Íþróttir og útivist

Dagur B. Eggertsson ásamt einum af fastagestum laugarinnar.
03.12.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði í dag formlega nýja viðbyggingu og útilaug við Sundhöllina í Reykjavík.
Hrólfur Jónsson, Dagur B. Eggertsson, Björn Víglundsson og Ómar Örn Friðriksson
01.12.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Víglundsson  formaður GR skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um samstarf uppbyggingar golfaðstöðu og vinnu við deiliskipulag fyrir nýjar atvinnulóðir bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. 
Tjörnin og Vatnsmýrin í froststillu.
27.11.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar fólk sem þjáist af öndunarfærasjúkdómum og börn við að vera mikið úti í nágrenni við miklar umferðargötur vegna lélegra loftgæða sem stafar af kyrru veðri og þurru á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofa Íslands spáir svipuðu veðri á morgun. 
Gufunes. Mynd: Reykjavíkurborg
19.10.2017
Tillaga borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til nýjar ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett var samþykkt í borgarráði í morgun.
Óskatré Yoko Ono í Ráðhúsi Reykjavíkur, ljósmyndari BEB
06.10.2017
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono  ávarpar gesti í Viðey í beinni útsendingu frá Höfða fyrir tendrunina.
Sumarfrístund í Gufunesbæ
03.10.2017
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag fyrstu heildstæðu stefnuna um frístundaþjónustu fyrir almenning, með áherslu á börn og unglinga.  Áhersla er lögð á jafnan aðgang að fjölbreyttu og skapandi frístundastarfi, virkni og félagslega velferð. 
Nemendur Kelduskóla fögnuðu borgarstjóra þegar hann kom í skólann í morgun.
02.10.2017
Forvarnardagurinn 2017 var kynntur í Kelduskóla í morgun en Forvarnardagurinn er miðvikudaginn 4. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Grafarvogsbúar fjölmenntu á fundinn
28.09.2017
Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.
Lýðheilsugangan hefst hér við Árbæjarskóla
26.09.2017
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) hafa verið haldnar á öllu landinu nú í september og eru meðal hápunkta í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. 
Stelpur rokka! námskeiðin eru vinsæl
21.09.2017
 Borgarráð hefur samþykkt að endurnýja samstarfssamning Reykjavíkurborgar við félagasamtökin Stelpur rokka! Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðasamtök sem starfa eftir femínískri hugsjón til að efla ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun.