Mannlíf

23.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti á morgun, föstudaginn 24. mars.  Um hádegi á fimmtudegi var fjöldi hugmynda um 800 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
23.03.2017
Í dag var byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík og er það samkvæmt áætlun um hreinsun. Fjölförnustu leiðirnar verða hreinsaðar fyrst en það eru allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og þær sópaðar og þvegnar.
Borgarstjórn
21.03.2017
Borgarstjórnarfundur verður haldinn í dag klukkan 14.00.  
21.03.2017
Miklar breytingar eru að verða á miðborg Reykjavíkur og í tengslum við HönnunarMars verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur um þróun byggðar í miðborginni.
Reykjavík
20.03.2017
Á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst, eða sem næst þeim degi  á ári hverju, eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og snyrtilegar þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsalóðir. Í ár verður í fyrsta sinn leitað eftir hugmyndum frá íbúum og hverfisráðum við val á húsum og lóðum sem þykja verðskulda að fá Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Friðarsúlan í Viðey
20.03.2017
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.
Imagine Peace Tower in Viðey island.
20.03.2017
The Imagine Peace Tower in Viðey island will be illuminated Monday, 20 March, the day Yoko Ono and John Lennon got married in 1969. 
Stoltir sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni í Breiðholti
20.03.2017
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti er árviss viðburður í hverfinu. Keppnir voru haldnar í öllum 7. bekkjum hverfisins fyrr í vetur og lokahátíðin var síðan haldin í Seljakirkju fimmtudaginn 16. mars. Þar lásu tíu nemendur, tveir frá hverjum skóla í Breiðholti, og stóðu sig öll afskaplega vel. Dómnefnd valdi Karl Ými Jóhannesson úr Seljaskóla sem sigurvegara. Í 2. og 3. sæti urðu þær Hafrún Arna Jóhannsdóttir og Aldís Lóa Benediktsdóttir, báðar úr Hólabrekkuskóla. Milli atriða sungu nemendur úr Breiðholti og spiluðu á hljóðfæri.
Kosningar í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar
17.03.2017
Auglýst er eftir framboðum í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar. Framboðsfrestur rennur út 25. mars 2017, sama dag og fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar fer fram. Þátttakendur þingsins öðlast rétt til þess að kjósa fulltrúa í Fjölmenningarráð Reykjavíkur.
16.03.2017
Reykjavíkurborg leigir út um átta hundruð matjurtagarða til íbúa. Þeir verða opnaðir í byrjun maí ef veður leyfir, en hægt er að sækja um þá núna.