Verndum börnin

Velferð Skóli og frístund

""
Alþjóðleg stefna í vímuvörnum, Verndum börnin eða Ungass 2016 er umfjöllunarefni morgunverðarfundar Náum áttum hópsins 17. febrúar næstkomandi.
Fundurinn hefst klukkan 8.15 til 10.00 á Grand Hóteli, Sigtúni 38.
 
Frummælendur eru;

Aðasteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi, er með erindi undir heitinu Veitum börnum vímulaust umhverfi.

Við verðurm, getum og ætlum að hafa áhrif er erindi Kristina Sperkova, forseti alþjóðahreyfingar IOGT. Erindi hennar er flutt á ensku.

Að lokum heyrist rödd ungmenna frá ungmennaráðum Barnaheilla og Umboðsmanni barna en þau fjalla um tap ungs fólks ef slakað er á vímuvernd.

Fundarstjóri er Árni Einarsson. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur og innifalið í því er morgunverður.