Viltu bjóða þig fram í Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar?

Mannlíf Mannréttindi

""

Auglýst er eftir framboðum í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar. Framboðsfrestur rennur út 25. mars 2017, sama dag og fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar fer fram. Þátttakendur þingsins öðlast rétt til þess að kjósa fulltrúa í Fjölmenningarráð Reykjavíkur.

Kosning í fjölmenningarráð Reykjavíkur fer fram rafrænt og tveimur vikum eftir að þingi lýkur. Allir þeir sem eru eldri en 18 ára, eru af erlendum uppruna og búsettir í Reykjavík geta boðið sig fram.

Við erum að leita að aðilum sem hafa brennandi áhuga á málefnum innflytjenda og eru tilbúnir að starfa með Reykjavíkurborg sem talsmenn innflytjenda. Í ráðið verða kosnir  3 fulltrúar en auk þess eru 2 fulltrúar borgarstjórnar í ráðinu. Kjörtímabilið er 4 ár.

Upplýsingar sem þarf að skila inn ásamt mynd:

1. Nafn
2. Kennitala
3. Heimilisfang
4. Þjóðerni
5. Sími / farsími
6. Netfang
7. Starf
8. Menntun
9. Hversu lengi búið á Íslandi
10. Félagsstörf / áhugamál
11. Hvers vegna langar mig til að bjóða mig fram í fjölmenningarráð?
12. Annað sem þú vilt koma á framfæri?

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram og vilja fá nánari upplýsingar geta haft samband við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur með tölvupósti á mannrettindi@reykjavik.is eða í síma 411 4153.