Fjármál

28.04.2017
Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju alhliða íþróttahúsi  við Egilshöll.  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis  ásamt fulltrúum og íþróttafólki frá Fjölni tóku skóflustunguna.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg
28.04.2017
Reykjavíkurborg birti í dag fjárhagssupplýsingar úr bókhaldi A-hluta Reykjavíkurborgar í opnu og ósíuðu gagnaformi á vefnum opingogn.is. Þetta er í samræmi við samþykkta upplýsingastefnu borgarinnar sem tilgreinir að sem flest gögn borgarinnar skuli vera opin og gagnsæ.
Ráðhús Reykjavíkur. Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2016 var kynntur í borgarráði í morgun. Mynd: Reykjavíkurborg
27.04.2017
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 sýnir að rekstur borgarinnar gengur vel og að stjórn fjármála er sterk. 
Reykjavíkurborg fjölmiðlafundur
04.04.2017
Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt á fjölmiðlafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag sem róttæk, félagsleg og stórhuga. Þar kom fram að byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir eru komnar á framkvæmdastig í borginni og fjölgar hratt. Að auki liggja fyrir í staðfestu skipulagi byggingarsvæði fyrir aðrar 2.500 íbúðir og þá eru um 4.000 íbúðir í formlegu skipulagsferli. Auk þess eru svæði fyrir tæplega 10.000 íbúðir í þróun.
Borgarstjórn fundar í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
04.04.2017
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisnefndar um gera breytingar á samþykkt um kjörum og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. Með ákvörðuninni afsala borgarfulltrúar sér launahækkun samkvæmt úrskurði Kjararáðs ríkisins um hækkun þingfararkaups auk þess sem laun þeirra eru aftengd framtíðarákvörðunum ráðsins en laun kjörinna fulltrúa hafa miðast við 78,82% af þingfararkaupi.
03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.
24.02.2017
Fullt var út úr dyrum á fundi borgarstjóra um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundinum sem haldinn var í gærkvöldi í Gerðubergi var einnig streymt á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar og horfðu margir á hann þar.
21.02.2017
Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 - 5.600. 
30.01.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR, skrifuðu í dag undir samning um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Breiðholti með fyrsta flokks þjónustu fyrir börn, unglinga og afreksfólk í huga.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu, mynd BEB
16.01.2017
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002.