Skipulagsmál

Lóðin við Malarhöfða  verður eins konar anddyri nýrrar byggðar á Ártúnshöfða.
16.11.2017
Reykjavíkurborg hefur uppfyllt skilyrði um þátttöku í alþjóðlegri samkeppni um sjálfbæra uppbyggingu á vegum borgarsamtakanna C40 sem eru samtök yfir 90 stærstu borga veraldar og Climate KIC sem eru evrópsk samtök um baráttu gegn loftslagsbreytingum.   
Auglýsing um fundinn
14.11.2017
Framtíðarborgin verður til umræðu í kvöld, 14. nóvember kl. 20. á Kjarvalsstöðum, á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Unnt er að horfa og hlusta á fyrri fundi hjá netsamfelag.is.  
Ferðamenn í miðborginni
14.11.2017
Hvert skal stefnt? er yfirskrift opins fundar um hótel, íbúðahótel og heimagistingu í Reykjavík sem hverfisráð og íbúasamtök Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, ásamt borgarstjóra, standa fyrir. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, miðvikudaginn 15. nóvember, kl. 17 – 18.30.
Hverfið mitt - frá hugmynd til framkvæmda
13.11.2017
Kosningum á www.hverfidmitt.is lýkur á sunnudag en kosið er um hugmyndir sem eiga að koma til framkvæmda í hverfum borgarinnar á næsta ári.   Fleiri hafa kosið nú en á sama tíma í fyrra. Í morgun höfðu um 6.700 íbúar nýtt atkvæðisrétt sinn eða um 6,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Unnur Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri er vongóð um að nýtt met verði slegið, en í fyrra var kjörsókn 9,4% sem þá var besta þátttaka til þessa.  
Kjarvalsstaðir
10.11.2017
Framtíðarborgin verður til umræðu á næsta fundi á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar  sem haldinn er þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20. á Kjarvalsstöðum.
Skerjafjörður
08.11.2017
Kynningarfundur um niðurstöður í hugmyndaleit fyrir rammaskipulag Nýja Skerjafjarðar var haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins fimmtudaginn 2. nóvember. Hægt er að skoða upptöku af fundinum og glærur sem lýsa vinningstillögunni,
Kringlusvæðið vinningstillaga Kanon Arkitekta
08.11.2017
Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust.
Hugmyndaleit
31.10.2017
Kynningarfundur um niðurstöður í hugmyndaleit fyrir rammaskipulag Nýja Skerjafjarðar verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17.00 - 18:30.  
Sjómannaskólareiturinn. Loftmynd úr Borgarvefsjá.
30.10.2017
Borgarráð hefur staðfest samningsniðurstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytis og Reykjavíkurborgar um tvær lóðir sem ríkið hyggst afsala til borgarinnar.
Vel mætt í Ráðhúsinu í morgun
13.10.2017
Unnið er við nýjar íbúðir um alla borg og í dag eru um 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi.  Þá eru 4.300 íbúðir þegar deiliskipulagðar. Einnig eru staðfest áform upp á 4.100 íbúðir í samvinnu við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni i því skyni að fjölga íbúðum á viðráðanlegu verði. Þetta kom fram á árlegum fundi um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík sem haldinn var í ráðhúsinu í morgun.