Skóli og frístund

22.03.2017
Árlegt námskeið dagforeldra í Reykjavík var haldið á Grand hóteli á dögunum og var salurinn þétt setinn.  
22.03.2017
Tekið er á móti umsóknum í skólahljómsveitirnar fjórar í Reykjavík frá og með 24. mars næstkomandi, kl. 09.00. Sækja þarf um í gegnum Rafræna Reykjavík/Mínar síður.
22.03.2017
Skóla- og frístundaráð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að kveða skýrt á um að einkunnir úr samræmdum prófum í 9. bekk skuli ekki nýttar í þeim tilgangi að velja nemendur inn í framhaldsskóla.
Stoltir sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni í Breiðholti
20.03.2017
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti er árviss viðburður í hverfinu. Keppnir voru haldnar í öllum 7. bekkjum hverfisins fyrr í vetur og lokahátíðin var síðan haldin í Seljakirkju fimmtudaginn 16. mars. Þar lásu tíu nemendur, tveir frá hverjum skóla í Breiðholti, og stóðu sig öll afskaplega vel. Dómnefnd valdi Karl Ými Jóhannesson úr Seljaskóla sem sigurvegara. Í 2. og 3. sæti urðu þær Hafrún Arna Jóhannsdóttir og Aldís Lóa Benediktsdóttir, báðar úr Hólabrekkuskóla. Milli atriða sungu nemendur úr Breiðholti og spiluðu á hljóðfæri.
15.03.2017
Grunnskólakennarar, foreldrar, starfsfólk frístundamiðstöðva og leikskólabörn hafa á undanförnum dögum sest á rökstóla og rætt áherslur í nýrri menntastefnu fyrir Reykjavíkurborg. 
14.03.2017
Þann 21. mars verður byrjað að innrita börn í leikskóla í Reykjavík í þau pláss sem losna þegar elstu leikskólabörnin hefja grunnskólagöngu í haust.
10.03.2017
Sviðið varar við því nýmæli sem kemur fram í frumvarpinu og heimilar að auglýsa áfengi án veigamikilla takmarkana.
Sauðféð fær snyrtingu í Húsdýragarðinum um helgina
10.03.2017
Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður rúið á sunnudaginn (12.mars) frá kl. 13:00 til 16:00.
09.03.2017
Í sumar verður ráðist í endurgerð á tveimur leikskólalóðum og fimm grunnskólalóðum.  
08.03.2017
https://livestream.com/accounts/11153656/events/7055206/player - Upptaka frá fundinum Fróðir foreldrar standa fyrir fræðslukvöldi um kynvitund barna og unglinga þar sem foreldrum verða gefin holl ráð um kyn og kynhegðun. Að þessu sinni hittast foreldrar á Kex hostel í kvöld, 8. mars klukkan 20. Færri komast að en vilja og því verður bein útsending frá fræðslunni.