Vinningshafi í veggspjaldasamkeppni fyrir Fjölmenningardag

Mannlíf Mannréttindi

""

Veggspjaldasamkeppni sem efnt var til af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í febrúar síðastliðnum er lokið. Alls bárust yfir 30 tillögur í keppnina en dómnefnd kom saman síðastliðinn föstudag, 28. mars og valdi vinningstillöguna. Fyrir valinu varð tillaga Kristjáns Sigurðssonar.

Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri, afhenti Kristjáni viðurkenningarskjal ásamt blómvendi í dag. Kristján hlaut 100.000 krónur í verðlaun.

Dómnefnd valdi úr nafnlausum tillögum en vinningstillagan þótti sýna fjölbreytileikann í samfélaginu á einfaldan en skýran hátt. Gerður verður samningur við Kristján um útfærslu hugmyndarinnar.

Fjölmenningardagurinn er árlegur viðburður hjá Reykjavíkurborg og að þessu sinni er hann haldinn 10. maí nk. Tilgangurinn er að fagna fjölbreytileika samfélagsins og tengja fólk úr ólíkum áttum saman. 

Um leið og Mannréttindaskrifstofa óskar Kristjáni til hamingju með sigurinn er öllum þeim sem sendu inn tillögur þakkað fyrir þátttökuna.