Heilbrigðiseftirlit

28.04.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vekur athygli á skyldu hundaeigenda að þrífa upp eftir hunda sína og einnig taumskyldu á göngustígum borgarinnar.
Reykjavíkurborg - ástæða til að fylgjast með loftgæðum næstu daga.
27.03.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til.
17.03.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Svifryk er fremur hátt í dag.
09.03.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill koma eftirfarandi leiðréttingum og athugasemdum á framfæri í tilefni af umfjöllun sem birst hefur á heimasíðu Félags ábyrgra hundaeigenda (FÁH)
Bíll á hvolfi í Heiðmörk.
01.03.2017
Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki vegi á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Vegir eru varasamir og hætta á slysum. 
Full ástæða til að fylgjast með loftgæðum næstu daga.
01.03.2017
Í dag, 1. mars, fór styrkur brennisteinsvetnis yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Mengunin er að berast frá jarðhitavirkjununum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Líklegt er að vegna veðuraðstæðna verði styrkur áfram hár í dag og næstu daga og því full ástæða til að fylgjast með loftgæðum.
Hljóðstyrkur í bíó er nær undantekningalaust í lagi samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur mælt hann reglulega í kvikmyndahúsum borgarinnar.
17.02.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur framkvæmir hljóðmælingar á einstökum kvikmyndum í bíósölum borgarinnar. Hljóðstig hefur nánast undantekningalaust verið undir hávaðamörkum.
Fita og matarúrgangur sest innan í lagnir en frárennsliskerfinu í Reykjavík er alls ekki ætlað að taka við og ferja malaðar matarleifar. Heilbrigðiseftlrlitið er því á móti notkun eldhúskvarna í vöskum.
14.02.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að fráveitukerfinu sé ekki ætlað að ferja malaðar matarleifar og leggst því alfarið á móti eldhúskvörnum í vöskum.
Uppdæling á fitu í frárennslisbrunni
10.02.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur aflar um þessar mundir heildstæðra upplýsinga um fituskiljur í matvælafyrirtækjum í Reykjavík og gerir kröfur um uppsetningu á slíkum búnaði þar sem þurfa þykir. Ástæða þessa er sú að í fráveitukerfi borgarinnar og í einstökum húsum hafa ítrekað komið upp vandamál sem rekja má til fitu frá matvælafyrirtækjum.    
10.02.2017
Nauðsynlegt er að þeir sem halda hænur í þéttbýli gæti þess að þær fari ekki á flakk.