Mannréttindi

Gestakort Reykjavíkur
29.06.2017
Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrstu fimm mánuði ársins borið saman við síðasta ár. Kortið er selt á tæplega 50 stöðum sem þjónusta ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu en Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu er stærsti sölustaður kortsins.  
Friðarfulltrúarnir fyrir framan Höfða. Mynd: Reykjavíkurborg
23.06.2017
Það var mikið um dýrðir í Höfða í morgun þegar fyrstu Friðarfulltrúar Höfða Friðarseturs voru útskrifaðir með pomp og pragt. Friðarfulltrúarnir eru 23 og hafa lokið vikulöngu námskeiði þar sem þeir lærðu um mannréttindi og friðsamleg samskipti á milli fólks. Krakkarnir bjuggu einnig til listaverk sem tengjast friði.
17. júní 2016, ljósmyndari Heimir Hoffritz
17.06.2017
Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Ókeypis er í öll tæki á vegum hátíðarhaldara. 
Þóun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg
09.06.2017
Kynbundinn launamunur minnkaði á milli áranna 2014 og 2015 úr 3,2% í 2,4% hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar á hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4%  á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg um kynbundinn launamun 2015 og áhrif breytinga á starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar á þann mun.
09.06.2017
Dagskrá var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag vegna komu japanska friðarskipsins, Peace Boat. 
04.06.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, samúðarkveðju vegna voðaverkanna sem framin voru þar í borg í gærkvöldi. 
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og  James Kenney, borgarstjóri Philadelphiuborgar
01.06.2017
Borgarstjóri Philadelphiuborgar, James Kenney, er nú staddur í Reykjavík í opinberri heimsókn í boði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.  Heimsóknin er í beinu framhaldi af opinberu boði borgarstjóra Reykjavíkur til Philadelphiu fyrr í vikunni.
29.05.2017
Opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar verður haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 14:00 í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Gleðilegan Fjölmenningardag 2017
26.05.2017
Fjölmenningardagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hörpu laugardaginn 27. maí nk. Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 20.000 manns sóttu hátíðina í fyrra.
23.05.2017
Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.