Íþróttir og útivist

15.02.2017
Heilsueflandi hverfi er verkefni sem þjónustumiðstöðvar borgarinnar leiða og markmiðið það eitt að efla lýðheilsu í öllum hverfum borgarinnar meðal íbúa á öllum aldri með áherslu á börn og unglinga.
31.01.2017
Borgarráð hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs um bætta lýsingu á Klambratúni. Samhliða því verður sett upp þráðlaust net og túnið verður "heitur reitur".
30.01.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR, skrifuðu í dag undir samning um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Breiðholti með fyrsta flokks þjónustu fyrir börn, unglinga og afreksfólk í huga.
Ljóslistaverk á Hallgrímskirkju árið 2015, ljósmyndari Raggi Th.
30.01.2017
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin dagana 2. – 5. febrúar. Höfuðborgarstofa skipuleggur og framkvæmir Vetrarhátíð sem nú er haldin í 16 sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. 
06.01.2017
Nýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll og tekið í notkun í byrjun næsta árs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson,  forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis skrifuðu í gær undir samkomulag um uppbyggingu, framkvæmd og reksturs hússins.
20.12.2016
Jólafrí hefjast í grunnskólum borgarinnar 21. desember. 
Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, handasala samninginn að lokinni undirritun í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
14.12.2016
Frístundakort Reykjavíkurborgar sem verið hefur 35.000 krónur hækkar í 50.000 krónur nú um áramótin og er það hækkun upp á 42,8 prósent. Í samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR undirrituðu í dag kemur fram að hækkunin tekur gildi þann 1. janúar 2017.
Íþróttafólk Reykjavíkur 2016. Frá vinstri Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Brynjar Þór Björnsson, körfuknattleiksmaður í KR sem var kosið Íþróttalið Reykjavíkur 2016, Þórir G. Þorbjarnarson, körfuknattleiksmaður í KR, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur í GR sem er Íþróttakona Reykjavíkur 2016, Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður  úr Ármanni sem er Íþróttakarl Reykjavíkur 2016 og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR.
14.12.2016
Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 38.sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í fjórða sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.
14.12.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness skrifuðu í gær undir samning um sameiginlegan rekstur á nýju fimleikahúsi sem reist verður við hlið núverandi íþróttamannvirkja við Suðurströnd á Seltjarnarnesi.
03.12.2016
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, fylgdi þeirri hefð í dag að höggva eigið tré í Jólaskógi Skógræktarfélags Reykjavíkur.