Skipulagsmál

Horft inn Grafarvoginn
25.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðar til íbúafundar um málefni Grafarvogs miðvikudaginn 27. september kl. 20.00 í Borgum, félags- og menningarmiðstöðinni Spönginni 43. Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni fyrir fundinn.
Stjörnuverið mun tengjast Perlunni. Myndin er ekki af fullhönnuðu mannvirki. Mynd: Landmótun.
15.09.2017
Stjörnuver sem tengist náttúrusýningu í Perlunni verður byggt í Öskjuhlíð. Breytt deiliskipulag heimilar einnig byggingu á nýjum hitaveitutanki norðaustan við Perluna.
Svæðið verður deiliskipulagt með alhliða samgöngumiðstöð í huga
08.09.2017
Efnt verður til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar þar sem BSÍ er núna og á nærliggjandi svæði. Gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð áætlanaleiða út á land og flugrútu.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrita samning um uppbyggingu  íþróttamannvirkja.
08.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrituðu í dag samning um uppbyggingu  íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal.  Þau eiga að þjóna íbúum Grafarholts og  Úlfarsárdals og verða samtengd menningarmiðstöð, almenningsbókasafni og sundlaug hverfisins.
Fundur
28.08.2017
Opið hús og kynningarfundur fyrir landeigendur og aðra hagsmunaaðila var haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi 24. ágúst 2017 kl. 17.30 vegna tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Fundurinn var vel sóttur.
Borgartún
24.08.2017
Kynningarfundur vegna deiliskipulagsbreytinga fyrir Borgartún 24 var haldinn miðvikudaginn  16.ágúst .  kl. 16:30  í Borgartúni 14 í Vindheimum  á 7. hæð. 
Hjólað á Sæbraut
23.08.2017
Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar verður veitt í september í tengslum við samgönguviku og nú er kallað eftir umsóknum eða tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga, sem náð hafa árangri eða gripið til aðgerða í samgöngumálum.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg
23.08.2017
Auglýsing H&M hefur verið fjarlægð af Lækjartorgi. Reykjavíkurborg biður aðila málsins velvirðingar vegna mistaka við leyfisveitinguna. 
Að lokinni athöfn stilltu handhafar fegrunarviðurkenninga Reykjavíkurborgar sér upp fyrir fram Höfða ásamt borgarstjóra.
21.08.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða. Alls voru veittar fimm viðurkenningar fyrir hús, lóðir og sumargötu.   
Skrifað undir viljayfirlýsingu um athafnasvæði Björgunar
18.08.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson framkvæmdastjóri Björgunar  skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þess efnis að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Vilyrði fyrir lóð er í samræmi við samþykkt borgarráðs.