Skipulagsmál

Í byggingunni á Hlíðarenda 4 verða 40 íbúðir, yfir helmingur tveggja herbergja íbúðir. Mynd: Reykjavíkurborg.
21.04.2017
Uppsteypa á fyrstu íbúðarbyggingunni sem rís á Hlíðarenda í Vatnsmýri, er langt komin. Í byggingunni verða 40 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum.
Vesturbugt í Reykjavík - samið um uppbyggingu
18.04.2017
Í dag var skrifað undir samning um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík.  Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði.
Fullur salur í Borgartúni
06.04.2017
Fjölsóttur samráðs- og hugmyndafundur um Skeifuna í Reykjavík var haldinn með hagsmunaaðilum þriðjudaginn 4. apríl. Hugmyndaleit hefur farið fram og kynntu aðilar frá KANON arkitektum meginniðurstöður sínar sem nú eru til umræðu. Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu mála og samgöngustjóri Reykjavíkur sagði frá tengslum Borgarlínunnar og Skeifunnar. Þá var gerð grein fyrir samningsmarkmiðum. 
Reykjavíkurborg fjölmiðlafundur
04.04.2017
Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt á fjölmiðlafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag sem róttæk, félagsleg og stórhuga. Þar kom fram að byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir eru komnar á framkvæmdastig í borginni og fjölgar hratt. Að auki liggja fyrir í staðfestu skipulagi byggingarsvæði fyrir aðrar 2.500 íbúðir og þá eru um 4.000 íbúðir í formlegu skipulagsferli. Auk þess eru svæði fyrir tæplega 10.000 íbúðir í þróun.
03.04.2017
Hugmyndaríkir einstaklingar eða hópar sem vilja taka að sér almenningssvæði í borginni og gæða þau meira lífi hafa nú frest til 17. apríl að skila inn umsókn um Torg í biðstöðu.
Hafnarbolti í Reykjaík - Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt.
30.03.2017
Hugmyndasöfnun á vefnum hverfidmitt.is gekk vonum framar en alls bárust 1.080 hugmyndir og er nýtt met. Síðast bárust 915 hugmyndir og þar áður voru þær 597 talsins.
Kringlumýrarbraut í Reykjavík á fallegum sumardegi. Mynd: Reykjavíkurborg.
29.03.2017
Opið morgunverðarmálþing um samgöngur í Reykjavík verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á föstudagsmorgun, 31. mars. 
28.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka skrifuðu í dag undir samning um byggingarrétt og uppbyggingu á Kirkjusandi þar sem byggðar verða um 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum.
Uppsteypu er að verða lokið við hæstu byggingarnar við Grandaveg. Mynd: Reykjavíkurborg.
28.03.2017
Á svokölluðum Lýsisreit við Grandaveg í Vesturbæ er verið að byggja 142 íbúðir af ýmsum stærðum.
Borgarsýn 18 tbl
24.03.2017
Í blaðinu er fjallað um þau mál sem efst eru á baugi í málefnum sem snerta umhverfi, uppbyggingu og skipulag borgarinnar og hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á lífsgæði allra borgarbúa.