Íþróttir og útivist

06.01.2017
Nýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll og tekið í notkun í byrjun næsta árs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson,  forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis skrifuðu í gær undir samkomulag um uppbyggingu, framkvæmd og reksturs hússins.
20.12.2016
Jólafrí hefjast í grunnskólum borgarinnar 21. desember. 
Íþróttafólk Reykjavíkur 2016. Frá vinstri Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Brynjar Þór Björnsson, körfuknattleiksmaður í KR sem var kosið Íþróttalið Reykjavíkur 2016, Þórir G. Þorbjarnarson, körfuknattleiksmaður í KR, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur í GR sem er Íþróttakona Reykjavíkur 2016, Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður  úr Ármanni sem er Íþróttakarl Reykjavíkur 2016 og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR.
14.12.2016
Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 38.sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í fjórða sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.
14.12.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness skrifuðu í gær undir samning um sameiginlegan rekstur á nýju fimleikahúsi sem reist verður við hlið núverandi íþróttamannvirkja við Suðurströnd á Seltjarnarnesi.
Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, handasala samninginn að lokinni undirritun í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
14.12.2016
Frístundakort Reykjavíkurborgar sem verið hefur 35.000 krónur hækkar í 50.000 krónur nú um áramótin og er það hækkun upp á 42,8 prósent. Í samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR undirrituðu í dag kemur fram að hækkunin tekur gildi þann 1. janúar 2017.
03.12.2016
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, fylgdi þeirri hefð í dag að höggva eigið tré í Jólaskógi Skógræktarfélags Reykjavíkur.
www.reykjavik.is
08.11.2016
Í október var gerð nytsemisúttekt á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is sem fyrirtækið Sjá ehf gerði.  Vefurinn kemur vel út í úttektinni í samanburði við aðra þjónustuvefi að mati Sjá sem sá um prófunina.
03.11.2016
Í dag opnaði kosningavefur fyrir framkvæmdir í hverfum borgarinnar og er það í fimmta sinn sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum með beinum hætti. Framkvæmdafé er 450 milljónir króna eða 50% hærra en í fyrri kosningum.
Ráðhús Reykjavíkur á fallegum síðssumardegi.
01.11.2016
Frumvarp að fjárhagsáætlun 2017 og fimm ára áætlun 2017 - 2021 lögð fram í borgarstjórn í dag.
07.10.2016
Borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu bréf um útivistartíma barna- og ungmenna. Bréfið er sent til allra forsjáraðila barna í fyrstu og sjöttu bekkjum grunnskólanna í Reykjavík.