður verði gróðursettur í stað trjánna sem felld verða. Trjástofnarnir verða notaðir í byggingu hofs Ásatrúarsafnaðarins.
05.01.2017
Alþjóðlegur dagur fíflagangs (International Silly Walk Day) er á laugardag og eru Íslendingar með í fyrsta sinn. Fíflagangbrautarmerki verður sett upp í Vonarstræti af þessu tilefni og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitssemi og taka allri fífldirfsku með stóískri ró.
02.01.2017
Styrkur svifryks í Reykjavík fyrstu klukkustundina á árinu 2017 var 1.451 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg en í fyrra var styrkurinn 363 mg.  
28.12.2016
Mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum. Hægt er að setja allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni í sérmerkta poka. Einnig er hægt að skila úrgangi á endurvinnslustöðvar SORPU
Brenna
28.12.2016
Svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum gæti orðið veruleikinn fyrstu klukkustundir nýs árs bæði vegna veðurskilyrða og magns innfluttra flugelda.
Nagladekk
16.12.2016
Borgarbúar eru hvattir til að velja góð vetrardekk í stað nagladekkja til að draga úr svifryksmengun. Vetrarþjónusta í borginni er góð en umhverfis- og skipulagsráð telur mikilvægt er að fara í forvirkar aðgerðir svo sem fræðslu vegna notkunar nagladekkja og afleiðingar á gatnakerfi. Gæði malbiks sem lagt er í Reykjavík eru mikil. 
08.12.2016
Sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í byrjun mánaðarins samninga um innleiðingu Borgarlínu – léttlesta- eða hraðvagnakerfis um höfuðborgarsvæðið.
08.12.2016
Lóð fyrir íbúðarhúsnæði að Hraunbæ 103A er nú auglýst á lóðavef Reykjavíkurborgar. Skipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni rísi íbúðir fyrir fólk sextíu ára eða eldra, sem þýðir að íbúðaeigendur og/eða leigutakar verða að hafa náð þeim aldri.