Atvinnumál

Ferðamenn í miðborginni
14.11.2017
Hvert skal stefnt? er yfirskrift opins fundar um hótel, íbúðahótel og heimagistingu í Reykjavík sem hverfisráð og íbúasamtök Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, ásamt borgarstjóra, standa fyrir. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, miðvikudaginn 15. nóvember, kl. 17 – 18.30.
Ferðamenn eru komnir til að vera
11.10.2017
Hvert skal stefnt? er yfirskrift opins fundar um hótel, íbúðahótel og heimagistingu í Reykjavík  sem hverfisráð og íbúasamtök Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, ásamt borgarstjóra, standa fyrir.  Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn  15. nóvember kl. 17 – 18.30. (Frétt uppfærð 17. október vegna frestunar fundarins til 15. nóvember > sjá nánari upplýsingar á reykjavik.is/gisting 
Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
06.10.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9  - 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.  Allir eru velkomnir.  
Stúdentaíbúðir í Brautarholti. Mynd: Reykjavíkurborg
05.10.2017
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Íslensk handrit
03.10.2017
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag heildstæða málstefnu fyrir Reykjavíkurborg  í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Stefnan nær til birtingar texta og annars efnis, málnotkunar, notkunar íslensks punktaleturs og auðlesins efnis og réttar íbúa af erlendum uppruna til samskipta við borgarstofnanir á móðurmáli sínu. 
Skrifað undir viljayfirlýsingu um athafnasvæði Björgunar
18.08.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson framkvæmdastjóri Björgunar  skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þess efnis að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Vilyrði fyrir lóð er í samræmi við samþykkt borgarráðs.
Toppstöðin - túrbínusalur
17.08.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að auglýsa eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðvarinnar við Elliðaárdal.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri skrifuðu undir samkomulagið
18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.
""
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Reykjavíkurborg - Vinnuskóli Reykjavíkur
05.05.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að hækka laun nemenda við Vinnuskóla Reykjavíkur um 30%.