Stjórnsýsla

Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
21.02.2017
Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 - 5.600. 
17.02.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.00.
15.02.2017
Opnað verður fyrir umsóknir um götu- og torgsölu miðvikudaginn 15. mars kl. 9:00 á „mínum síðum” á vef Reykjavíkurborgar. Ekki er mögulegt að sækja um fyrir þann tíma.
09.02.2017
Borgarráð hefur samþykkt ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra á Akranesi, í stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Ráðhús í vetrarbúniningi.
30.01.2017
Tíu umsækjendur voru um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, en umsóknarfrestur rann út 23. janúar síðastliðinn.
Samráðsvefurinn betrireykjavik.is og íbúakosningar um verkefni í hverfum Hverfið mitt lentu í 2. - 3. sæti hjá Green Digital Charter.
27.01.2017
Íbúasamráðsvefurinn Betri Reykjavík og íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt voru tilnefnd sem eitt af þremur efstu verkefnunum af 14 sem gætu unnið Green Digital Charter verðlaunin í flokknum Íbúaþáttaka og áhrif á samfélagið (Citizen participation and impact on society.)
12.01.2017
Byggingafélag námsmanna mun byggja 250 – 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína á næstu árum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Byggingafélags námsmanna og Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þessa efnis.
09.01.2017
Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur fór fram í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag.  
Stefán Eiríksson
22.12.2016
Borgarráð samþykkti í dag að ráða Stefán Eiríksson í starf borgarritara. Stefán hefur starfað sem sviðsstjóri velferðarsviðs frá 1. september 2014 en hann hafði áður starfað sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2007. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans.