Stjórnsýsla

16.03.2017
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík gengur vel og hafa nú þegar um 500 hugmyndir skilað sér á vefsvæðið hverfidmitt.is, en það er hluti af vefnum Betri Reykjavík.  Hugmyndasöfnun líkur eftir viku, föstudaginn 24. mars.
16.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður til sérstaks íbúafundar um málefni miðborgarinnar þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Í heimsókn á leikskólanum Grænuborg.
15.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið úr Ráðhúsinu í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar, Hlíða sem staðsett er að Laugavegi 77. Verður borgarstjóri þar út þessa viku. Þriðjudaginn 21. mars verður síðan haldinn íbúafundur með borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhússins. 
Börn í prófum. Pisa niðurstöður henta ekki til að meta hæfni einstaklinga heldur er þeim ætlað að meta menntakerfið í heild sinni segir í umsögn Menntamálastofnunar.
08.03.2017
Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær tillögu Sjálfstæðismanna um að niðurstöður PISA- könnunar frá 2015 yrðu sundurgreindar með árangri sérhvers skóla í borginni í einstökum greinum; þ.e. lesskilningi, náttúruvísindum og stærðfræði í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.
SR íshokkí iðkendur
06.03.2017
Kjöraðstæður  voru til frístundar - og íþróttaiðkunar utandyra um helgina í Reykjavík og var Rauðavatnið vel nýtt til þess konar iðju. 
Heimsókn borgarstjórnar til Akureyrar í mars í fyrra. ( Mynd Ragnar Hólm)
03.03.2017
Í dag föstudaginn 3. mars 2017 mun bæjarstjórn Akureyrar koma í heimsókn í Ráðhús Reykjavíkur og funda með borgarstjórn. Þetta er í fjórða sinn sem sameiginlegur fundur þessara tveggja sveitarfélaga er haldinn, borgarfulltrúar hafa farið til Akureyrar tvisvar sinnum og bæjarfulltrúar koma nú í heimsókn til höfuðborgarinnar í annað sinn á sameiginlegan fund.  
03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.
24.02.2017
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs.
24.02.2017
Fullt var út úr dyrum á fundi borgarstjóra um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundinum sem haldinn var í gærkvöldi í Gerðubergi var einnig streymt á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar og horfðu margir á hann þar.
23.02.2017
Óskað er eftir tilnefningum til aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2017. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um gott aðgengi fatlaðs fólks í Reykjavík.