Menning og listir

Gestakort Reykjavíkur
29.06.2017
Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrstu fimm mánuði ársins borið saman við síðasta ár. Kortið er selt á tæplega 50 stöðum sem þjónusta ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu en Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu er stærsti sölustaður kortsins.  
Reykjavíkurborg - lestur
27.06.2017
Borgarbókasafnir skorar á lesendur að lesa saman í sumar.
Þetta er sjöunda árið sem sólstöðuganga er farin um Reykjavík.
20.06.2017
Miðvikudaginn 21. júní verður farið í hina margrómuðu sólstöðugöngu í Viðey, en þetta verður sjöunda árið í röð sem gangan fer fram í Viðey.
Reykjavíkurborg - flug.
20.06.2017
Fimmtudagskvöldið 22. júní mun Jón Páll Björnsson sérfræðingur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur leiða kvöldgöngu um hafnarsvæðið og fjalla um upphaf flugs á Íslandi.  
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur og borgarlistamaður ásamt Elsu Hrafnhildi Yeoman formanni menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. Mynd: Reykjavíkurborg.
17.06.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefndi í dag, 17. júní, Guðrúnu Helgadóttur rithöfund Borgarlistamann Reykjavíkur 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða.
17. júní 2016, ljósmyndari Heimir Hoffritz
17.06.2017
Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Ókeypis er í öll tæki á vegum hátíðarhaldara. 
Austurstræti er aðalgata Kvosarinnar. Þar er oft mikill mannfjöldi. Mynd: Reykjavíkurborg.
15.06.2017
Hvatt til frumkvæðis og nýsköpunar með styrkveitingum nýs Miðborgarsjóðs. Úthlutað verður úr nýjum Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn nú í sumar. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum og er umsóknarfrestur til og með 5. júlí. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði allt að 30 milljónum króna árlega til verkefna sem eiga að efla miðborgina.
Hátíðarsvæði 17. júní og götulokanir
15.06.2017
Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar í Hljómskálagarðinum, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Við vekjum athygli á að aðliggjandi götur í kringum hátíðarsvæðið eru lokaðar frá kl. 7-19.  Um er að ræða eftirtaldar götulokanir: Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata, Bjarkargata, Skothúsvegur og Vonarstræti. Skálholtsstígur lokaður fyrir neðan Laufásveg. Bragagata lokuð fyrir neðan Fjólugötu og Fjólugata lokuð norðan við Bragagötu. Þá verða umferðartruflanir kl. 12.00 -13.30 á Laugavegi og í Lækjargötu vegna skrúðgangna og aksturs fornbíla.
Manchester City og West Ham United mætast á Laugardalvelli
14.06.2017
Manchester City og West Ham United mætast í æfingaleik á Laugardalsvelli í The Super Match þann 4. ágúst kl. 14 en lið úr ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei áður mæst hér á landi.
14.06.2017
Fallegir þjóðbúningar verða í aðalhlutverki á Árbæjarsafni  17. júní venju samkvæmt. Gestir eru hvattir til að mæta í eigin búningum.