Skóli og frístund

Hugmyndasöfnun hefst 27. febrúar
20.02.2018
Hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt hefst í næstu viku, 27. febrúar og stendur til 20. mars.  Allir geta sett hugmyndir á sérútbúinn vef á þessum tíma. Í framhaldinu verður svo unnið úr hugmyndum og þeim stillt upp fyrir kosningu meðal íbúa í október. Verkefnin sem kosin verða í ár koma til framkvæmda á næsta ári.
Röskun á skólastarfi
20.02.2018
Óveður gæti seinkað ferðum nemenda til skóla á morgun, miðvikudaginn 21. febrúar. Skólar verða opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla. Þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.
Velkomin í grunnskólann og á frístundaheimili
19.02.2018
Spennandi tímar eru framundan hjá börnum sem verða sex ára á árinu því þau byrja í grunnskóla í haust.
Sjúk ást - myndina á #sjukast. Ljósmyndari, Saga Sig.
15.02.2018
Náum áttum fjallar á næsta morgunverðarfundi, miðvikudaginn 21. febrúar, um sjúka ást.
Alþjóðlegur tungumáladagur
15.02.2018
Þriðjudaginn 21. febrúar næstkomandi verður alþjóðlegur móðurmálsdagur Unesco haldinn hátíðlegur á Íslandi og víða um heim. Áherslur UNESCO í  ár tengjast mikilvægi fjöltyngiskennslu og sjálfbærni tungumála í menntun barna. 
Vetrarfrí grunnskólanna: Frítt inn á Listasafn Reykjavíkur í fylgd með börnum og ritsmiðjur.
14.02.2018
Í tilefni af vetrarfríinu fá forráðamenn í fylgd með börnum frítt inn á safnið - Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn, dagana 15.-18. febrúar. Listasafn Reykjavíkur býður auk þess upp á tvær tveggja daga ritsmiðjur fyrir 8-12 ára á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýninguna Myrkraverk.
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir skólastjóri og  Anna María Þorkelsdóttir verkefnastjóri  taka á móti verðlaununum fyrir hönd Hólabre
14.02.2018
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framúrskarandi grunnskólastarf voru afhent við hátíðlega athöfn á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í Hörpu í dag. Verðlaunin komu í hlut þriggja skóla; Hólabrekkuskóla fyrir verkefnið Snillismiðjuna, Fellaskóla fyrir verkefnið Framtíðarfell og Waldorfskólans Sólstafi fyrir verkefnið Lifandi tónlist í lifandi skólasamfélagi.
Winter School Holiday: Free entrance for adults accompanied by children and creative writing workshops.
14.02.2018
Due to winter school holiday in Reykjavík, there will be free entrance for adults accompanied by children at Kjarvalsstaðir, Hafnarhús and Ásmundarsafn from 15-18 February. Additionally, Reykjavík Art Museum offers a two-day creative writing workshop for 8-12 years old in relation to the exhibition Tales of the Unseen.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti ráðstefnuna sem nú var haldin í 13. sinn.
14.02.2018
Um 450 grunnskólakennarar í borginni sóttu í dag árlega Öskudagsráðstefnu sem haldin var í Silfurbergi í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar var Menntastefna fyrir börn í borg og fjölluðu fyrirlesarar um helstu áhersluþætti stefnunnar. 
Handhafar Minningarverðlauna Arthurs Morthens í Norðlingaskóla.
14.02.2018
Minningarverðlaun Arthurs Morthens voru afhent í annað sinn á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í dag og komu í hlut Norðlingaskóla.