Mannréttindi

Friðarsúlan í Viðey
20.03.2017
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.
Imagine Peace Tower in Viðey island.
20.03.2017
The Imagine Peace Tower in Viðey island will be illuminated Monday, 20 March, the day Yoko Ono and John Lennon got married in 1969. 
Kosningar í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar
17.03.2017
Auglýst er eftir framboðum í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar. Framboðsfrestur rennur út 25. mars 2017, sama dag og fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar fer fram. Þátttakendur þingsins öðlast rétt til þess að kjósa fulltrúa í Fjölmenningarráð Reykjavíkur.
Frá Fjölmenningarþingi Reykjavíkur
16.03.2017
Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar „Tölum saman“ verður haldið nú í fjórða sinn laugardaginn 25. mars, 2017 frá kl. 10.00 – 15.30.  Markmiðið með þinginu er að stofna til samtals um málefni erlendra íbúa og stuðla þannig að bættri þjónustu Reykjavíkurborgar, en alls búa um það bil 17.000 innflytjendur í borginni.
Sigþór Unnstein Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins tekur við aðgengisverðlaunum úr hendi borgarstjóra.
10.03.2017
Blindrafélagið fékk Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 afhenta  við hátíðlega athöfn á málþinginu Er leiðin greið? sem fram fór á Grand hótel í morgun.
Samningurinn handsalaður. F.v. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar
09.03.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra og Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar undirrituðu í dag samning um þjónustu Reykjavíkurborgar við umsækjendur sem eru í leit að alþjóðlegri vernd.
Starfshópurinn sem stóð að stofnun Bjarkarhlíðar ásamt ráðherrum, borgarstjóra og lögreglustjóra fyrir utan Bjarkarhlíð í dag. Allir fengu bjarkarhríslu að gjöf í tilefni áfangans.
02.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, voru viðstödd opnun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.
Sigyn og Snæfríður Jónsdætur, sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum, taka á móti áhugasömum gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir
01.03.2017
Hvað er helst í fréttum? er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í Borgarbókasafninu í Grófinni.  Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Hugmyndin með verkefninu er að stuðla að þátttöku í samfélaginu og skapa vettvang fyrir umræður um samfélagsmál.
28.02.2017
Aðgengishópur Öryrkjabandalags Íslands, Blindrafélagið, Verkís hf., Átak- félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg bjóða til málþings þann 10 mars nk.þar sem fjallað veðrur um algilda hönnun innan borgarmarka og á ferðamannastöðum. Málþingið er haldið í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkja-stofnun og Vegagerðina.
24.02.2017
Fullt var út úr dyrum á fundi borgarstjóra um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundinum sem haldinn var í gærkvöldi í Gerðubergi var einnig streymt á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar og horfðu margir á hann þar.