Skipulagsmál

Skólavörðustígur
26.05.2017
Ný útisýning hefst í dag á Skólavörðustíg, myndir af fólki á ströndinni. 
Gelgjutangi í góðu veðri. Við Elliðaárvoginn er besta veðrið í Reykjavík samkvæmt veðurmælingum. Mynd: Reykjavíkurborg
19.05.2017
Nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt í auglýsingu fyrir Gelgjutanga í Vogabyggð og fer það í sex vikna formlegt kynningarferli í næstu viku. Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna.
18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.
Sýning í Ráðhúsinu
18.05.2017
Leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? verður þriðjudaginn 23. maí um þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur.
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Kringlan og Miklabraut. Nú stendur yfir forval í lokaðri hugmyndasamkeppni um svæðið.  Mynd: Reykjavíkurborg
12.05.2017
Reykjavíkurborg og Reitir auglýsa eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðar uppbyggingu Kringlusvæðsins í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
11.05.2017
Borgarráð hefur samþykkt til auglýsingar nýtt deiliskipulag fyrir Úlfarsárdal en fyrst var hugað að deiliskipulagi á þessum stað um aldamótin síðustu. Gert er ráð fyrir um og yfir 1300 íbúðum í dalnum. Nýtt hverfi verður reist við Leirtjörn. Auglýsingatíminn er sex vikur og er hann áætlaður frá byrjun maí til júníloka.
Yfirlitsmynd
11.05.2017
Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, undir samninga og viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis, þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða fyrir aldraða við Sléttuveg í Fossvogsdal. Fyrirkomulag verður svipað því sem er í dag hjá Hrafnistu við Laugarás í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. 
Yfirlitsmynd af Kirkjusandi.
05.05.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Brynju  - hússjóði Öryrkjabandalags Íslands lóð með byggingarrétti fyrir 37 íbúðir á Kirkjusandi.
05.05.2017
Hreinsunardagur Reykjavíkurborgar er 6. maí og þá er kjörið fyrir borgarbúa að hreinsa nærumhverfi sitt. Starfsfólk Reykjavíkurborgar liggur ekki á liði sínu þennan dag.