Skóli og frístund

21.02.2017
Í dag er haldinn hátíðlegur alþjóðadagur móðurmálsins. Af því tilefni bauðst leikskólakennurum í borginni að sitja námskeið og vinnusmiðju um vefinn Tungumál er gjöf.
17.02.2017
Vöxtur og vaxtarverkir er yfirskrift Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í borginni sem haldin verður 1. mars. Á ráðstefnunni, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, verður fjallað um hvernig fjölbreytt nám stuðlar að vexti allra nemanda.
16.02.2017
Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum.
15.02.2017
Innritun barna f. 2011 í grunnskóla og innritun á frístundaheimili á næsta skólaári 2017-2018 frestast um viku vegna tæknilegra örðugleika. 
15.02.2017
Heilsueflandi hverfi er verkefni sem þjónustumiðstöðvar borgarinnar leiða og markmiðið það eitt að efla lýðheilsu í öllum hverfum borgarinnar meðal íbúa á öllum aldri með áherslu á börn og unglinga.
14.02.2017
The enrollment period for children born in 2011 to primary school and after-school centre is February 15-24 on My pages.    
14.02.2017
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnarverkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um frá og með 20. febrúar klukkan 13.00 og umsóknarfrestur er til miðnættis 20. mars næstkomandi.
09.02.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á mörkum tveggja skólahverfa í borginni frá og með næsta skólaári 2017-2018.
06.02.2017
Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar ætla á næstu vikum að meta stöðu heilsueflingar í starfinu út frá gátlista sem innleiddur var af Skóla- og frístundasviði í samstarfi við Landlæknisembættið. 
03.02.2017
Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins, sem verður haldinn miðvikudaginn 8. febrúar frá 08.15-10.00 á Grand hóteli, fjallar að þessu sinni um umfang kannabisneyslu, þróun neyslunnar og áhrif á samfélagið.