Betri hverfi

Samráðsvefurinn betrireykjavik.is og íbúakosningar um verkefni í hverfum Hverfið mitt lentu í 2. - 3. sæti hjá Green Digital Charter.
27.01.2017
Íbúasamráðsvefurinn Betri Reykjavík og íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt voru tilnefnd sem eitt af þremur efstu verkefnunum af 14 sem gætu unnið Green Digital Charter verðlaunin í flokknum Íbúaþáttaka og áhrif á samfélagið (Citizen participation and impact on society.)
Guðný Maren Valsdóttir og Róbert Bjarnason hjá Íbúum ses á árlegum fundi NT100.
16.12.2016
Samfélagsvefurinn Betri Reykjavík hefur verið valin í NT100 og er þar með komin í félagsskap hundrað nýrra tæknilausna sem taldar eru stuðla að jákvæðum félagslegum breytingum í heiminum.
19.11.2016
Íbúar í Reykjavík völdu 112 verkefni til framkvæmda á næsta ári í kosningunum Hverfið mitt, sem lauk aðfararnótt fimmtudags.  Mun fleiri tóku þátt nú en áður og er um 30% auking frá því síðast. Heildarfjöldi kjósenda nú var 9.292 en í fyrra auðkenndu sig 7.103 íbúar.
17.11.2016
Í dag er síðasti dagur til að kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar, en kosið er á vefnum kosning.reykjavik.is. Kosningum lýkur á miðnætti.
15.11.2016
Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í kosningum um framkvæmdir og nú á vefnum kosning.reykjavik.is. Í fyrra tóku 7.103 íbúar þátt og því bara spurning hve glæsilega það met verður slegið, en enn eru tveir dagar til stefnu.
11.11.2016
Í dag höfðu um 5.700 íbúar kosið um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og þar sem enn eru nokkrir dagar til stefnu má búast við að fyrri met verði slegin. Síðast var kosningaþátttakan 7,3% og í gær var hún komin í  5,6% þó enn væri vika til stefnu. Síðasti dagur til að kjósa er fimmtudagurinn 17. nóvember og er kosið á vefnum kosning.reykjavik.is
03.11.2016
Í dag opnaði kosningavefur fyrir framkvæmdir í hverfum borgarinnar og er það í fimmta sinn sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum með beinum hætti. Framkvæmdafé er 450 milljónir króna eða 50% hærra en í fyrri kosningum.
10.06.2016
Hugmyndasöfnun á Betri Reykjavík vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna lýkur miðvikudaginn 15. júní og því  fer hver að verða síðastur til að láta ljós sitt skína.   
03.06.2016
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna á Betri Reykjavík fer vel af stað, en í fyrstu viku hennar voru settar inn um 300 hugmyndir. Hugmyndasöfnuninni lýkur 15. júní og því hafa íbúar enn svigrúm til að setja inn hugmyndir.   
23.05.2016
„Hverfið mitt“ verður opnað á miðvikudag, en þar geta íbúar sett inn hugmyndir að nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í Reykjavík.  Íbúar geta sett inn hugmyndir sínar á vefsvæðið betrireykjavik.is fyrir 15. júní.