Samgöngur

Sýning í Ráðhúsinu
18.05.2017
Leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? verður þriðjudaginn 23. maí um þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur.
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Hjólreiðastígur við Háskólann í Reykjavík í Öskjuhlíð. Mynd: Reykjavíkurborg
15.05.2017
Enn bætist við hjólreiðastígakerfið í borginni því í sumar verða um fimm og hálfur kílómetri af nýjum, sérstökum hjólreiðastígum lagðir víða um borgina.
Tillaga að akstursbanni
12.05.2017
Rútuumferð hefur aukist jafnt og þétt á götum Reykjavíkurborgar á undanförnum árum og hefur verið brugðist við því með sérstökum reglum. Haustið 2015 setti Reykjavíkurborg reglur um að rútur yfir átta metra mættu ekki keyra um á tilteknum svæðum í borginni. Gert var ráð fyrir að þessar reglur yrðu endurskoðaðar og nú er stefnt að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í júní 2017.
10.05.2017
Reykjavíkurborg mun leitast við að halda Geirsgötu opinni um hjáleið á meðan framkvæmdir við Hafnartorg og Austurhöfn standa yfir, að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar.
05.05.2017
Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hefjast á mánudag en þá verður akreinum til vesturs fækkað tímabundið frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg.  Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir töfum á í  morgunumferðinni á næstunni. Ökumenn eru hvattir til að gefa sér rýmri tíma en venjulega, sem og að sýna tillitssemi og aðgát við framkvæmdasvæðið.
05.05.2017
Hreinsunardagur Reykjavíkurborgar er 6. maí og þá er kjörið fyrir borgarbúa að hreinsa nærumhverfi sitt. Starfsfólk Reykjavíkurborgar liggur ekki á liði sínu þennan dag. 
Birkimelur. Þar stendur til að endurnýja gangstétt, lýsingu og leggja hjólastíg auk þess sem gatan verður fegruð á ýmsa lund.  Mynd: Reykjavíkurborg.
04.05.2017
Birkimelur verður færður í nýjan búning í sumar en þar stendur til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestan megin götunnar, auk þess sem lýsing verður endurnýjuð vegna götunnar.
03.05.2017
Umtalsverð fjölgun íbúða og þjónustuhúsnæðis er fyrirhuguð við ofanverðan Laugaveg á athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt.  Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 – 350 íbúðir.
02.05.2017
Í dag hófst vinna við endurnýjun hitaveitulagnar, Reykjaæðar, undir Háaleitisbraut. Vegna þessara framkvæmda verða þrengingar á Háaleitisbraut til móts við RÚV-reitinn, en þar standa yfir byggingaframkvæmdir.