Mannlíf

Horft inn Grafarvoginn
25.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðar til íbúafundar um málefni Grafarvogs miðvikudaginn 27. september kl. 20.00 í Borgum, félags- og menningarmiðstöðinni Spönginni 43. Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni fyrir fundinn.
Alls konar hugmyndir eiga heima á Sköpunartorgi
21.09.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að Reykjavíkurborg taki til reynslu að bjóða upp á tilraunasvæði á vef borgarinnar, www.reykjavik.is, svo kallað Sköpunartorg. Um er að ræða framsækið lýðræðisverkefni þar sem tilraunasvæðið nýtist fyrir samráð og fjármögnun ýmissa verkefna.
Borgarstjórn Reykjavíkur
19.09.2017
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. 
Myndin sýnir Spennustöðina við Austurbæjarskóla.
14.09.2017
Íbúasamtökin Heil brú standa í vetur fyrir framandi og skemmtilegum uppákomum í Spennustöðinni, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar við Austurbæjarskóla.
Louisa Matthíasdóttir: Calm at Kjarvalsstaðir.
13.09.2017
The last day of the exhibition Calm at Reykjavík Art Museum, Kjarvalsstaðir, is Sunday, 17 September. The exhibition spans the whole career of Louisa Matthíasdóttir (1917-2000), paintings oftend described by their clear light and brilliant color.
Louisa Matthíasdóttir: Kyrrð á Kjarvalsstöðum.
13.09.2017
Sýningunni Kyrrð, með verkum listakonunnar Louisu Matthíasdóttur (1917-2000), lýkur sunnudaginn 17. september á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri gefst til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag.
Svæðið verður deiliskipulagt með alhliða samgöngumiðstöð í huga
08.09.2017
Efnt verður til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar þar sem BSÍ er núna og á nærliggjandi svæði. Gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð áætlanaleiða út á land og flugrútu.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrita samning um uppbyggingu  íþróttamannvirkja.
08.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrituðu í dag samning um uppbyggingu  íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal.  Þau eiga að þjóna íbúum Grafarholts og  Úlfarsárdals og verða samtengd menningarmiðstöð, almenningsbókasafni og sundlaug hverfisins.
Hjólreiðakappar í keppninni Wow Tour of Reykjavík 2016
07.09.2017
Truflun verður á umferð fyrir hádegi laugardaginn 9.september og sunnudaginn 10.september. Bílstjórar eru hvattir til að kynna sér vel lokanir á tourofreykjavik.is.
Minningarmarkið stendur á leiði Elku í Hólavallagarði
07.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði minningarmark til heiðurs Elku Björnsdóttur verkakonu, við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu, í dag á fæðingardegi hennar 7. september.