Íþróttir og útivist

1
07.02.2018
Vesturbæjarbiskupinn var haldinn í 5. sinn í Hagaskóla þriðjudaginn 6. febrúar sl. Þetta er skákmót sem hófst fyrir all nokkrum árum síðan en var síðan endurvakið árið 2013.
Miklabraut
03.02.2018
Stokkur fyrir bílaumferð um Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu hefur verið til skoðunar og bendir frummat til þess að það sé fýsilegur kostur.
Fundurinn verður haldinn á Kjarvalsstöðum
31.01.2018
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins íbúafundar á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.00 um málefni Hlíða.  Hverfin innan borgarhlutans eru Norðurmýri, Hlemmur, Holt, Hlíðar og Öskjuhlíð.
Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins
26.01.2018
Reykjavíkurborg fjárfestir í innviðum og þjónustu fyrir 18 milljarða á þessu ári, sem er það mesta á einu ári í sögu borgarinnar. Á næstu fimm árum mun borgin fjárfesta í innviðum fyrir 70 milljarða. Sé horft til samstæðu Reykjavíkurborgar nemur fjárfesting næstu ára 226 milljörðum næstu fimm árin. Þessar upplýsingar komu fram í kynningu á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.
Setning Wow RIG leikanna í Háskólanum í Reykjavík.
26.01.2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti leikana á blaðamannafundi sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í dag . Þetta er í 11. sinn sem leikarnir fara fram og er reiknað með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga.  
Þátttakendur í Norðurljósahlaupinu ánægðir eftir skemmtilega hlaupaupplifun í fyrra
23.01.2018
Íþróttahátíðin WOW Reykjavik International Games fer fram dagana 25.janúar til 4.febrúar næstkomandi.Keppt verður í 17 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga.
1
18.01.2018
Heilsueflandi samfélag í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum Það var ánægjuleg samkoma í Norræna húsinu þegar fulltrúar frá hinum ýmsum stofnunum, félgasamtökum og Reykjavíkurborg innan Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um að gera hverfin að heilsueflandi samfélagi.                  
Við Tjörnina
15.01.2018
Fulltrúar Íþrótta- og tómstundaráðs fjölluðu um frásagnir íslenskra íþróttakvenna af ofbeldi, sem voru birtar undir myllumerkinu metoo, á fundi sínum í síðustu viku. 
Samningurinn handsalaður að lokinni undirskrift
12.01.2018
Dagur B. Eggertsson og Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Stelpur rokka! undirrituðu nýjan samstarfssamning Reykjavíkurborgar við félagasamtökin í morgun. Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðasamtök sem starfa eftir femínískri hugsjón til að efla ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun. 
Við undirritun í forsætisráðuneytinu í morgun.
11.01.2018
Yfirlýsing ríkis og Reykjavíkurborgar um skipan starfshóps með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar undirrituð í dag.