Atvinnumál

Skrifað undir viljayfirlýsingu um athafnasvæði Björgunar
18.08.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson framkvæmdastjóri Björgunar  skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þess efnis að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Vilyrði fyrir lóð er í samræmi við samþykkt borgarráðs.
Toppstöðin - túrbínusalur
17.08.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að auglýsa eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðvarinnar við Elliðaárdal.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri skrifuðu undir samkomulagið
18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.
""
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Reykjavíkurborg - Vinnuskóli Reykjavíkur
05.05.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að hækka laun nemenda við Vinnuskóla Reykjavíkur um 30%.
""
03.05.2017
Umtalsverð fjölgun íbúða og þjónustuhúsnæðis er fyrirhuguð við ofanverðan Laugaveg á athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt.  Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 – 350 íbúðir.
Vesturbugt í Reykjavík - samið um uppbyggingu
18.04.2017
Í dag var skrifað undir samning um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík.  Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði.
Vesturbugt við gömu höfnina í Reykjavík
06.04.2017
Samningur um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík var samþykktur í borgarráði í dag.  Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði.
Reykjavíkurborg fjölmiðlafundur
04.04.2017
Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt á fjölmiðlafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag sem róttæk, félagsleg og stórhuga. Þar kom fram að byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir eru komnar á framkvæmdastig í borginni og fjölgar hratt. Að auki liggja fyrir í staðfestu skipulagi byggingarsvæði fyrir aðrar 2.500 íbúðir og þá eru um 4.000 íbúðir í formlegu skipulagsferli. Auk þess eru svæði fyrir tæplega 10.000 íbúðir í þróun.
Fógetagarður er sólríkur og skjólsæll staður í hjarta miðborgarinnar.
03.04.2017
Matarmarkaður í Fógetagarði verður með breyttu sniði í sumar því veitingavagnar fá að vera með í þeirri lifandi stemningu sem myndast hefur undanfarin ár. Í sumar verður boðið uppá aðstöðu fyrir veitingavagna á torginu frá  15. maí - 31. ágúst og mun Torg í biðstöðu verkefni Reykjavíkurborgar hafa umsjón með svæðinu og búa til umgjörð um matarmarkaðinn.