Mannréttindi

Barnamenningarhátíð 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
21.04.2017
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjöunda sinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 11 með gleðihátíð í Hörpu. Viðburðir Barnamenningarhátíðar standa í sex daga og fara fram í öllum hverfum borgarinnar.
Ráðstefnan hefst á frumsýningu heimildarmyndarinnar ,,A Quest for Meaning“
18.04.2017
Alþjóðlega friðarráðstefnan The Spirit of Humanity Forum fer fram í þriðja skiptið í Reykjavík dagana 27. - 29. apríl.
Frá afhendingu mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016
18.04.2017
Óskað er eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi.  
Reykjavíkurborg - Fjölmenningarþing 2017.
10.04.2017
Niðurstöður liggja fyrir úr kosningu í fjölmenningarráð Reykjavíkur til ársins 2021. Kosningin fór fram rafrænt á vegum Maskínu, dagana 1.- 8. apríl 2017 en  alls buðu tíu einstaklingar sig fram til setu í ráðinu.
05.04.2017
Starfsfólk frístundamiðstöðvanna hittist á rabbkvöldi um lýðræði í Laugardalshöll í kvöld og hefst dagskráin kl. 19.30. Hægt verður að sjá beina útsendingu frá fundinum kl.19.30. Boðið verður upp á fjóra áhugaverða fyrirlestra um lýðræði sem er einn af grunnþáttunum í frístundastarfinu. Meðal þeirra sem tala eru Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna og Ólafur Páll Jónsson heimspekingur.
Listsköpun og samvera þvert á menningarheima
28.03.2017
Sunnudaginn 2. apríl kl. 13.30-16.30 verður haldin kynning á nýju listsköpunarferli fyrir áhugasamar konur um sköpun og samveru þvert á menningarheima. Listsköpunarferlið hefst í haust og er þetta fyrsti undirbúningsfundurinn.  
Fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar haldinn í Iðnó
27.03.2017
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar efnir til opins fundar sem haldinn verður í Iðnó á morgun. Yfirskriftin er Íbúalýðræði - er það eitthvað ofan á brauð?
Frá setningu Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar 2017
25.03.2017
Nú stendur yfir Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst það með setningu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í morgun. Þingið er nú haldið í fjórða sinn og 150 manns skráðir til þáttöku.
Imagine Peace Tower in Viðey island.
20.03.2017
The Imagine Peace Tower in Viðey island will be illuminated Monday, 20 March, the day Yoko Ono and John Lennon got married in 1969. 
Friðarsúlan í Viðey
20.03.2017
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.