Kosningar

KJörkassar á leið í hús fyrir síðustu kosningar
16.10.2017
Við yfirferð meðmælendalista í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður fundust falsaðar undirritanir í talsverðum mæli hjá einu framboði í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Viðkomandi stjórnmálasamtök drógu framboðið tilbaka.
Tjarnargata í Reykjavík
13.10.2017
Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður hafa nú móttekið framboðslista og meðmælendur í báðum kjördæmum. Eitt framboð fékk frest til klukkan 18 í dag til að skila inn fullnægjandi framboðslista.
Ráðhúsið og Tjörnin
11.10.2017
Í dag hófu yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður móttöku á framboðslistum og meðmælendalistum í borgarráðsherberginu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hafnarbolti í Reykjaík - Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt.
30.03.2017
Hugmyndasöfnun á vefnum hverfidmitt.is gekk vonum framar en alls bárust 1.080 hugmyndir og er nýtt met. Síðast bárust 915 hugmyndir og þar áður voru þær 597 talsins.
""
03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.
Hverfakosning
17.11.2016
Í dag er síðasti dagur til að kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar, en kosið er á vefnum kosning.reykjavik.is. Kosningum lýkur á miðnætti.
Íbúakosningar.
15.11.2016
Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í kosningum um framkvæmdir og nú á vefnum kosning.reykjavik.is. Í fyrra tóku 7.103 íbúar þátt og því bara spurning hve glæsilega það met verður slegið, en enn eru tveir dagar til stefnu.
""
03.11.2016
Í dag opnaði kosningavefur fyrir framkvæmdir í hverfum borgarinnar og er það í fimmta sinn sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum með beinum hætti. Framkvæmdafé er 450 milljónir króna eða 50% hærra en í fyrri kosningum.
Reykjavík
19.10.2016
Í alþingiskosningunum þann 29. október nk. verða alls 15 kjörstaðir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum verður slitið kl. 22.00.
Yfirkjörstjórnir að störfum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag
14.10.2016
Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður funduðu í Ráðhúsinu í dag til að taka við framboðum og meðmælum vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 29. október nk.