Menning og listir

Setning Menningarnætur verður  við Veröld-Hús Vigdísar
18.08.2017
Setning Menningarnætur 2017 fer fram á morgun við Veröld – hús  Vigdísar kl. 12.30. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina. Við það tilefni vígir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands torgið og frú Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur tré.
Víkingar verða á Landnámssýningunni
17.08.2017
Borgarsögusafn opnar dyr sínar á Menningarnótt 19. ágúst og býður öllum gestum ókeypis aðgang í tilefni dagsins. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá í þremur af fimm stöðum safnsins: Landnámssýningunni, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Menningarnótt, ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson
16.08.2017
Á Menningarnótt breytist miðborgin í eina allsherjar göngugötu og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, ásamt tónlistarfólkinu Hönnu Þóru og Birgi
15.08.2017
Menningarnótt 2017 verður haldin í 22. skipti laugardaginn 19. ágúst. Í ár verður hátíðin ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika og yfir hundrað tónlistarviðburðir verða haldnir um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborginni sem bjóða uppá afar fjölbreytta dagskrá.
Styrkþegar Menningarnæturpottar Landsbankans 2017
12.08.2017
Alls fengu 25 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans í gær en hægt verður að sjá afrakstur þeirra á Menningarnótt þann 19. ágúst. Veittir voru styrkir á bilinu 100-350 þúsund kr. til einstaklinga og hópa, samtals fjórar milljónir kr. 
Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
11.08.2017
Nú í haust stækka skólahljómsveitirnar í Reykjavík, en þeim verður heimilt að taka inn 130 nemendur í stað 120. Samtals geta því 520 nemendur verið í skólahljómsveitum í Reykjavík.
Mikill mannfjöldi safnast saman í miðborginni til að fylgjast með Gleðigöngunni
11.08.2017
Nú er allt að verða klárt fyrir Gleðigöngu Hinsegin daga sem að þessu sinni fer frá Hverfisgötu og endar í Hljómskálagarðinum. Gangan fer af stað klukkan 14 og hvetur Reykjavíkurborg fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með Strætó í bæinn.
Fjölmenni á Árbæjarsafni á Jónsmessuhátíðahöldum sumarið 1962
10.08.2017
Árbæjarsafn á 60 ára afmæli föstudaginn 11. ágúst og verður haldið upp á þau tímamót með veglegri dagskrá í safninu dagana 11.-13. ágúst og að sjálfsögðu verður ókeypis aðgangur alla helgina.
Regnboginn kominn við Ráðhúsið
08.08.2017
Hinsegin dagar í Reykjavík hófust í hádeginu í dag þegar stjórn Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, máluðu Regnboga við inngang Ráðhúss Reykjavíkur (Vonarstrætismegin). Gleðilega Hinsegin daga!
Sýningin er opin virka daga frá 2. ágúst og til og með 8. ágúst frá klukkan 9-17.
02.08.2017
Vika í málverki samanstendur af málverkum frá fötluðum ungmennum á aldrinum 16-20 ára innan frístundastarfs Hins Hússins.