Framkvæmdir

Hilmar Ágústsson forstjóri Skugga 4 og Dagur B. Eggertsson innsigla undirritaðan samning með handaband á reitnum í dag. Mynd: Reykjavíkurborg
22.06.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hilmar Ágústsson, forstjóri byggingarfélagsins Skugga 4, undirrituðu í dag samkomulag um uppbyggingu á  Útvarpsreitnum í Efstaleiti.
Hátíðarsvæði 17. júní og götulokanir
15.06.2017
Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar í Hljómskálagarðinum, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Við vekjum athygli á að aðliggjandi götur í kringum hátíðarsvæðið eru lokaðar frá kl. 7-19.  Um er að ræða eftirtaldar götulokanir: Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata, Bjarkargata, Skothúsvegur og Vonarstræti. Skálholtsstígur lokaður fyrir neðan Laufásveg. Bragagata lokuð fyrir neðan Fjólugötu og Fjólugata lokuð norðan við Bragagötu. Þá verða umferðartruflanir kl. 12.00 -13.30 á Laugavegi og í Lækjargötu vegna skrúðgangna og aksturs fornbíla.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Magnús B. Brynjólfsson formaður Samtaka aldraðra við undirritunina í dag. Mynd: Reykjavikurborg
14.06.2017
Samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag mun Byggingarsamvinnufélagið Samtök aldraðra byggja 60 íbúðir fyrir eldri borgara á reit Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð.
Gerð verður forgangsakrein fyrir Strætó við Rauðagerði en að auki verða lagðir hjólastígar og sett hljóðmön sem á að bæta hljóðvist íbúa við Rauðagerði. Mynd: Reykjavíkurborg.
14.06.2017
Framkvæmdir eru hafnar á Miklubraut við Rauðagerði. Forgangsakrein fyrir Strætó verður gerð frá núverandi biðstöð að rampa við Reykjanesbraut.
07.06.2017
Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag.  Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og fulltrúar lóðarhafa, Ingvi Jónasson hjá Klasa og Pétur Árni Jónsson hjá Heild, skrifuðu undir á einni af fjölmörgum nýjum byggingarlóðum.  Svæðið sem samkomulagið nær til er 273.000 fermetrar og er gert ráð fyrir að á þetta svæði geti komið 3 – 4.000 nýjar íbúðir.  Fyrirsjáanlegt er að á Ártúnshöfða verði eitt mesta uppbyggingarsvæðið í Reykjavík á næstu árum.
Frá uppbyggingu Búseta í Einholti. Myndin er tekin í maí á þessu ári. Mynd: Reykjavíkurborg.
06.06.2017
Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til 2020 var samþykkt í borgarstjórn í dag. 
18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.
Malbik lagt við Neshaga fyrir tveimur árum.  Mynd: Reykjavíkurborg
16.05.2017
Malbikunarframkvæmdir eru hafnar af fullum krafti í borginni og er ekki seinna vænna að byrja á verkefninu því meiri fjármunum verður varið til endurnýjunar malbiks á þessu ári en nokkru sinni áður.
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Hjólreiðastígur við Háskólann í Reykjavík í Öskjuhlíð. Mynd: Reykjavíkurborg
15.05.2017
Enn bætist við hjólreiðastígakerfið í borginni því í sumar verða um fimm og hálfur kílómetri af nýjum, sérstökum hjólreiðastígum lagðir víða um borgina.