Stjórnsýsla

12.01.2017
Byggingafélag námsmanna mun byggja 250 – 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína á næstu árum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Byggingafélags námsmanna og Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þessa efnis.
09.01.2017
Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur fór fram í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag.  
Stefán Eiríksson
22.12.2016
Borgarráð samþykkti í dag að ráða Stefán Eiríksson í starf borgarritara. Stefán hefur starfað sem sviðsstjóri velferðarsviðs frá 1. september 2014 en hann hafði áður starfað sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2007. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans.
Mynd af Perlunni
21.12.2016
Frá og með 1. janúar 2017 mun mannréttindakskrifstodfa hætta að bjóða upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur en þjónustunni verður áfram sinnt á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur sent Michael Müller borgarstjóra í Berlín samúðarskeyti vegna hinna voveiflegu atburða þar í gærkvöldi.
20.12.2016
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík hefur sent Michael Müller borgarstjóra í Berlín samúðarskeyti vegna atburðarins á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöldi þar sem fjöldi fólk lést eða slasaðist alvarlega.
Guðný Maren Valsdóttir og Róbert Bjarnason hjá Íbúum ses á árlegum fundi NT100.
16.12.2016
Samfélagsvefurinn Betri Reykjavík hefur verið valin í NT100 og er þar með komin í félagsskap hundrað nýrra tæknilausna sem taldar eru stuðla að jákvæðum félagslegum breytingum í heiminum.
Ráðhús Reykjavíkur
15.12.2016
Reykjavíkurborg hefur birt nákvæmar upplýsingar um útgjöld og tekjur fagsviða og miðlægrar stjórnsýslu á vefnum.
Reykjavíkurborg opnar vefsvæði á morgun þar sem almenningur getur skoðað ítarlegar fjármálaupplýsingar borgarinnar.
14.12.2016
Reykjavíkurborg mun á morgun, fimmtudaginn 15. desember, opna svæði á vef borgarinnar þar sem hægt verður að fá nákvæmar upplýsingar um útgjöld og tekjur fagsviða og miðlægrar stjórnsýslu.
14.12.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness skrifuðu í gær undir samning um sameiginlegan rekstur á nýju fimleikahúsi sem reist verður við hlið núverandi íþróttamannvirkja við Suðurströnd á Seltjarnarnesi.
09.12.2016
Sautján umsóknir bárust um starf borgarritara en umsóknarfrestur rann út 5. desember.