Skipulagsmál

Viðey og Esjan
17.01.2017
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröðinni Borgin - heimkynni okkar,  um þróun og mótun borgarinnar.  Fyrsti fundur vorannar er á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 17. janúar kl. 20 og fjallað verður  um útivist í borginni.
12.01.2017
Byggingafélag námsmanna mun byggja 250 – 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína á næstu árum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Byggingafélags námsmanna og Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þessa efnis.
Austurhöfn séð frá hafnarbakkanum. Mynd: PK arkitektar. Fjallað er um framkvæmdirnar í Austurhöfn í nýrri Borgarsýn.
20.12.2016
Sautjánda tölublaðið af tímaritinu Borgarsýn er komið út og er það þriðja tölublaðið sem kemur út á þessu ári. Borgarsýn kom fyrst út haustið 2011 en það er umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem gefur blaðið út.
Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun. Frá vinstri Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður dómnefndar, Marnix Vink, Julio Gil, Jaakko van 't Spijker, Orri Steinarsson, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
08.12.2016
Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni – Menningarhúsi í Spönginni í Grafarvogi í gær.
08.12.2016
Lóð fyrir íbúðarhúsnæði að Hraunbæ 103A er nú auglýst á lóðavef Reykjavíkurborgar. Skipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni rísi íbúðir fyrir fólk sextíu ára eða eldra, sem þýðir að íbúðaeigendur og/eða leigutakar verða að hafa náð þeim aldri.
08.12.2016
Sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í byrjun mánaðarins samninga um innleiðingu Borgarlínu – léttlesta- eða hraðvagnakerfis um höfuðborgarsvæðið.
Ráðhús Reykjavíkur, mynd Ragnar Th.
05.12.2016
Höfuðborgarstofa hefur valið fyrirtækið Guide to Iceland (GTI) til samstarfs um rekstur sölu- og bókunarstarfsemi í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Fyrirtækið hefur samstarf við Höfuðborgarstofu þann 16. janúar 2017 en þá opnar Upplýsingamiðstöð ferðamanna á nýjum stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002.  
02.12.2016
Mikill samhljómur var á opnum fundi um loftslagsmál sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Á dagskrá fundarins var það nýjasta sem er að gerast í loftslagsmálum og grænum málum.
01.12.2016
„Við fáum að sjá og heyra það nýjasta sem er að gerast í loftslagsmálum og grænum málum, á alþjóðavettvangi, hjá borginni, atvinnulífinu og félagasamtökum,“ segir Hrönn Hrafndóttir verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um loftslagsfund í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudagsmorgun.  Fundurinn hefst kl. 8.30 og lýkur fyrir kl. 10.00. Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl. 8.00.
21.11.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð til íbúafundar með Vesturbæingum í Hagaskóla sl. fimmtudag og mættu um 70 manns til fundarins.