Úttekt á þjónustu við börn og fjölskyldur

""

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir fagaðilum á sviði úttekta og greininga. Fyrirhugað er að gera úttekt á þjónustu við börn og fjölskyldur í Reykjavík ásamt skipulagi barnaverndarstarfs. Í því skyni er auglýst eftir áhugasömum fagaðilum og fyrirtækjum á sviði úttekta og greininga.

Markmiðið með úttektinni er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga og hvernig hún nýtist þeim sem þjónustan beinist að.

Við val á fyrirtæki verður annars vegar horft til aðferðafræðilegrar nálgunar og hins vegar verðtilboði úttektaraðila.

Nánari upplýsingar á vef eða hjá Erlu Björg Sigurðardóttur í síma 411-9014 eða 665-4948.
Áhugasamir aðilar sendi beiðni um þátttöku eigi síðar en 22. janúar 2018 á netfangið