Menning og listir

21.02.2017
Í dag er haldinn hátíðlegur alþjóðadagur móðurmálsins. Af því tilefni bauðst leikskólakennurum í borginni að sitja námskeið og vinnusmiðju um vefinn Tungumál er gjöf.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, við menningarmerkið ásamt dóttur Louisu, Temmu Bell.
20.02.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða í dag.  Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og fór athöfnin fram á 100 ára fæðingarafmæli listakonunnar.
Kjartan Kjartansson eigandi Orr tekur við Njarðarskildinum, ljósmynd Ástríður Höskuldsdóttir
17.02.2017
Orr skartgripaverslun hlýtur Njarðarskjöldinn og er ferðamannaverslun ársins 2016. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hafnarhúsi, Listasafns Reykjavíkur í gær en þetta er í 21. skipti sem verðlaunin eru veitt.  
Erró, Odelscape, 1982-1983.
16.02.2017
The exhibition Erró: More is Beautiful will be opened on Saturday, 18 February at 14h00 at Reykjavík Art Museum, Hafnarhús. On the ground floor the museum will open up a refurbished Living Room, designed by Thomas Pausz. At the opening Artist Curver Thoroddsen will play his Co-Mix Erró Soundscape and later he will lead a Soundscape workshop for families in the Living Room. Curator‘s Talk at 16h00.
16.02.2017
Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum.
Odelscape, 1982-1983, olíualkýð á striga
15.02.2017
Opnun myndlistarsýningar, hljóðverk og hljóðklippismiðja Erró, Thomas Pausz, Curver Thoroddsen Ný sýning á verkum Errós, Því meira, því fegurra, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.  Einnig verður opnað endurbætt rými á jarðhæð hússins, Stofa, þar sem gestum og gangandi er boðið að tylla sér við hverskyns iðju. Thomas Pausz hönnuður á veg og vanda af endurbótunum. Við opnunina flytur listamaðurinn Curver Thoroddsen hljóðverkið Erró: Hljóðvíðátta og skömmu síðar leiðir hann hljóðklippismiðju í Stofunni. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 16.00.
Sundlauganótt, mynd Ragnar Th.
04.02.2017
Sundlauganótt á Vetrarhátíð er í kvöld, laugardagskvöldið 4. febrúar en þá er frítt í sund í níu sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 18-23. Gestir fá að upplifa einstaka kvöldstund í sundlaugunum þar sem ljós, myrkur og gleði eru allsráðandi. Þá fer fram Norðurljósahlaup WOW í kvöld og hefst við Hörpu kl. 19.  
Setning Vetrarhátíðar 2017, ljósmynd Ragnar Th.
03.02.2017
Safnanótt á Vetrarhátíð er í kvöld 3. febrúar en þá opna 45 söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar frá kl. 18-23 og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. 
YOKO ONO: EIN SAGA ENN... í Hafnarhúsi og Vistkerfi lita eftir Hildi Bjarnadóttur á Kjarvalsstöðum.
03.02.2017
Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar YOKO ONO: EIN SAGA ENN... í Hafnarhúsi og Vistkerfi lita eftir Hildi Bjarnadóttur á Kjarvalsstöðum en þeim lýkur báðum sunnudaginn 5. febrúar. Sama dag verða leiðsagnir á báðar sýningarnar kl. 15.00.
YOKO ONO: ONE MORE STORY... at Hafnarhús and Ecosystem of Colors by Hildur Bjarnadóttir at Kjarvalsstaðir.
03.02.2017
The last day of the exhibitions YOKO ONO: ONE MORE STORY... at Hafnarhús and Ecosystem of Colors by Hildur Bjarnadóttir at Kjarvalsstaðir is Sunday, 5 February. Guided tours of both the exhibitions will be the same day at 15h00.