Atvinnumál

Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
21.02.2017
Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 - 5.600. 
17.02.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.00.
15.02.2017
Opnað verður fyrir umsóknir um götu- og torgsölu miðvikudaginn 15. mars kl. 9:00 á „mínum síðum” á vef Reykjavíkurborgar. Ekki er mögulegt að sækja um fyrir þann tíma.
08.02.2017
Gróska, nýtt hugmyndahús í Vatnsmýri sem ætlað er að verða suðupottur nýsköpunar  og samstarfs háskóla og atvinnulífs, rís á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á næstu misserum. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingunni í dag að viðstöddu fjölmenni.
25.01.2017
Á RÚV-reit við Efstaleiti er hafin uppbygging 360 íbúða hverfis, en gatnagerð og lagnavinna hófst þar í nóvember.  Lágaleiti og Jaðarleiti eru tvær nýjar götur sem byggðar verða upp með tilheyrandi lögnum.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu, mynd BEB
16.01.2017
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. 
07.01.2017
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn.Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, samþætting velferðarþjónustu og eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum.
08.12.2016
Lóð fyrir íbúðarhúsnæði að Hraunbæ 103A er nú auglýst á lóðavef Reykjavíkurborgar. Skipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni rísi íbúðir fyrir fólk sextíu ára eða eldra, sem þýðir að íbúðaeigendur og/eða leigutakar verða að hafa náð þeim aldri.
Ráðhús Reykjavíkur, mynd Ragnar Th.
05.12.2016
Höfuðborgarstofa hefur valið fyrirtækið Guide to Iceland (GTI) til samstarfs um rekstur sölu- og bókunarstarfsemi í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Fyrirtækið hefur samstarf við Höfuðborgarstofu þann 16. janúar 2017 en þá opnar Upplýsingamiðstöð ferðamanna á nýjum stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002.