Kosningar

Hafnarbolti í Reykjaík - Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt.
30.03.2017
Hugmyndasöfnun á vefnum hverfidmitt.is gekk vonum framar en alls bárust 1.080 hugmyndir og er nýtt met. Síðast bárust 915 hugmyndir og þar áður voru þær 597 talsins.
03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.
Hverfakosning
17.11.2016
Í dag er síðasti dagur til að kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar, en kosið er á vefnum kosning.reykjavik.is. Kosningum lýkur á miðnætti.
Íbúakosningar.
15.11.2016
Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í kosningum um framkvæmdir og nú á vefnum kosning.reykjavik.is. Í fyrra tóku 7.103 íbúar þátt og því bara spurning hve glæsilega það met verður slegið, en enn eru tveir dagar til stefnu.
03.11.2016
Í dag opnaði kosningavefur fyrir framkvæmdir í hverfum borgarinnar og er það í fimmta sinn sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum með beinum hætti. Framkvæmdafé er 450 milljónir króna eða 50% hærra en í fyrri kosningum.
Reykjavík
19.10.2016
Í alþingiskosningunum þann 29. október nk. verða alls 15 kjörstaðir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum verður slitið kl. 22.00.
Yfirkjörstjórnir að störfum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag
14.10.2016
Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður funduðu í Ráðhúsinu í dag til að taka við framboðum og meðmælum vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 29. október nk.   
Ráðhús Reykjavíkur
12.10.2016
Í dag hófu yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður móttöku á framboðslistum og meðmælum í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Frá talningu í borgarstjórnarkosningum 2014
25.06.2016
Kæru borgarbúar.   Gleðilegan kjördag. Kjörstaðir í Reykjavík í dag eru eftirfarandi:   Reykjavíkurkjördæmi norður Ráðhús Reykjavíkur Menntaskólinn við Sund Laugalækjarskóli Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum Vættaskóli Borgir Ingunnarskóli Klébergsskóli   Reykjavíkurkjördæmi suður Hagaskóli Hlíðaskóli Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin við Austurberg Árbæjarskóli Ingunnarskóli  
Hlíðaskóli
25.06.2016
Til íbúa í Leitunum   Vakin er athygli á því að íbúar í Leitunum kjósa í Hlíðaskóla. Allir kjósendur geta flett upp kennitölu á www.reykjavik.is/kosningar. Kjörskrá liggur einnig frammi í afgreiðslu Ráðhúss Reykjavíkur.