Íþróttir og útivist

29.04.2017
Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis stendur fyrir lýðheilsuráðstefnu um jöfnuð og heilsu þann 3. maí nk. kl 12.30 - 16.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykavíkur. Yfirskrift ráðstenunnar er Vellíðan fyrir alla - Jöfnuður og heilsa.
28.04.2017
Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju alhliða íþróttahúsi  við Egilshöll.  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis  ásamt fulltrúum og íþróttafólki frá Fjölni tóku skóflustunguna.
28.04.2017
Alhvítur nautkálfur sem hefur fengið nafnið Rjómi leit dagsins ljós í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sl. miðvikudagskvöld.  
Krakkar á Barnamenningarhátíð 2017, mynd, Berghildur Erla Bernharðsdóttir
27.04.2017
Barnamenningarhátíð stendur sem hæst og um helgina verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Ráðhúsinu þegar því verður breytt í Ævintýrahöll. Þá er mikið um að vera í víða um borgina næstu daga.
Barnamenningarhátíð 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
21.04.2017
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjöunda sinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 11 með gleðihátíð í Hörpu. Viðburðir Barnamenningarhátíðar standa í sex daga og fara fram í öllum hverfum borgarinnar.
19.04.2017
Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Bæk verður á þeytingi um borgina að undirbúa hjólin fyrir sumarið. 
Gleðilega páska
14.04.2017
Enginn þarf að láta sér leiðast um páskana því þó svo að víða sé lokað á föstudaginn langa og páskadag verður hægt að skella sér í sund, á skíði eða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt.
Nýborinn kiðlingur í Húsdýragarðinum
11.04.2017
Vorið er mætt í Laugardalinn í Reykjavík sama hvað veðrið gefur til kynna.  Huðnurnar eru nefnilega byrjaðar að bera og krúttlegheitin því í hámarki í fjárhúsinu.
Frá páskaeggjaleit í Viðey
04.04.2017
Laugardaginn 8. apríl býður Elding upp á páskaeggjaleit  fyrir börn í samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Hverfissjóður Reykjavíkur
04.04.2017
Hverfissjóður Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, en  styrkir eru veittir til verkefna sem að stuðla að bættu mannlífi, eflingu félagsauðs, fegurri ásýnd borgarhverfa og stuðla að auknu öryggi eða efla samstarf íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja við borgarstofnanir.