Samgöngur

23.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti á morgun, föstudaginn 24. mars.  Um hádegi á fimmtudegi var fjöldi hugmynda um 800 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
23.03.2017
Í dag var byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík og er það samkvæmt áætlun um hreinsun. Fjölförnustu leiðirnar verða hreinsaðar fyrst en það eru allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og þær sópaðar og þvegnar.
21.03.2017
Miklar breytingar eru að verða á miðborg Reykjavíkur og í tengslum við HönnunarMars verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur um þróun byggðar í miðborginni.
16.03.2017
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík gengur vel og hafa nú þegar um 500 hugmyndir skilað sér á vefsvæðið hverfidmitt.is, en það er hluti af vefnum Betri Reykjavík.  Hugmyndasöfnun líkur eftir viku, föstudaginn 24. mars.
16.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður til sérstaks íbúafundar um málefni miðborgarinnar þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Rútustoppistöð
14.03.2017
Óskað er eftir umsögnum um tillögu stýrihóps um akstur hópbifreiða með ferðamenn í miðborginni.
Hjólaborgin
14.03.2017
Hjólaborgin verður í öndvegi á Kjarvalsstaðafundi um hjólreiðamenningu í Reykjavík þriðjudaginn 14. mars kl. 20. Spurt verður: Hvernig þróum við hrífandi borg fyrir hjólandi vegfarendur?
Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir við Klambratún samhliða framkvæmdunum.
13.03.2017
Borgarráð hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdir við forgangsakrein fyrir strætó á Miklubraut á milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Þá verða einnig boðnar út framkvæmdir við strætóakrein á Miklubraut við Rauðagerði, frá göngubrú við Skeiðarvog til austurs að rampa að Reykjanesbraut.
10.03.2017
Í svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er kveðið á um að sveitarfélögin í samvinnu við Vegagerðina skuli ákveða legu Borgarlínu og festa í svæðisskipulagi með sérstakri breytingu. Nú liggja fyrir verkýsingar um undirbúning Borgarlínunnar og eru þær í kynningu til 25. apríl. 
03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.