Kosningar

03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.
17.11.2016
Í dag er síðasti dagur til að kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar, en kosið er á vefnum kosning.reykjavik.is. Kosningum lýkur á miðnætti.
15.11.2016
Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í kosningum um framkvæmdir og nú á vefnum kosning.reykjavik.is. Í fyrra tóku 7.103 íbúar þátt og því bara spurning hve glæsilega það met verður slegið, en enn eru tveir dagar til stefnu.
03.11.2016
Í dag opnaði kosningavefur fyrir framkvæmdir í hverfum borgarinnar og er það í fimmta sinn sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum með beinum hætti. Framkvæmdafé er 450 milljónir króna eða 50% hærra en í fyrri kosningum.
Reykjavík
19.10.2016
Í alþingiskosningunum þann 29. október nk. verða alls 15 kjörstaðir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum verður slitið kl. 22.00.
Yfirkjörstjórnir að störfum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag
14.10.2016
Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður funduðu í Ráðhúsinu í dag til að taka við framboðum og meðmælum vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 29. október nk.   
Ráðhús Reykjavíkur
12.10.2016
Í dag hófu yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður móttöku á framboðslistum og meðmælum í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hlíðaskóli
25.06.2016
Til íbúa í Leitunum   Vakin er athygli á því að íbúar í Leitunum kjósa í Hlíðaskóla. Allir kjósendur geta flett upp kennitölu á www.reykjavik.is/kosningar. Kjörskrá liggur einnig frammi í afgreiðslu Ráðhúss Reykjavíkur.    
Frá talningu í borgarstjórnarkosningum 2014
25.06.2016
Kæru borgarbúar.   Gleðilegan kjördag. Kjörstaðir í Reykjavík í dag eru eftirfarandi:   Reykjavíkurkjördæmi norður Ráðhús Reykjavíkur Menntaskólinn við Sund Laugalækjarskóli Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum Vættaskóli Borgir Ingunnarskóli Klébergsskóli   Reykjavíkurkjördæmi suður Hagaskóli Hlíðaskóli Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin við Austurberg Árbæjarskóli Ingunnarskóli  
Reykjavík
16.06.2016
Kjörstaðir í Reykjavík við forsetakosningar 25. júní næstkomandi eru alls fimmtán talsins. Hér er að finna allar helstu upplýsingar til borgarbúa um framkvæmd kosninganna.