Fjármál

Stúdentaíbúðir í Brautarholti. Mynd: Reykjavíkurborg
05.10.2017
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Grafarvogsbúar fjölmenntu á fundinn
28.09.2017
Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.
Ráðhús Reykjavíkur og Reykjavíkurtjörn. Mynd: Reykjavíkurborg.
31.08.2017
Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var jákvæð um ríflega 3,6 milljarða króna. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í dag þar sem hálfsárs uppgjör Reykjavíkurborgar var staðfest.
Þóun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg
09.06.2017
Kynbundinn launamunur minnkaði á milli áranna 2014 og 2015 úr 3,2% í 2,4% hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar á hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4%  á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg um kynbundinn launamun 2015 og áhrif breytinga á starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar á þann mun.
Íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
18.05.2017
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
""
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Við undirritun ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 í gær. Mynd Reykjavíkurborg.
10.05.2017
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 var undirritaður af endurskoðendum KPMG, borgarstjóra og embættismönnum í gær og samþykktur á fundi borgarstjórnar eftir seinni umræður.
""
28.04.2017
Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju alhliða íþróttahúsi  við Egilshöll.  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis  ásamt fulltrúum og íþróttafólki frá Fjölni tóku skóflustunguna.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg
28.04.2017
Reykjavíkurborg birti í dag fjárhagssupplýsingar úr bókhaldi A-hluta Reykjavíkurborgar í opnu og ósíuðu gagnaformi á vefnum opingogn.is. Þetta er í samræmi við samþykkta upplýsingastefnu borgarinnar sem tilgreinir að sem flest gögn borgarinnar skuli vera opin og gagnsæ.
Ráðhús Reykjavíkur. Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2016 var kynntur í borgarráði í morgun. Mynd: Reykjavíkurborg
27.04.2017
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 sýnir að rekstur borgarinnar gengur vel og að stjórn fjármála er sterk.