Framkvæmdir

Pækilsópur á ferð í Reykjavík.
13.02.2018
Pækilsópur sinnir sérstökum hjólastígum í borginni. Sópurinn er tilraunaverkefni í vetrarþjónustu hjólaleiða sem nú stendur yfir hjá skrifstofu reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar. 
Vegglistaverk eftir Þórdísi Erlu Zoëga við Smiðjustíg.
09.02.2018
Hvaða máli skipta lýsing, litir og list í borgum? Hafa þessir þættir áhrif á líðan borgarbúa? Hvernig má gera borg heimilislega? Velkomin á fund á Kjarvalsstöðum í fundarröðinni Borgin, heimkynni okkar sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.
Miklabraut
03.02.2018
Stokkur fyrir bílaumferð um Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu hefur verið til skoðunar og bendir frummat til þess að það sé fýsilegur kostur.
Teikning af þjónusthúsi ÍR, sem rís á íþróttasvæði félagsins í Mjódd.
02.02.2018
Umhverfis- og skipulagsráð býður út framkvæmdir á frjálsíþróttavelli og þjónustuhúsi á ÍR svæðinu.
Uppbygging gengur hraðar á þéttingareitum
01.02.2018
Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur látið gera greiningu og samanburð á byggingarhraða á þéttingarreitum annars vegar og óbyggðu landi hins vegar. Greiningin leiðir í ljós að hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum í Reykjavík. Ástæðan er sú að oft eru stórir og öflugir verktakar að verki og vel gengur að fjármagna og selja íbúðarhúsnæði á þéttingarreitum.  
Fundurinn verður haldinn á Kjarvalsstöðum
31.01.2018
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins íbúafundar á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.00 um málefni Hlíða.  Hverfin innan borgarhlutans eru Norðurmýri, Hlemmur, Holt, Hlíðar og Öskjuhlíð.
Nýi innsiglingarvitinn mun rísa á útsýnispalli sem verður á uppfyllingu við Sæbrautina fyrir neðan Höfða.
29.01.2018
Borgarráð hefur samþykkt að að fara í framkvæmdir við að koma fyrir nýjum innsiglingarvita og útsýnispalli við Sæbraut.
Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins
26.01.2018
Reykjavíkurborg fjárfestir í innviðum og þjónustu fyrir 18 milljarða á þessu ári, sem er það mesta á einu ári í sögu borgarinnar. Á næstu fimm árum mun borgin fjárfesta í innviðum fyrir 70 milljarða. Sé horft til samstæðu Reykjavíkurborgar nemur fjárfesting næstu ára 226 milljörðum næstu fimm árin. Þessar upplýsingar komu fram í kynningu á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.
Malbikun - metsumar framundan
25.01.2018
Lagðir verða 43 kílómetrar af malbiki næsta sumar og hljóðar kostnaðaráætlun fyrir malbiksframkvæmdir á þessu ári upp á tæpa tvo milljarða króna. Aldrei hefur verið malbikað jafn mikið í borginni á einu ári.
Hrefna Þórsdóttir og Óli Örn Eiríksson hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar 
24.01.2018
Reykjavíkurborg hefur efnt til hugmyndaleitar um hagkvæmt húsnæði og er sérstaklega horft til hugmynda sem hjálpa ungu fólki og fyrstu kaupendum að komast í húsnæði.