Vika í málverki

Menning og listir Skóli og frístund

""

Vika í málverki samanstendur af málverkum frá fötluðum ungmennum á aldrinum 16-20 ára innan frístundastarfs Hins Hússins. 

Verkin eru sprottin upp úr viku af sköpun þar sem ungmennum var boðið að tjá sig í gegnum málverk. Sýningin er opin virka daga frá 2. ágúst og til og með 8. ágúst frá klukkan 9-17.

Innan verkanna eru einstaklingsverk jafnt sem samstarfsverk meðal ungmennana. Unnið var að ýmsum nálgunum svo sem notkun á hjólastól í stað pensils og handa þeirra sem eiga við meiri hreyfihömlun að stríða.

Hugmyndin er að stuðla að auðveldari aðgengi og áhuga að sköpunarmiðli fyrir þau ungmenni sem hafa áhuga jafnt sem gefa innsýn inn í þann mikla sköpunarkraft sem getur búið meðal fatlaðs fólks.