Stjórnsýsla

Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styrkja söfnun vegna hamfaranna á Grænlandi um fjórar milljónir. Mynd: Reykjavíkurborg.
22.06.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra að veita landssöfnun Hjálparstarfs Kirkjunnar og Grænlandsvina fjögurra milljóna króna styrk vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi 18. júní sl.
Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samkomulagið. Mynd: Reykjavíkurborg.
21.06.2017
Reykjavíkurborg hefur gert samkomulag við Bandalag íslenskra skáta (BÍS) varðandi World Scout Moot sem haldið verður á Íslandi nú í sumar. Er það langstærsti viðburður sem íslenska skátahreyfingin hefur tekið að sér.
Þóun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg
09.06.2017
Kynbundinn launamunur minnkaði á milli áranna 2014 og 2015 úr 3,2% í 2,4% hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar á hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4%  á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg um kynbundinn launamun 2015 og áhrif breytinga á starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar á þann mun.
Ingvi Jónasson hjá Klasa, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Pétur Árni Jónsson hjá Heild
07.06.2017
Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag.  Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og fulltrúar lóðarhafa, Ingvi Jónasson hjá Klasa og Pétur Árni Jónsson hjá Heild, skrifuðu undir á einni af fjölmörgum nýjum byggingarlóðum.  Svæðið sem samkomulagið nær til er 273.000 fermetrar og er gert ráð fyrir að á þetta svæði geti komið 3 – 4.000 nýjar íbúðir.  Fyrirsjáanlegt er að á Ártúnshöfða verði eitt mesta uppbyggingarsvæðið í Reykjavík á næstu árum.
Tillögur um legu Borgarlínu verða kynntar í dag. Mynd: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
07.06.2017
Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu verða kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í Salnum í Kópavogi kl. 15 í dag.
Frá uppbyggingu Búseta í Einholti. Myndin er tekin í maí á þessu ári. Mynd: Reykjavíkurborg.
06.06.2017
Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til 2020 var samþykkt í borgarstjórn í dag. 
04.06.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, samúðarkveðju vegna voðaverkanna sem framin voru þar í borg í gærkvöldi. 
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og  James Kenney, borgarstjóri Philadelphiuborgar
01.06.2017
Borgarstjóri Philadelphiuborgar, James Kenney, er nú staddur í Reykjavík í opinberri heimsókn í boði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.  Heimsóknin er í beinu framhaldi af opinberu boði borgarstjóra Reykjavíkur til Philadelphiu fyrr í vikunni.
29.05.2017
Opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar verður haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 14:00 í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri skrifuðu undir samkomulagið
18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.