Mannlíf

Samstarfsverkefnið Leitin að íslensku postulíni.
21.04.2017
Sýningunni Dæmisögur - vöruhönnun á 21. öld á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 23. apríl. Á sýningunni  eru samankomin nokkur framúrskarandi verkefni sem hvert um sig endurspeglar með skýrum hætti ólík viðfangsefni vöruhönnunar. Þannig fæst innsýn í helstu strauma og stefnur í faginu hér á landi undanfarin ár.
The joint project The search for Icelandic Porcelain.
21.04.2017
The last day of the exhibition Case Studies – Product Design into the 21st Century at Kjarvalsstaðir is Sunday, 23 April. The exhibition explores Icelandic product design at the beginning of the 21st century through the work of several designers who have in recent years attracted attention for their innovative ideas. 
Barnamenningarhátíð 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
21.04.2017
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjöunda sinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 11 með gleðihátíð í Hörpu. Viðburðir Barnamenningarhátíðar standa í sex daga og fara fram í öllum hverfum borgarinnar.
Þessi tók þátt í átakinu tínum rusl fyrir nokkrum árum og sendi þá þessa mynd á Facebook.
21.04.2017
Átakið Hreinsum saman - tökum þátt og tínum rusl á vegum Reykjavíkurborgar mun standa yfir daganna 2.-7. maí líkt og í fyrra. Þá tóku fjölmargir borgarbúar virkan þátt í hreinsuninni og vonir standa til að svo verði einnig núna.
19.04.2017
Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Bæk verður á þeytingi um borgina að undirbúa hjólin fyrir sumarið. 
Dagur B. Eggertsson á sínum yngri árum.
19.04.2017
Það styttist í þann tíma ársins þegar Barnamenningarhátíð tekur yfir Reykjavík og börnin taka yfir Facebook. Hátíðin hefst á þriðjudaginn 25. apríl og því hvetjum við alla að gefa lífinu lit og setja barna- eða unglingamynd af sér á Facebook og  fram yfir hátíðina sem stendur til sunnudagsins 30. apríl og setja myllumerkið  #barnamenning #barnamenningarhatid  
Ráðstefnan hefst á frumsýningu heimildarmyndarinnar ,,A Quest for Meaning“
18.04.2017
Alþjóðlega friðarráðstefnan The Spirit of Humanity Forum fer fram í þriðja skiptið í Reykjavík dagana 27. - 29. apríl.
Frá afhendingu mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016
18.04.2017
Óskað er eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi.  
18.04.2017
Þrjár ungar listakonur eru handhafar Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 
18.04.2017
Tími göngugatna í miðborginni hefst 1. maí næstkomandi. Göngugötum er ætlað að auðga mannlíf miðborgarinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu. Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur árið 2015 voru 74% svarenda jákvæðir gagnvart göngugötum en einungis 13% neikvæðir og hafði þá ánægja borgarbúa aukist jafnt og þétt frá því göngugötuverkefnið byrjaði.