Framkvæmdir

20.01.2017
Meiri fjármunum verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra.
Myndin sýnir uppbyggingu í Einholti og Þverholti á vegum Búseta.
16.01.2017
Borgarráð ákvað á fundi sínum 12. janúar sl. að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
12.01.2017
Byggingafélag námsmanna mun byggja 250 – 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína á næstu árum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Byggingafélags námsmanna og Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þessa efnis.
06.01.2017
Nýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll og tekið í notkun í byrjun næsta árs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson,  forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis skrifuðu í gær undir samkomulag um uppbyggingu, framkvæmd og reksturs hússins.
Austurhöfn séð frá hafnarbakkanum. Mynd: PK arkitektar. Fjallað er um framkvæmdirnar í Austurhöfn í nýrri Borgarsýn.
20.12.2016
Sautjánda tölublaðið af tímaritinu Borgarsýn er komið út og er það þriðja tölublaðið sem kemur út á þessu ári. Borgarsýn kom fyrst út haustið 2011 en það er umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem gefur blaðið út.
14.12.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness skrifuðu í gær undir samning um sameiginlegan rekstur á nýju fimleikahúsi sem reist verður við hlið núverandi íþróttamannvirkja við Suðurströnd á Seltjarnarnesi.
Börnin skoða vélar
09.12.2016
Á sama tíma í fyrra var borgin á kafi í snjó "... gríðarleg hálka er á götum og gönguleiðum," sagði í frétt Reykjavíkurborgar 8. desember 2015 og að gera mætti ráð fyrir töfum á umferð, "það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann". Nú eru götur auðar en starfsfólk þjónustumiðstövar borgarlandsins er á vaktinni og reiðubúið þegar kallið kemur. Leikaskólabörn komu í heimsókn. 
08.12.2016
Sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í byrjun mánaðarins samninga um innleiðingu Borgarlínu – léttlesta- eða hraðvagnakerfis um höfuðborgarsvæðið.
08.12.2016
Lóð fyrir íbúðarhúsnæði að Hraunbæ 103A er nú auglýst á lóðavef Reykjavíkurborgar. Skipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni rísi íbúðir fyrir fólk sextíu ára eða eldra, sem þýðir að íbúðaeigendur og/eða leigutakar verða að hafa náð þeim aldri.
02.12.2016
Mikill samhljómur var á opnum fundi um loftslagsmál sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Á dagskrá fundarins var það nýjasta sem er að gerast í loftslagsmálum og grænum málum.