Innkallanir matvæla

16.06.2017
Verslun Gló hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna Bulletproof Collagen Bar sem seld hefur verið í verslun Gló Fákafeni 11. Ástæðan er tilkynning framleiðanda um listeríusmit (Listeria monocytogenes), sem upp kom í hráefnisverksmiðju birgis.
31.05.2017
Innköllun á Steak Spice kryddi frá Anna and Claras vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda.
05.01.2017
Innköllun á enoki sveppum frá Suður-Kóreu vegna þess að þeir geta innihaldið Listeria monocytogenes segir í Fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
13.10.2016
Ichoc „Milkless“ súkkulaði hefur verið innkallað vegna villandi merkinga
17.08.2016
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í tilefni af því að Heilsa ehf. innkallar Sólgæti Ferðanasl vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar.
11.08.2016
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vill vekja athygli neytenda á að Aðföng tóku úr sölu og innkölluðu fyrr í sumar Bónus Orkupoka með best fyrir dagsetningunni 06.2017 vegna þess að aðskotahlutir greindust í vörunni. 
Varan hefur verið innkölluð.
07.06.2016
Aðföng hafa tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Mini Ringar Puffad Majs í 20 g pokum vegna þess að varan inniheldur of mikið af B1 vítamíni sem hefur áhrif á bragð hennar.  Mat Semper AB er að engin hætta fylgi neyslu vörunnar.
27.05.2016
Fréttatilkynning fra matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: Innköllun á First Price rúsínum vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni.
12.04.2016
Heilbrigðiseftirlit Reykajvíkur innkallar malað cumin krydd frá Indlandi vegna þess að Salmonella enteritidis greindist í vörunni.
30.03.2016
Innköllun á hrísgrjónum frá First Price og Grøn Balance þar sem þau voru framleidd við óheilnæmar aðstæður.