Framkvæmdir

18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.
Malbik lagt við Neshaga fyrir tveimur árum.  Mynd: Reykjavíkurborg
16.05.2017
Malbikunarframkvæmdir eru hafnar af fullum krafti í borginni og er ekki seinna vænna að byrja á verkefninu því meiri fjármunum verður varið til endurnýjunar malbiks á þessu ári en nokkru sinni áður.
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Hjólreiðastígur við Háskólann í Reykjavík í Öskjuhlíð. Mynd: Reykjavíkurborg
15.05.2017
Enn bætist við hjólreiðastígakerfið í borginni því í sumar verða um fimm og hálfur kílómetri af nýjum, sérstökum hjólreiðastígum lagðir víða um borgina.
Yfirlitsmynd
11.05.2017
Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, undir samninga og viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis, þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða fyrir aldraða við Sléttuveg í Fossvogsdal. Fyrirkomulag verður svipað því sem er í dag hjá Hrafnistu við Laugarás í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. 
10.05.2017
Reykjavíkurborg mun leitast við að halda Geirsgötu opinni um hjáleið á meðan framkvæmdir við Hafnartorg og Austurhöfn standa yfir, að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar.
Yfirlitsmynd af Kirkjusandi.
05.05.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Brynju  - hússjóði Öryrkjabandalags Íslands lóð með byggingarrétti fyrir 37 íbúðir á Kirkjusandi.
05.05.2017
Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hefjast á mánudag en þá verður akreinum til vesturs fækkað tímabundið frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg.  Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir töfum á í  morgunumferðinni á næstunni. Ökumenn eru hvattir til að gefa sér rýmri tíma en venjulega, sem og að sýna tillitssemi og aðgát við framkvæmdasvæðið.
Hreinsum Reykjavík saman
04.05.2017
Starfsfólk umhverfis- og skipulagsviðs í Borgartúni hreinsuðu nærumhverfi sitt í morgun í góðu veðri í tilefni af evrópskri hreinsunarviku 2.-7. maí. Á laugardaginn er sérlegur hreinsunardagur borgarbúa. 
Birkimelur. Þar stendur til að endurnýja gangstétt, lýsingu og leggja hjólastíg auk þess sem gatan verður fegruð á ýmsa lund.  Mynd: Reykjavíkurborg.
04.05.2017
Birkimelur verður færður í nýjan búning í sumar en þar stendur til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestan megin götunnar, auk þess sem lýsing verður endurnýjuð vegna götunnar.