Stjórnsýsla

Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg
28.04.2017
Reykjavíkurborg birti í dag fjárhagssupplýsingar úr bókhaldi A-hluta Reykjavíkurborgar í opnu og ósíuðu gagnaformi á vefnum opingogn.is. Þetta er í samræmi við samþykkta upplýsingastefnu borgarinnar sem tilgreinir að sem flest gögn borgarinnar skuli vera opin og gagnsæ.
Vesturbugt í Reykjavík - samið um uppbyggingu
18.04.2017
Í dag var skrifað undir samning um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík.  Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg.
08.04.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur sent samúðarkveðjur til borgarstjórans í Stokkhólmi, Karin Wanngård, vegna hryðjuverksins sem var framið þar í gær þegar maður ók vörubíl inn í verslunarmiðstöð. Fjórir létust í árásinni og 12 slösuðust. Þar af er níu alvarlega slasaðir.
Arna Schram
06.04.2017
Borgarráð hefur samþykkt ráðningu Örnu Schram í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Staða sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs var auglýst laus til umsóknar þann 25.febrúar sl. og rann umsóknarfrestur út þann 13. mars sl. Alls bárust 25 umsóknir, 6 umsækjendur drógu umsókn sína tilbaka og úrvinnsla fór því fram á 19 umsóknum
Borgarstjórn fundar í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
04.04.2017
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisnefndar um gera breytingar á samþykkt um kjörum og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. Með ákvörðuninni afsala borgarfulltrúar sér launahækkun samkvæmt úrskurði Kjararáðs ríkisins um hækkun þingfararkaups auk þess sem laun þeirra eru aftengd framtíðarákvörðunum ráðsins en laun kjörinna fulltrúa hafa miðast við 78,82% af þingfararkaupi.
Hverfissjóður Reykjavíkur
04.04.2017
Hverfissjóður Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, en  styrkir eru veittir til verkefna sem að stuðla að bættu mannlífi, eflingu félagsauðs, fegurri ásýnd borgarhverfa og stuðla að auknu öryggi eða efla samstarf íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja við borgarstofnanir.
Reykjavíkurborg fjölmiðlafundur
04.04.2017
Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt á fjölmiðlafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag sem róttæk, félagsleg og stórhuga. Þar kom fram að byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir eru komnar á framkvæmdastig í borginni og fjölgar hratt. Að auki liggja fyrir í staðfestu skipulagi byggingarsvæði fyrir aðrar 2.500 íbúðir og þá eru um 4.000 íbúðir í formlegu skipulagsferli. Auk þess eru svæði fyrir tæplega 10.000 íbúðir í þróun.
Hafnarbolti í Reykjaík - Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt.
30.03.2017
Hugmyndasöfnun á vefnum hverfidmitt.is gekk vonum framar en alls bárust 1.080 hugmyndir og er nýtt met. Síðast bárust 915 hugmyndir og þar áður voru þær 597 talsins.
Fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar haldinn í Iðnó
27.03.2017
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar efnir til opins fundar sem haldinn verður í Iðnó á morgun. Yfirskriftin er Íbúalýðræði - er það eitthvað ofan á brauð?
16.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður til sérstaks íbúafundar um málefni miðborgarinnar þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.