Skipulagsmál

Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
21.02.2017
Margir komu á fund fimmtudaginn 16. febrúar, þar sem drög að breytingu á landnotkunarskilmálum miðborgarinnar í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030. 
18.02.2017
Skipulag og uppbygging í Elliðaárvogi og Ártúnshöfða ásamt fleiru verður kynnt kl. 17 í Ráðhúsinu miðvikudaginn 22. febrúar. Allir velkomnir
17.02.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.00.
Verið er að grafa á fullu fyrir grunni að nýrri byggingu við Hverfisgötu en á þessum reit munu rísa nær 40 íbúðir á næstu árum.
16.02.2017
Uppbygging hafin á Landsbankareit við Hverfisgötu.
14.02.2017
Opinn kynningarfundur um drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 um breytingu á landnotkunarskilmálum miðborgarinnar, fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 17–18.30.  
Gangandi vegfarendur
14.02.2017
Hvernig sköpum við heillandi borg fyrir gangandi vegfarendur? Þessari spurningu verður svarað á Kjarvalsstöðum 14. febrúar kl. 20 í fundaröðinni Borgin, heimkynni okkar, sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir. 
Ný byggð við Elliðabraut
01.02.2017
Opinn kynningarfundur um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 og breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Norðlingaskóla og hófst kl. 17:30.
01.02.2017
Íslenskir frumkvöðlar kynna hugmyndir sínar í Ráðhúsinu fyrir erlendum aðilum í samvinnu við Snjallborgina Reykjavík. Kynningin verður haldin í borgarstjórnarsalnum fimmtudaginn 2. febrúar eða frá 9.30 til 17.30.
Ljóslistaverk á Hallgrímskirkju árið 2015, ljósmyndari Raggi Th.
30.01.2017
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin dagana 2. – 5. febrúar. Höfuðborgarstofa skipuleggur og framkvæmir Vetrarhátíð sem nú er haldin í 16 sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.