Framkvæmdir

23.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti á morgun, föstudaginn 24. mars.  Um hádegi á fimmtudegi var fjöldi hugmynda um 800 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
23.03.2017
Í dag var byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík og er það samkvæmt áætlun um hreinsun. Fjölförnustu leiðirnar verða hreinsaðar fyrst en það eru allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og þær sópaðar og þvegnar.
21.03.2017
Miklar breytingar eru að verða á miðborg Reykjavíkur og í tengslum við HönnunarMars verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur um þróun byggðar í miðborginni.
Létt var yfir fólki við undirritunina að Móavegi í Grafarvogi. Frá vinstri eru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs.
20.03.2017
Í dag var skrifað undir viðurkenningu á úthlutun lóða til Bjargs íbúðafélags á vegum ASÍ og BSRB. Undirritunin fór fram að Móavegi í Grafarvogi en þar er gert ráð fyrir 120 íbúðum. Alls mun Bjarg byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulága á vinnumarkaði í samstarfi við Reykjavíkurborg. 
16.03.2017
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík gengur vel og hafa nú þegar um 500 hugmyndir skilað sér á vefsvæðið hverfidmitt.is, en það er hluti af vefnum Betri Reykjavík.  Hugmyndasöfnun líkur eftir viku, föstudaginn 24. mars.
16.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður til sérstaks íbúafundar um málefni miðborgarinnar þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
14.03.2017
Óskað er eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið felst í að endurskilgreina svæði sem ekki eru fastmótuð til framtíðar og auðga mannlíf borgarinnar.
Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir við Klambratún samhliða framkvæmdunum.
13.03.2017
Borgarráð hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdir við forgangsakrein fyrir strætó á Miklubraut á milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Þá verða einnig boðnar út framkvæmdir við strætóakrein á Miklubraut við Rauðagerði, frá göngubrú við Skeiðarvog til austurs að rampa að Reykjanesbraut.
Nokkuð vindasamt var þegar skrifað var undir samninginn um uppbyggingu á svæði 1 í Vogabyggð. Frá vinstri: Róbert Aron Róbertsson stjórnarmaður í Festi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Heimir Sigurðsson stjórnarformaður í Festi ehf.
10.03.2017
Uppbygging í Vogabyggð 1 á fullan skrið þar sem skrifað var undir samninga um byggingu 332 íbúða á svæðinu í dag.
Frakkastígsreitur séður frá Laugavegi. Mynd: Úti - Inni Arkitektar.
07.03.2017
Á svokölluðum Frakkastígsreit rísa nú nýjar byggingar en þar er verið að byggja 66 íbúðir og er rúmlega helmingurinn litlar tveggja herbergja íbúðir.