Framkvæmdir

21.02.2017
Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 - 5.600. 
21.02.2017
Kynningarfundur um drög að reglum um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga 23. febrúar.
Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
18.02.2017
Skipulag og uppbygging í Elliðaárvogi og Ártúnshöfða ásamt fleiru verður kynnt kl. 17 í Ráðhúsinu miðvikudaginn 22. febrúar. Allir velkomnir
17.02.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.00.
Verið er að grafa á fullu fyrir grunni að nýrri byggingu við Hverfisgötu en á þessum reit munu rísa nær 40 íbúðir á næstu árum.
16.02.2017
Uppbygging hafin á Landsbankareit við Hverfisgötu.
15.02.2017
Á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar, verða umferðarljós á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Grafarvogi endurnýjuð.  Slökkt verður tímabundið á ljósunum eftir kl. 9.00 þegar morgunumferðin er að mestu gengin niður.
Uppdæling á fitu í frárennslisbrunni
10.02.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur aflar um þessar mundir heildstæðra upplýsinga um fituskiljur í matvælafyrirtækjum í Reykjavík og gerir kröfur um uppsetningu á slíkum búnaði þar sem þurfa þykir. Ástæða þessa er sú að í fráveitukerfi borgarinnar og í einstökum húsum hafa ítrekað komið upp vandamál sem rekja má til fitu frá matvælafyrirtækjum.    
Frá undirritun samstarfssamningsins í morgun. F.v. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
10.02.2017
Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Garðabær hafa undirritað samstarfssamning um undirbúning nauðsynlegs átaks í viðhaldi og endurbótum gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins.
Reykjavík
10.02.2017
Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að gera miðborg Reykjavíkur örugga fyrir íbúa og alla sem hana heimsækja.