Mannréttindi

Frá Druslugöngunni sl. sumar.
18.02.2018
Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar heldur á vormisseri fjóra fræðslu- og umræðufundi þar sem áhersla verður lögð á ungt fólk og ofbeldi.
Alþjóðlegur tungumáladagur
15.02.2018
Þriðjudaginn 21. febrúar næstkomandi verður alþjóðlegur móðurmálsdagur Unesco haldinn hátíðlegur á Íslandi og víða um heim. Áherslur UNESCO í  ár tengjast mikilvægi fjöltyngiskennslu og sjálfbærni tungumála í menntun barna. 
Ferlinefnd borgarinnar.
26.01.2018
Sundhöllin hefur opnað á ný eftir miklar endurbætur og m.a. hefur verið byggð upp aðgengi og aðstaða fyrir hreyfihamlað fólk. Lyftur eru milli hæða, breiðari aðgangshlið, salerni og búningsklefar fyrir hreyfihamlaða, auk handfestu í potta og lyftu í heitan pott og í útilaug. Í fjárhagsáætlunum er einnig gert ráð fyrir að bæta aðstöðu í gamla hluta laugarinnar.
Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa undirritað samninga
25.01.2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 hafa undirritað nýja fræðslu- og þjónustusamninga sem kveða á um greiðslu borgarinnar til samtakanna sem varða rekstur og þjónustu samtakanna og um rekstur hinsegin félagmiðstöðvar.
Styrkhafar samankomnir í borgarstjórnarsalnum ásamt fulltrúum mannréttindaráðs og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra
24.01.2018
Alls var úthlutað styrkjum til 17 verkefna. Markmið styrkja ráðsins er að styðja við sjálfsprottið starf og starfssemi frjálsra félagasamtaka á sviði mannréttinda.
Við Tjörnina
15.01.2018
Fulltrúar Íþrótta- og tómstundaráðs fjölluðu um frásagnir íslenskra íþróttakvenna af ofbeldi, sem voru birtar undir myllumerkinu metoo, á fundi sínum í síðustu viku. 
Samningurinn handsalaður að lokinni undirskrift
12.01.2018
Dagur B. Eggertsson og Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Stelpur rokka! undirrituðu nýjan samstarfssamning Reykjavíkurborgar við félagasamtökin í morgun. Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðasamtök sem starfa eftir femínískri hugsjón til að efla ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun. 
Reykjavík að vetri (Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson)
28.12.2017
Karlar eru í meirihluta í stjórnum allra  íþróttafélaga í Reykjavík sem skilgreind eru sem hverfisíþróttafélög og kosningaþátttaka kvenna er meiri en karla. Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur,sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur út á ári hverju, og hefur að geyma ýmsar tölfræðilegar upplýsingar sem varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í borginni og á landinu.
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri tekur við Kærleikskúlunni sem Lilja Baldvinsdóttir gestur í Reykjadal afhenti
06.12.2017
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hlýtur kúluna í ár fyrir samkomulag sem skrifstofan gerði við Landssamtökin Þroskahjálp vegna notendaráðs fatlaðs fólks.
Hér sjást gleðirendur við inngang Ráðhússins í tilefni Gaypride i sumar.
05.12.2017
Opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar föstudaginn 8. desember frá 8.30-10.00 um hinseginvænt skólakerfi.