Samgöngur

20.01.2017
Meiri fjármunum verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra.
05.01.2017
Alþjóðlegur dagur fíflagangs (International Silly Walk Day) er á laugardag og eru Íslendingar með í fyrsta sinn. Fíflagangbrautarmerki verður sett upp í Vonarstræti af þessu tilefni og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitssemi og taka allri fífldirfsku með stóískri ró.
Austurhöfn séð frá hafnarbakkanum. Mynd: PK arkitektar. Fjallað er um framkvæmdirnar í Austurhöfn í nýrri Borgarsýn.
20.12.2016
Sautjánda tölublaðið af tímaritinu Borgarsýn er komið út og er það þriðja tölublaðið sem kemur út á þessu ári. Borgarsýn kom fyrst út haustið 2011 en það er umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem gefur blaðið út.
Nagladekk
16.12.2016
Borgarbúar eru hvattir til að velja góð vetrardekk í stað nagladekkja til að draga úr svifryksmengun. Vetrarþjónusta í borginni er góð en umhverfis- og skipulagsráð telur mikilvægt er að fara í forvirkar aðgerðir svo sem fræðslu vegna notkunar nagladekkja og afleiðingar á gatnakerfi. Gæði malbiks sem lagt er í Reykjavík eru mikil. 
Börnin skoða vélar
09.12.2016
Á sama tíma í fyrra var borgin á kafi í snjó "... gríðarleg hálka er á götum og gönguleiðum," sagði í frétt Reykjavíkurborgar 8. desember 2015 og að gera mætti ráð fyrir töfum á umferð, "það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann". Nú eru götur auðar en starfsfólk þjónustumiðstövar borgarlandsins er á vaktinni og reiðubúið þegar kallið kemur. Leikaskólabörn komu í heimsókn. 
08.12.2016
Sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í byrjun mánaðarins samninga um innleiðingu Borgarlínu – léttlesta- eða hraðvagnakerfis um höfuðborgarsvæðið.
Ráðhús Reykjavíkur, mynd Ragnar Th.
05.12.2016
Höfuðborgarstofa hefur valið fyrirtækið Guide to Iceland (GTI) til samstarfs um rekstur sölu- og bókunarstarfsemi í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Fyrirtækið hefur samstarf við Höfuðborgarstofu þann 16. janúar 2017 en þá opnar Upplýsingamiðstöð ferðamanna á nýjum stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002.  
01.12.2016
„Við fáum að sjá og heyra það nýjasta sem er að gerast í loftslagsmálum og grænum málum, á alþjóðavettvangi, hjá borginni, atvinnulífinu og félagasamtökum,“ segir Hrönn Hrafndóttir verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um loftslagsfund í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudagsmorgun.  Fundurinn hefst kl. 8.30 og lýkur fyrir kl. 10.00. Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl. 8.00.
01.12.2016
Gangandi vegfarendur fá að njóta sín í miðborginni á aðventunni því allar helgar til jóla verða valdar götur göngugötur frá kl. 13 á laugardegi til kl. 8 á mánudagsmorgni. Á Þorláksmessu og á aðfangadag verða göngugötur opnar frá klukkan 15.00.
Þessa leið er hægt að keyra, ganga, hjóla eða fara í strætó. Hvað gerir þú?
25.11.2016
Ferðavenjur borgarbúa hafa verið nokkuð stöðugar á liðnum árum. Ný könnun var gerð í október.