Heilbrigðiseftirlit

Innköllun á tómatsósu
09.08.2017
Rema1000 tómatsósa hefur verið innkölluð vegna ofvaxtar mjólkursýrubaktería og gerjunar á vörunni samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. 
Tæki sem mælir svifryk við Grensásveg.
25.07.2017
Tækið sem mælir svifryk (PM10) við Grensásveg, í loftgæðamælistöð á vegum Umhverfisstofnunar er komið í lag og aftur hægt að fylgjast með loftgæðum á vefnum.
Myndi af tjörn í Fossvogi.
25.07.2017
Grafarlækur gæti tekið grænan lit í vikunni en setja á lit í lagnir til að rekja mengunina. Efnið er skaðlaust og eyðist í náttúrunni á innan við sólarhring.
Gestus pasta
19.07.2017
Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á Gestus Pastasauce Classico pastasósu.
Mengun í Grafarvogi
18.07.2017
Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog. Fólki er ekki talin stafa hætta af olíumenguninni en nokkur sjón- og lyktarmengun er á svæðinu. Fylgst verður vandlega með menguninni áfram. Ekki hefur tekist að finna hvaðan mengunin kemur en starfsmenn Veitna ohf. vinna nú hörðum höndum við að reyna að rekja mengunina. Að mati Slökkviliðsins virðist ekki um mikla olíumengun að ræða.
Reykjavíkurborg - Nauthólsvík
18.07.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ráðleggur sjósundsfólki, siglingafólki og öðrum að vera ekki nærri dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól í dag og á morgun þar sem stöðvarnar eru á yfirfalli, sjá tilkynningu frá Veitum.
Grafarvogur
17.07.2017
Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi og eru starfsmenn Heilbrigðiseftilits Reykjavíkur og Veitna ohf. að störfum í Grafarvogi.
Reykjavíkurborg - Faxaskjól
17.07.2017
Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí 2017, munu Veitur ohf. halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöð við Faxaskjól.
Reykjavíkurborg - Nauthólsvík
16.07.2017
Mælingar við Nauthólsvík sýna verulega lækkun saurkólígerlamengunar og eru gildi nú undir viðmiðunarmörkum.  Mælingar í lóni við Ylströndina eru lág og vel innan marka sem sett eru um baðstaði í náttúrunni.
Reykjavíkurborg - Nauthólsvík
14.07.2017
Bráðabirgðaniðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær eru í samræmi við niðurstöður undanfarinna daga en athygli vekur há gerlatala í Nauthólsvík.