Menning og listir

23.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti á morgun, föstudaginn 24. mars.  Um hádegi á fimmtudegi var fjöldi hugmynda um 800 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
21.03.2017
Miklar breytingar eru að verða á miðborg Reykjavíkur og í tengslum við HönnunarMars verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur um þróun byggðar í miðborginni.
Friðarsúlan í Viðey
20.03.2017
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.
Imagine Peace Tower in Viðey island.
20.03.2017
The Imagine Peace Tower in Viðey island will be illuminated Monday, 20 March, the day Yoko Ono and John Lennon got married in 1969. 
20.03.2017
Café Lingua Borgarbókasafninu í Grófinni verður í tilefni viku franskrar tungu á heimsvísu (La semaine de la francophonie) tileinkað franskri tungu. Kaffið verður miðvikudaginn 22. mars kl. 17.00.
Menningarnótt er í umsjón menningar- og ferðmálasviðs
17.03.2017
Þann 25. febrúar síðastliðinn auglýsti Reykjavíkurborg starf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 13. mars sl. 25 sóttu um starfið og 6 umsækjendur drógu umsókn tilbaka.
16.03.2017
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík gengur vel og hafa nú þegar um 500 hugmyndir skilað sér á vefsvæðið hverfidmitt.is, en það er hluti af vefnum Betri Reykjavík.  Hugmyndasöfnun líkur eftir viku, föstudaginn 24. mars.
Frá Fjölmenningarþingi Reykjavíkur
16.03.2017
Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar „Tölum saman“ verður haldið nú í fjórða sinn laugardaginn 25. mars, 2017 frá kl. 10.00 – 15.30.  Markmiðið með þinginu er að stofna til samtals um málefni erlendra íbúa og stuðla þannig að bættri þjónustu Reykjavíkurborgar, en alls búa um það bil 17.000 innflytjendur í borginni.
16.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður til sérstaks íbúafundar um málefni miðborgarinnar þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
14.03.2017
Óskað er eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið felst í að endurskilgreina svæði sem ekki eru fastmótuð til framtíðar og auðga mannlíf borgarinnar.