Mannréttindi

Ferlinefnd í Hólabrekkuskóla.
08.11.2017
Miklar framkvæmdir hafa verið í Hólabrekkuskóla til að bæta aðgengi og aðstöðu þar fyrir fatlað fólk. Sett hefur verið upp sjálfvirk rafmagnsopnun á hurð við aðalinngang skólans, ný lyfta verið tekin í notkun, skábraut var sett upp í matsal auk þess sem aðgengilegt salerni og sturtuaðstaða var sett upp í einni álmu skólans.
Gestir á opnum fundi öldungaráðs og borgarstjórnar 13. apríl 2016.
08.11.2017
Öldungaráð Reykjavíkurborgar heldur opinn fund um skipulag aldursvænna borga þriðjudaginn 14. nóvember næstkomandi frá 14-16. 
Kristín Vilhjálmsdóttir og Pálina borgarbókavörður með Evrópumerkið ásamt menntamálaráðherra.
08.11.2017
Verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi sem Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, stýrir fær Evrópumerkið, European Label í ár, en það er viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 
Ráðhús Reykjavíkur
01.11.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Bill de Blasio, borgarstjóra New York samúðarskeyti vegna hinna vofveiflegu atburða sem áttu sér stað í borginni í nótt.  
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, spilar Friðarleikana með nemendum úr Landakotsskóla
24.10.2017
Í dag, 24. október, er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni gefur Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi út spilið Friðarleikana. Börn úr skóla Sameinuðu þjóðanna í Landakotsskóla prufðu spilið í Höfða í dag.
Friðarráðstefna
09.10.2017
Þær flóknu áskoranir sem blasa við heiminum í dag kalla á djarfar hugmyndir og nýjar nálganir.  Þessi alheimsvandamál verða ekki leyst án aðkomu ungs fólks. Á alþjóðlegri ráðstefnu sem Höfði Friðarsetur stendur fyrir verður lögð áhersla á þau jákvæðu áhrif sem ungt fólk getur haft á samfélag sitt, leiða saman ólíkar kynslóðir og finna skapandi lausnir og leiðir til þess að takast á við þær.
Óskatré Yoko Ono í Ráðhúsi Reykjavíkur, ljósmyndari BEB
06.10.2017
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono  ávarpar gesti í Viðey í beinni útsendingu frá Höfða fyrir tendrunina.
Höfði Friðarsetur
06.10.2017
Friðarverðlaunahafar Nóbels taka þátt í Friðardögum sem haldnir verða í Reykjavík 7. - 10. október 2017. Höfði friðarsetur skipuleggur viðburðina í samstarfi við Reykjavíkurborg. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
04.10.2017
Á annað hundrað manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis,  frá opnun í mars á þessu ári.
Tendrun Friðarsúlunnar 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
04.10.2017
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Þá verða á fríar  strætóferðir í kringum tendrunina.