Samgöngur

Næg bílastæði í bílahúsum borgarinnar
08.12.2017
Það eru 1144 bílastæði í miðborginni og bifreiða eigendur sem eiga erindi í bæinn ættu ekki að vera í vandræðum með að finna stæði.    
Hlemmtorg
06.12.2017
Hlemmur er staður þar sem rækta má blómstrandi mannlíf og leitar Reykjavíkurborg því að hugmyndum að nýju skipulagi á svæðinu. 
Jólaborgin
05.12.2017
Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur lagt sig allt fram við að skapa fallega og gleðilega jólaborg. Um það bil 130 þúsund perur tilheyra jólaskreytingunum að þessu sinni.
Göngugötur á aðventunni
01.12.2017
Göngugötur í miðborginni verða opnar frá kl. 16. virka daga en frá 12. um helgar fyrir gangandi umferð. Tímabilið er frá 14. desember til 23. desember.
Borgarlínan
29.11.2017
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu fyrir „Höfuðborgarsvæðið 2040" vegna undirbúnings Borgarlínu.
Tjörnin og Vatnsmýrin í froststillu.
27.11.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar fólk sem þjáist af öndunarfærasjúkdómum og börn við að vera mikið úti í nágrenni við miklar umferðargötur vegna lélegra loftgæða sem stafar af kyrru veðri og þurru á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofa Íslands spáir svipuðu veðri á morgun. 
Nýja skólphreinsistöðin á Kjalarnesi
23.11.2017
Ný skólphreinsistöð á Kjalarnesi var tekin í notkun í dag. Með því hefur allt þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu verið tengt við hreinsistöðvar og lokið því risavaxna uppbyggingarverkefni sem hófst árið 1995 í fráveitu höfuðborgarinnar og hreinsun strandlengjunnar.   
Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri
21.11.2017
Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%.  Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og þar áður 7,3%.  Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þús íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa.  Kosningar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt 3. – 19. nóvember.
Skerjafjörður
08.11.2017
Kynningarfundur um niðurstöður í hugmyndaleit fyrir rammaskipulag Nýja Skerjafjarðar var haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins fimmtudaginn 2. nóvember. Hægt er að skoða upptöku af fundinum og glærur sem lýsa vinningstillögunni,
Í dag var verið að koma nýjum stjórnkassa fyrir. Tengivinna hefst á morgun.
31.10.2017
Á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, hefst vinna við breytingar á umferðarljósum gatnamóta Lækjargötu og Hverfisgötu. Færa þarf stjórnkassa umferðarljósanna og verða þau óvirk á meðan, sem og umferðarljós á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu. Áætlað er að vinnu ljúki á föstudag, 3. nóvember.