Samgöngur

18.04.2017
Tími göngugatna í miðborginni hefst 1. maí næstkomandi. Göngugötum er ætlað að auðga mannlíf miðborgarinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu. Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur árið 2015 voru 74% svarenda jákvæðir gagnvart göngugötum en einungis 13% neikvæðir og hafði þá ánægja borgarbúa aukist jafnt og þétt frá því göngugötuverkefnið byrjaði. 
Gleðilega páska
14.04.2017
Enginn þarf að láta sér leiðast um páskana því þó svo að víða sé lokað á föstudaginn langa og páskadag verður hægt að skella sér í sund, á skíði eða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt.
Tökum nagladekkin úr umferð
07.04.2017
Eigendur bifreiða á nöglum í Reykjavík huga að því að skipta um dekk eftir páskahátíðina. 
Fjölmargir kjósa að hjóla allra sinna ferða. Samgöngusamningar á borð við þá sem Reykjavíkurborg gerir nú við starfsmenn sína hvetja fólki til að velja vistvæna ferðamáta. Mynd: Reykjavíkurborg.
31.03.2017
Reykjavíkurborg er langstærsti vinnustaður landsins sem býður starfsfólki sínu samgöngusamninga.
Frá málþingi um samgöngumál í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt opnunarerindið. Mynd: Reykjavíkurborg
31.03.2017
Vel var mætt á málþingið Léttum á umferðinni sem haldið var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í morgun. Hér að neðan er hægt að nálgast öll erindin sem flutt voru. 
Hafnarbolti í Reykjaík - Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt.
30.03.2017
Hugmyndasöfnun á vefnum hverfidmitt.is gekk vonum framar en alls bárust 1.080 hugmyndir og er nýtt met. Síðast bárust 915 hugmyndir og þar áður voru þær 597 talsins.
Kringlumýrarbraut í Reykjavík á fallegum sumardegi. Mynd: Reykjavíkurborg.
29.03.2017
Opið morgunverðarmálþing um samgöngur í Reykjavík verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á föstudagsmorgun, 31. mars. 
Kalkofnsvegur - lokanir
29.03.2017
Miklar breytingar verða á umferðarflæði um miðborgina í sumar þegar Kalkofnsvegur milli Hverfisgötu og Geirsgötu verður lokaður fyrir umferð tímabundið vegna framkvæmda.
28.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka skrifuðu í dag undir samning um byggingarrétt og uppbyggingu á Kirkjusandi þar sem byggðar verða um 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum.
24.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti í dag, föstudaginn 24. mars.  Í morgun var fjöldi hugmynda kominn yfir 850 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.