Yfir 140 íbúðir rísa við Grandaveg

Framkvæmdir Skipulagsmál

""

Á svokölluðum Lýsisreit við Grandaveg í Vesturbæ er verið að byggja 142 íbúðir af ýmsum stærðum.

Uppbyggingin við Grandaveg 42 - 44 hefur skotgengið í vetur enda hefur veður til framkvæmda verið einkar hagstætt. Uppsteypu við hæstu fjölbýlishúsin sem snúa út að sjónum við Eiðisgranda er nú að verða lokið en í hluta bygginganna sem snúa að Grandavegi er búið að fullklára íbúðir og eru íbúar fluttir inn í sumar þeirra.

Þegar uppbyggingunni lýkur verða 142 íbúðir af ýmsum stærðum á reitnum á allt að níu hæðum.

Deiliskipulagið var samþykkt 2013 og hófust framkvæmdir við niðurrif skemmu á lóðinni í mars 2014

Sjá skipulagsuppdrætti