Mannlíf

Sumar í Árbæjarsafni
20.07.2017
Sunnudaginn 23. júlí  býðst gestum Árbæjarsafns að upplifa Reykjavík eins og hún var í gamla daga. Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og sinnir ýmsum störfum sem nauðsynleg voru á hverjum bæ. 
Landslið kvenna í knattspyrnu sem keppir á EM í Hollandi
14.07.2017
Ísland hefur leik í lokakeppni EM í Hollandi þann 18. júlí. Í ljósi vinsælda EM torgsins í fyrra tóku aðstandendur þess, KSÍ og bakhjarlar þess, strax ákvörðun um að bjóða fótbolaþyrstum upp á úrvals aðstöðu í miðborginni til að fylgjast með stelpunum okkar og öllum hinum leika listir sínar í Hollandi í sumar.
Viðburðir stórir sem smáir lífga svo sannarlega upp á miðborgina. Hér eru Föstudagsfiðrildi á ferð
14.07.2017
Alls bárust 35 hugmyndir að verkefnum til að lífga upp á miðborgina í Miðborgarsjóð Reykjavíkurborgar. Auglýst var eftir hugmyndum og var síðasti skiladagur 5. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði allt að 30 milljónum króna árlega til verkefna sem eiga að efla miðborgina.
Reykjavíkurborg - Viðey.
12.07.2017
Sunnudaginn 16. júlí mun Steinn Ármann Magnússon leikari hjóla með gesti um Viðey í leiðsögn sem verður bæði gamansöm og fróðleg.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Michael Müller starfsbróðir hans í Berlín
06.07.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á ráðstefnu í Berlín um síðustu helgi og átti fund með Michael Müller borgarstjóra Berlínar.
Hjáleið vegna lokunar Geirsgötu 7. til 10. júlí nk.
04.07.2017
Fyrirhuguð er tímabundin lokun á Geirsgötu föstudaginn 7. júlí meðan núverandi hjáleið verður færð til. Lokað verður kl. 9 á föstudagmorgun þegar mesta morgunumferðin er farin hjá. Lokunin mun standa yfir í 4 daga til mánudagsins 10. júlí. 
Charlie og Dorothy Duke fyrir utan Höfða í dag. Þau voru mjög ánægð með að fá tækifæri til að skoða Höfða.
04.07.2017
Charles Duke, tunglfari heimsótti Höfða í dag en hann hefur dvalist á Íslandi síðustu daga. Hingað til lands komu Duke og kona hans Dorothy í boði Könnunarsögusafnsins á Húsavík sem Örlygur Hnefill Örlygsson starfrækir.
Reykjavíkurborg - menning
03.07.2017
Fimmtudaginn 6. júlí kl. 20.00 verður boðið til fjöltyngdu menningargöngunnar „Reykjavík Safarí“. Gangan er á vegum Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Bókmenntaborgarinnar og fer nú fram tíunda árið í röð.
Hópurinn fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur áður en lagt var í hann í hringferðina um Ísland
03.07.2017
Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs og Stefán Eiríksson borgarritari tóku á móti 18 Spánverjum í ráðhúsi Reykjavíkur í dag, en um er að ræða hóp fólks sem ætlar að ferðast í kringum Ísland á mótorhjólum næstu vikurnar.
Borgarstjóri sagar í gegnum ísklump
03.07.2017
Íshellir og jöklasýning Perlu norðursins var opnuð formlega í gær þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagaði í gegnum ísklump með keðjusög inni í nýjum manngerðum ísgöngum sem staðsett eru í einum af hitaveitugeymum Perlunnar.