Fjármál

Davíð Gíslason, framkvæmdastjóri Momentum og Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, handsala samninginn.
06.12.2017
Momentum greiðsluþjónusta ehf. og Gjaldheimtan ehf. voru lægstbjóðendur í útboði Reykjavíkurborgar um innheimtuþjónustu til næstu 5 ára eða 2018 - 2022 og í dag var skrifað undir samning við félögin um þessa þjónustu.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg.
05.12.2017
Gjaldfrjáls námsgögn, lengdur opnunartími sundlauga og fallturn í Fjölskyldugarðinn meðal þess sem samþykkt var milli umræðna.  
Frá borgarstjórn í dag.  Mynd: Reykjavíkurborg.
05.12.2017
Borgarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag tillögu um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar.  
Reykjavíkurtjörn og Iðnó séð frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg
07.11.2017
Sókn í skóla- og velferðarmálum – mikil uppbygging innviða og lækkun fasteignagjalda samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018  og fimm ára áætlun 2018- 2022.
Reykjavíkurtjörn séð frá Ráðhúsinu. Mynd: Reykjavíkurborg.
26.10.2017
Í borgarráði í morgun var lögð fram tillaga borgarstjóra um að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði úr 0,2% í 0,18% af fasteignamati. Þá voru samþykktir auknir afslættir af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum til eldri borgara og öryrkja sem mið taka af tekjum þeirra.
Stúdentaíbúðir í Brautarholti. Mynd: Reykjavíkurborg
05.10.2017
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Grafarvogsbúar fjölmenntu á fundinn
28.09.2017
Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.
Ráðhús Reykjavíkur og Reykjavíkurtjörn. Mynd: Reykjavíkurborg.
31.08.2017
Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var jákvæð um ríflega 3,6 milljarða króna. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í dag þar sem hálfsárs uppgjör Reykjavíkurborgar var staðfest.
Þóun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg
09.06.2017
Kynbundinn launamunur minnkaði á milli áranna 2014 og 2015 úr 3,2% í 2,4% hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar á hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4%  á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg um kynbundinn launamun 2015 og áhrif breytinga á starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar á þann mun.
Íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
18.05.2017
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.