Heilbrigðiseftirlit

Mynd úr safni/gh
06.01.2017
Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík vill árétta að heimagisting gegn endurgjaldi er starfsleyfisskyld starfsemi eins og áður.
05.01.2017
Innköllun á enoki sveppum frá Suður-Kóreu vegna þess að þeir geta innihaldið Listeria monocytogenes segir í Fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
28.12.2016
Mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum. Hægt er að setja allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni í sérmerkta poka. Einnig er hægt að skila úrgangi á endurvinnslustöðvar SORPU
Brenna
28.12.2016
Svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum gæti orðið veruleikinn fyrstu klukkustundir nýs árs bæði vegna veðurskilyrða og magns innfluttra flugelda.
Nagladekk
16.12.2016
Borgarbúar eru hvattir til að velja góð vetrardekk í stað nagladekkja til að draga úr svifryksmengun. Vetrarþjónusta í borginni er góð en umhverfis- og skipulagsráð telur mikilvægt er að fara í forvirkar aðgerðir svo sem fræðslu vegna notkunar nagladekkja og afleiðingar á gatnakerfi. Gæði malbiks sem lagt er í Reykjavík eru mikil. 
25.11.2016
Þjónusta í heimahúsum, þ.á.m. húðflúrun á andliti á augnlínu, varalínu eða augabrúnum er starfsleyfisskyld. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fólk til að ganga úr skugga um að leyfisskyld þjónusta sé með gilt starfsleyfi.
15.11.2016
Myllan hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að fyrirtækið hefur innkallað ákveðnar súkkulaðitertur þar sem aðskotahlutur (glerbrot) fannst í einni tertu.
01.11.2016
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Líklegt er að styrkur svifryks (PM10) fari í dag, 1. nóvember, yfir sólarhringsmörk skv. mælingum við Grensásveg.
13.10.2016
Ichoc „Milkless“ súkkulaði hefur verið innkallað vegna villandi merkinga
Áslaug Briem verkefnisstjóri gæðamála Vakans afhendir Karen Maríu viðurkenningu Vakans sl. föstudag. Mynd BEB.
24.08.2016
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti hefur lokið innleiðingu Vakans en auk gæðavottunar þá hlýtur miðstöðin brons í umhverfisþætti Vakans. Upplýsingamiðstöðin uppfyllir 91,3% af almennu viðmiðunum og 100% af sértæku viðmiðunum Vakans sem má teljast glæsilegur árangur.