Samgöngur

Birkimelur. Mynd: Reykjavíkurborg
05.10.2017
Framkvæmdir hefjast við lagfæringar á Birkimel nú í október en til stendur að leggja nýjan göngu- og hjólastíg vestan megin götunnar, auk þess sem lýsing verður endurnýjuð.
Malbikunarframkvæmdir. Mynd úr safni
03.10.2017
Á morgun, miðvikudaginn 4. október eftir kl. 9, hefjast malbiksframkvæmdir á Miklubraut við Klambratún.  Unnið verður við syðri akbraut Miklubrautar milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar fram eftir degi.
Grafarvogsbúar fjölmenntu á fundinn
28.09.2017
Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.
Talið er í og úr Fossvogi - Elliðaárdal
28.09.2017
Nýverið voru settir upp þrír teljarar sem mæla fjölda ferða hjólandi og gangandi á völdum stöðum. Áætlað er að setja upp fleiri víða um borgina og safna gögnum, m.a. um vaxandi samgönguhjólreiðar. 
Horft inn Grafarvoginn
25.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðar til íbúafundar um málefni Grafarvogs miðvikudaginn 27. september kl. 20.00 í Borgum, félags- og menningarmiðstöðinni Spönginni 43. Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni fyrir fundinn.
Frítt í strætó
21.09.2017
Frítt í strætó föstudaginn 22. september í tilefni af evrópskri samgönguviku 2017. Allir Evrópubúar eru hvattir til að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn. 
Samgöngustrætó
18.09.2017
Evrópsk samgönguvika stendur nú sem hæst og verður málþing haldið í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og í lok málþings verður veitt árleg samgönguviðurkenning.  
Zipcar bifreið
18.09.2017
Zipcar deilibílaþjónusta var kynnt í Háskólanum í Reykjavík í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri prufukeyrði einn af tveimur Zipcar bílum sem verða staðsettir við háskólann og nýtist hverjum þeim sem eru meðlimir í kerfinu.
Hólmfríður Sigurðardóttur, umhverfisstjóri Orkuveitunnar og Haukur Þór Haraldsson viðskiptastjóri Verkís.
18.09.2017
Verkís og Orkuveita Reykjavíkur hljóta Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2017 og ræður vistvænn ferðamáti starfsmanna og fordæmi fyrirtækjanna í vistvænum rekstri þar mestu um val dómnefndar.
Samgönguvika 2017
15.09.2017
Reykjavíkurborg býður upp á spennandi dagskrá á Samgönguviku 201. Nefna má að málþing verður í ráðhúsi Reykavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar tilkynnt. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin í Hafnarfirði, frítt verður í strætó á bíllausa daginn. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.