Atvinnumál

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu, mynd BEB
16.01.2017
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. 
07.01.2017
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn.Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, samþætting velferðarþjónustu og eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum.
08.12.2016
Lóð fyrir íbúðarhúsnæði að Hraunbæ 103A er nú auglýst á lóðavef Reykjavíkurborgar. Skipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni rísi íbúðir fyrir fólk sextíu ára eða eldra, sem þýðir að íbúðaeigendur og/eða leigutakar verða að hafa náð þeim aldri.
Ráðhús Reykjavíkur, mynd Ragnar Th.
05.12.2016
Höfuðborgarstofa hefur valið fyrirtækið Guide to Iceland (GTI) til samstarfs um rekstur sölu- og bókunarstarfsemi í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Fyrirtækið hefur samstarf við Höfuðborgarstofu þann 16. janúar 2017 en þá opnar Upplýsingamiðstöð ferðamanna á nýjum stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002.  
18.10.2016
Reykjavíkurborg hefur nú fjölgað vinnustöðum hjá borginni sem taka þátt í þeirri tilraun að stytta vinnuvikuna.
Sigurður Trausti Traustason og Markús Þór Andrésson
14.10.2016
Sigurður Trausti hefur verið ráðinn deildarstjóri safneignar og rannsókna og Markús Þór deildarstjóri sýninga og miðlunar. Þeir hefja störf 1. janúar 2017. Í haust samþykkti menningar og ferðamálaráð nýtt innra skipurit Listasafns Reykjavíkur. Það felur í sér endurskoðað hlutverk og sameiningu deilda innan safnsins. Liður í innleiðingu nýs skipurits var ráðning tveggja nýrra deildarstjóra.
14.10.2016
Metár eru framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem bæta úr brýnni þörf á húsnæðismarkaði.  Áætlað er að á höfuðborgarsvæðinu vanti um 5.100 íbúðir til að mæta þörf og þar af eru  um 3.300 í Reykjavík. Þetta kom fram á vel sóttum uppbyggingarfundi í Ráðhúsinu nú í morgun.
14.10.2016
Greining á stöðu og horfum á fasteignamarkaði sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg var kynnt á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun þar sem fjallað var um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
12.10.2016
Á föstudag býður borgarstjóri til opins málþings í Ráðhúsi Reykjavíkur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Kynnt verður samstarf í húsnæðismálum, sem og áherslur Reykjavíkurborgar til að mæta óskum íbúa og þörf fyrir húsnæði.
05.10.2016
Fyrstu hugmyndir að nýju hverfisskipulagi fyrir borgarhlutann Árbæ verða kynntar á íbúafundi í Árbæjarskóla þriðjudaginn 11. október kl. 19.30 – 21.00 og kallað verður eftir athugasemdum íbúa við þær.  Hugmyndirnar eru unnar af ráðgjafateymi arkitekta, skipulagfræðinga, verkfræðinga og fl. og byggja á fyrri hugmyndavinnu með íbúum. Stuðst verður við líkön af Árbænum, unnið af skólakrökkum úr hverfinu, til að taka skilmerkilega á móti ábendingum íbúa.