Mannréttindi

Gleðilegan Fjölmenningardag 2017
26.05.2017
Fjölmenningardagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hörpu laugardaginn 27. maí nk. Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 20.000 manns sóttu hátíðina í fyrra.
23.05.2017
Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.
Reykjavíkurborg - mannréttindi
15.05.2017
Hafa allir borgarbúar jafnan aðgang að upplýsingum, menningu, tómstundum, listum, sundlaugum, internetinu, bókasöfnum og stjórnsýslunni?
Að lokinni athöfninni í Höfða stilltu verðlaunahafar sig upp ásamt borgarstjóra og formanni mannréttindráðs. Liðsmenn Með okkar augum og starfsmenn Tjarnarinnar voru að vonum ánægð  með viðurkenninguna.
15.05.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag dagskrárgerðarfólki og hugmyndasmiðum sjónvarpsþáttanna Með okkar augum Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017 á mannréttindadegi Reykjavikurborgar.     
05.05.2017
Breiðholtsbrúin sem er samstarfsverkefni Fjölskyldumiðstöðvar í Gerðubergi, Hjálparstarfs kirkjunnar og Pepp Ísland auk Fella- og Hólakirkju hefur nú verið flutt í Breiðholtskirkju þar sem næsta opna hús fer fram mánudaginn 8. maí kl. 11:30-14:00. Opið hús hefur verið haldið fimm sinnum í Fella- og Hólakirkju frá því í febrúar við ágætar undirtektir og nú stendur til að efla mætingu enn frekar. Breiðholtsbrúin er frjálst félagsstarf sem er í grunninn opið hús þar sem allir eru velkomnir - óháð aldri, stöðu, þjóðerni,  og öllum mögulegum breytum sem hægt er að tína til. Breiðholtsbrúin er m.a. kjörið tækifæri fyrir fólk sem hefur upplifað félagslega einangrun og vill byggja sig upp með því að hitta gott, hresst og skemmtilegt fólk á sínum eigin forsendum.
Frá afhendingu Mannréttindaverðalauna Reykjavíkurborgar 2016
04.05.2017
Óskað er eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi.    
Naila Zahin Ana
04.05.2017
Reykjavík hefur ákveðið að vera skjólborg fyrir landflótta rithöfund frá Bangladesh. Reykjavíkurborg mun tryggja rithöfundinum Nailu Zahin Ana öruggan dvalarstað og efnahagslegt öryggi á meðan hún dvelst hér. Þetta er þriðji rithöfundurinn sem Reykjavíkurborg tekur á móti.
Reykjavíkurborg - hjólreiðar.
03.05.2017
Niðurstöður úr tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg benda til jákvæðra áhrifa verkefnisins þó það birtist með ólíkum hætti á þeim starfsstöðum sem taka þátt.
Barnamenningarhátíð lauk með allsherjar dansveislu í Ráðhúsinu á sunnudaginn, mynd Ragnar Th. Sigurðsson
02.05.2017
Barnamenningarhátíð lauk á sunnudaginn og hefur hún sjaldan tekist eins vel. Alls voru sendir 20.000 bæklingar til grunn- og leikskólabarna í Reykjavík með dagskrá hátíðarinnar og sóttu þau og fjölskyldur þeirra afar vel þá yfir 150 viðburði sem voru í boði meðan á hátíðinni stóð.
Krakkar á Barnamenningarhátíð 2017, mynd, Berghildur Erla Bernharðsdóttir
27.04.2017
Barnamenningarhátíð stendur sem hæst og um helgina verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Ráðhúsinu þegar því verður breytt í Ævintýrahöll. Þá er mikið um að vera í víða um borgina næstu daga.