Íþróttir og útivist

Setning Menningarnætur verður  við Veröld-Hús Vigdísar
18.08.2017
Setning Menningarnætur 2017 fer fram á morgun við Veröld – hús  Vigdísar kl. 12.30. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina. Við það tilefni vígir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands torgið og frú Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur tré.
Menningarnótt, ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson
16.08.2017
Á Menningarnótt breytist miðborgin í eina allsherjar göngugötu og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, ásamt tónlistarfólkinu Hönnu Þóru og Birgi
15.08.2017
Menningarnótt 2017 verður haldin í 22. skipti laugardaginn 19. ágúst. Í ár verður hátíðin ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika og yfir hundrað tónlistarviðburðir verða haldnir um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborginni sem bjóða uppá afar fjölbreytta dagskrá.
Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag
02.08.2017
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli í The Super Match næsta föstudag kl. 14 en lið úr ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei áður mæst hér á landi.
Á myndinni eru börn að ganga inn í blöðrum.
27.07.2017
Ein stærsta barna- og fjölskylduhátíð Reykjavíkur verður haldin á Klambratúni 30. júlí næstkomandi. Hátíðin, Kátt á Klambra, var haldin í fyrsta sinn í fyrra og hlaut frábærar undirtektir.
Laugardalshöllin var þéttsetin við upphaf heimsmóts skáta
25.07.2017
Heimsmót skáta fyrir 18 – 25 ára var sett í Laugardalshöll í morgun að viðstöddum skátum frá 96 þjóðum.  Alls taka um 5.000 skátar þátt í World Scout Moot.
Landslið kvenna í knattspyrnu sem keppir á EM í Hollandi
14.07.2017
Ísland hefur leik í lokakeppni EM í Hollandi þann 18. júlí. Í ljósi vinsælda EM torgsins í fyrra tóku aðstandendur þess, KSÍ og bakhjarlar þess, strax ákvörðun um að bjóða fótbolaþyrstum upp á úrvals aðstöðu í miðborginni til að fylgjast með stelpunum okkar og öllum hinum leika listir sínar í Hollandi í sumar.
Reykjavíkurborg -  íþróttafélagið Fram.
12.07.2017
Í sumar verður lokið við að skipta um gras og gúmmí á stóru æfinga- og keppnisvöllum íþróttafélaganna í Reykjavík. Þegar framkvæmdum lýkur verður ekki dekkjakurl á neinum þessara valla.
Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samkomulagið. Mynd: Reykjavíkurborg.
21.06.2017
Reykjavíkurborg hefur gert samkomulag við Bandalag íslenskra skáta (BÍS) varðandi World Scout Moot sem haldið verður á Íslandi nú í sumar. Er það langstærsti viðburður sem íslenska skátahreyfingin hefur tekið að sér.
Þetta er sjöunda árið sem sólstöðuganga er farin um Reykjavík.
20.06.2017
Miðvikudaginn 21. júní verður farið í hina margrómuðu sólstöðugöngu í Viðey, en þetta verður sjöunda árið í röð sem gangan fer fram í Viðey.