Samgöngur

Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
21.02.2017
Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 - 5.600. 
18.02.2017
Skipulag og uppbygging í Elliðaárvogi og Ártúnshöfða ásamt fleiru verður kynnt kl. 17 í Ráðhúsinu miðvikudaginn 22. febrúar. Allir velkomnir
17.02.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.00.
15.02.2017
Á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar, verða umferðarljós á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Grafarvogi endurnýjuð.  Slökkt verður tímabundið á ljósunum eftir kl. 9.00 þegar morgunumferðin er að mestu gengin niður.
Frá undirritun samstarfssamningsins í morgun. F.v. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
10.02.2017
Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Garðabær hafa undirritað samstarfssamning um undirbúning nauðsynlegs átaks í viðhaldi og endurbótum gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins.
08.02.2017
Gróska, nýtt hugmyndahús í Vatnsmýri sem ætlað er að verða suðupottur nýsköpunar  og samstarfs háskóla og atvinnulífs, rís á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á næstu misserum. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingunni í dag að viðstöddu fjölmenni.
Brot af forsíðu skýrslunnar
07.02.2017
Stefnt er að því að breyta hraðamörkum í tveimur áföngum um 10 km/klst á götum vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk í dag eru 50 eða 60 km/klst. auk þess verði svæðum með 30 km/klst. hámarkshraða fjölgað og núverandi svæði stækkuð.
Upplýsingar um dekk
27.01.2017
Nagladekkjum undir bifreiðum í Reykjavík hefur fjölgað verulega undanfarið. Það kemur fram í tveimur könnunum sem Reykjavíkurborg hefur látið gera. Eigendur tæplega 27% þeirra bíla sem eru á nagladekkjum gáfu upp ferðalög út á land og yfir fjallvegi að vetri til sem helstu ástæðu þess að nagladekk urðu fyrir valinu. Hlutfall ökutækja í Reykjavík á negldum dekkjum var 46,6% þegar talið var í fjórðu viku ársins 2017.
27.01.2017
Vegna göngu til minningar um Birnu Brjánsdóttur verður nokkrum götum í miðborginni lokað tímabundið síðdegis laugardaginn 28. janúar. Gangan leggur af stað kl. 16.30 frá Hlemmi og heldur niður Laugaveg að Ingólfsstræti og þaðan út á Arnarhól. Götum verður lokað meðan gangan fer hjá, en gera má ráð fyrir að Lækjargötu verði lokað að hluta fyrr um daginn og fram yfir athöfn á Arnarhóli.