Íþróttir og útivist

23.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti á morgun, föstudaginn 24. mars.  Um hádegi á fimmtudegi var fjöldi hugmynda um 800 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
16.03.2017
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík gengur vel og hafa nú þegar um 500 hugmyndir skilað sér á vefsvæðið hverfidmitt.is, en það er hluti af vefnum Betri Reykjavík.  Hugmyndasöfnun líkur eftir viku, föstudaginn 24. mars.
16.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður til sérstaks íbúafundar um málefni miðborgarinnar þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Dans er góður til heilsueflingar. Frá harmonikkuballi eldra fólks á Vitatorgi.
15.03.2017
Opið málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, fimmtudaginn 16. mars.  Málþingið er opið öllum aldurshópum þó að sérstaklega sé verið að höfða til fólks sem komið er yfir miðjan aldur.  
14.03.2017
Óskað er eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið felst í að endurskilgreina svæði sem ekki eru fastmótuð til framtíðar og auðga mannlíf borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Tryggvi Þorgeirsson, læknir og heilbrigðistæknifyrirtækisins SidekickHealth handsala samninginn
10.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í dag undir samstarfssamning við Tryggva Þorgeirsson lækni og framkvæmdastjóra íslensk-sænska heilbrigðistæknifyrirtækisins SidekickHealth um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins til að efla heilsu og vellíðan starfsfólks Reykjavíkurborgar.
Sauðféð fær snyrtingu í Húsdýragarðinum um helgina
10.03.2017
Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður rúið á sunnudaginn (12.mars) frá kl. 13:00 til 16:00.
Ráðhús Reykjavíkur
06.03.2017
Auglýst er eftir umsóknum í Vestnorræna höfuðborgasjóðinn en styrkir úr sjóðnum eru veittir til verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborga, Íslands, Grænlands og Færeyja og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta.
SR íshokkí iðkendur
06.03.2017
Kjöraðstæður  voru til frístundar - og íþróttaiðkunar utandyra um helgina í Reykjavík og var Rauðavatnið vel nýtt til þess konar iðju. 
03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.