Vorhreinsun hafin af fullum krafti

Umhverfi

""

Árleg vorhreinsun er hafin í borginni. Götusópur og þvottur fer fram á götum og göngu- og hjólastígum víða í borginni. Garðyrkjufólk borgarinnar nýtir nú góða veðrið til að hreinsa beð og klippa runna og gera klárt fyrir gróðursetningu sumarblóma.

Starfsmenn borgarinnar eru byrjaðir á árlegri vorhreinsun.  Þessir ágætu starfsmenn voru í óða önn að klippa runna og tré, tína rusl úr beðum og gera klárt fyrir gróðursetningu á hringtorginu við Hringbraut og Suðurgötu í dag. Reykjavíkurborg hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að hreinsa í kringum sig og tína upp rusl eftir veturinn þar sem það liggur.
Þá getur borgin vel þegið að fólk fari og sópi laufi af gangstéttum fyrir utan hús sín. Sópar fara nú víða um í borginni og hreinsa götur og stíga. Ef allir leggjast á eitt verður borgin skínandi fín.

Hreinsun gatna og gönguleiða