Velferðarráð skorar á Alþingi að lögfesta NPA þjónustu

Velferð

""

Velferðarráð hefur sent áskorun á Alþingi um að lögfesta NPA þjónustu (notendastýrða persónulega aðstoð).

Það voru fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og áheyrnarfulltrúa Framsóknar sem samþykktu bókun á fundi ráðsins í gær, 21. september um að ítreka beiðni borgarstjórnar um lögfestingu NPA þjónsutu frá 4. október á síðasta ári.

Þriðja framlenging tilraunaverkefnis NPA þjónustu rennur út núna um áramótin og þetta veldur kvíða og óvissu hjá þeim sem reiða sig á þjónustuna og ekki síður hjá þeim sem bíða eftir að þjónustan verði lögfest og fái með því réttin til að njóta þjónustunnar.

Í ljósi þess að tæpast gefist tími til að samþykkja heildarlög um málefni fatlaðs fólks fyrir kosningar leggur velferðarráð áherslu á að lagt verði fram sérstakt frumvarp á Alþingi um NPA þjónustu.

Áskorun velferðarráðs til Alþingis