Mannlíf

Handhafar Fjöruverðlaunanna 2017 ásamt Degi B. Eggertssyni í Höfða í dag. F.v. Steinunn G. Helgadóttir sem hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Raddir úr húsi loftskeytamannsins, Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir sem hlutu verðlaun fyrir barnabókina Íslandsbók barnanna í flokki barnabókmennta og Steinunn Sigurðardóttir sem hlaut verðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Heiða - fjalldalabóndinn.
19.01.2017
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða 19. janúar 2017. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt og í þriðja sinn síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna. 
18.01.2017
Sýning á myndskreytingum í 33 bókum sem komu út á árinu 2016 verður opnuð í Gerðubergi sunnudaginn 22. janúar. 
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu, mynd BEB
16.01.2017
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. 
Borgarleikhúsið
13.01.2017
Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 11. janúar 1897. Félagið er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins.
10.01.2017
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, fimmtudaginn 12. janúar kl. 17.00. Hrina: Vídeóverk úr safneign og sýningin Fantagóðir minjagripir í D-sal eftir Önnu Hrund Másdóttur.
10.01.2017
On Thursday, January 12th at 17h00, two exhibitions will open at Reykjavík Art Museum – Hafnarhús; Bout: Video Works from the Collection and Fantastic Souvenirs in Gallery-D by Anna Hrund Másdóttir.
09.01.2017
Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur fór fram í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag.  
07.01.2017
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn.Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, samþætting velferðarþjónustu og eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum.
06.01.2017
Nýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll og tekið í notkun í byrjun næsta árs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson,  forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis skrifuðu í gær undir samkomulag um uppbyggingu, framkvæmd og reksturs hússins.
05.01.2017
Alþjóðlegur dagur fíflagangs (International Silly Walk Day) er á laugardag og eru Íslendingar með í fyrsta sinn. Fíflagangbrautarmerki verður sett upp í Vonarstræti af þessu tilefni og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitssemi og taka allri fífldirfsku með stóískri ró.