Framkvæmdir

Vel mætt í Ráðhúsinu í morgun
13.10.2017
Unnið er við nýjar íbúðir um alla borg og í dag eru um 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi.  Þá eru 4.300 íbúðir þegar deiliskipulagðar. Einnig eru staðfest áform upp á 4.100 íbúðir í samvinnu við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni i því skyni að fjölga íbúðum á viðráðanlegu verði. Þetta kom fram á árlegum fundi um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík sem haldinn var í ráðhúsinu í morgun.
Lóð við Nauthólsveg
12.10.2017
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt úthutun fyrir 530 íbúðir og hefur þá í heild verið úthlutað lóðum fyrir 1.435 íbúðir í ár.  Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg.
Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
06.10.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9  - 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.  Allir eru velkomnir.  
Birkimelur. Mynd: Reykjavíkurborg
05.10.2017
Framkvæmdir hefjast við lagfæringar á Birkimel nú í október en til stendur að leggja nýjan göngu- og hjólastíg vestan megin götunnar, auk þess sem lýsing verður endurnýjuð.
Malbikunarframkvæmdir. Mynd úr safni
03.10.2017
Á morgun, miðvikudaginn 4. október eftir kl. 9, hefjast malbiksframkvæmdir á Miklubraut við Klambratún.  Unnið verður við syðri akbraut Miklubrautar milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar fram eftir degi.
Grafarvogsbúar fjölmenntu á fundinn
28.09.2017
Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.
Sigurlaug Sigurðardóttir setti inn hugmynd á Hverfið mitt
26.09.2017
Í framhaldi af hugmyndasöfnun meðal íbúa var í sumar settur upp Pétanque völlur við Gufunesbæ í Grafarvogi og er hann opinn öllum borgarbúum til æfinga. Völlurinn er sá fyrsti á Íslandi  sem er sérstaklega gerður fyrir pétanque og uppfyllir hann staðla sem keppnisvöllur 4x15 metrar hver braut.
Horft inn Grafarvoginn
25.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðar til íbúafundar um málefni Grafarvogs miðvikudaginn 27. september kl. 20.00 í Borgum, félags- og menningarmiðstöðinni Spönginni 43. Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni fyrir fundinn.
Stjörnuverið mun tengjast Perlunni. Myndin er ekki af fullhönnuðu mannvirki. Mynd: Landmótun.
15.09.2017
Stjörnuver sem tengist náttúrusýningu í Perlunni verður byggt í Öskjuhlíð. Breytt deiliskipulag heimilar einnig byggingu á nýjum hitaveitutanki norðaustan við Perluna.
Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á Fríkirkjuvegi. Mynd: Reykjavíkurborg.
14.09.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborginni.