Mannréttindi

Minningarmarkið stendur á leiði Elku í Hólavallagarði
07.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði minningarmark til heiðurs Elku Björnsdóttur verkakonu, við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu, í dag á fæðingardegi hennar 7. september. 
Þrælahald nútímans - ráðstefna um mansal
06.09.2017
Fimmtudaginn 14. september verður haldin ráðstefnan Þrælahald nútímans þar sem sjö sérfræðingar erlendis frá miðla af reynslu sinni og þekkingu í baráttunni gegn mansali.
Reykjavíkurhöfn og Þúfan
01.09.2017
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir vegna verkefna á árinu 2018. Umsóknarfresti lýkur klukkan 12 á hádegi mánudaginn 2. október 2017.    
Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk við Þorláksgeisla. Mynd: Reykjavíkurborg.
24.08.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag viðamikla uppbyggingaráætlun í sértækum húsnæðisúrræðum fyrir einstaklinga með fötlun til ársins 2030.
Íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
17.08.2017
Velferðarráð samþykkti tillögu á fundi sínum í dag sem miðar að því að auka framboð á félagslegu húsnæði til skamms tíma í samræmi við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.
Mikill mannfjöldi safnast saman í miðborginni til að fylgjast með Gleðigöngunni
11.08.2017
Nú er allt að verða klárt fyrir Gleðigöngu Hinsegin daga sem að þessu sinni fer frá Hverfisgötu og endar í Hljómskálagarðinum. Gangan fer af stað klukkan 14 og hvetur Reykjavíkurborg fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með Strætó í bæinn.
Regnboginn kominn við Ráðhúsið
08.08.2017
Hinsegin dagar í Reykjavík hófust í hádeginu í dag þegar stjórn Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, máluðu Regnboga við inngang Ráðhúss Reykjavíkur (Vonarstrætismegin). Gleðilega Hinsegin daga!
Gestakort Reykjavíkur
29.06.2017
Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrstu fimm mánuði ársins borið saman við síðasta ár. Kortið er selt á tæplega 50 stöðum sem þjónusta ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu en Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu er stærsti sölustaður kortsins.  
Friðarfulltrúarnir fyrir framan Höfða. Mynd: Reykjavíkurborg
23.06.2017
Það var mikið um dýrðir í Höfða í morgun þegar fyrstu Friðarfulltrúar Höfða Friðarseturs voru útskrifaðir með pomp og pragt. Friðarfulltrúarnir eru 23 og hafa lokið vikulöngu námskeiði þar sem þeir lærðu um mannréttindi og friðsamleg samskipti á milli fólks. Krakkarnir bjuggu einnig til listaverk sem tengjast friði.
17. júní 2016, ljósmyndari Heimir Hoffritz
17.06.2017
Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Ókeypis er í öll tæki á vegum hátíðarhaldara.