Úti alla nóttina

Velferð Skóli og frístund

""

Úti alla nóttina er yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum hópsins miðvikudaginn 12. mars næstkomandi.

Eins og þema fundarins ber með sér munu fyrirlesarar fjalla um næturlíf og neyslu ungmenna.

 

  • Jóhann Karl Þórisson, aðalvarðstjóri Lögreglustöð miðborgar, heldur erindi sem hann kallar ...uns dagur rennur á ný.
  • Eydís Blöndal, varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólakennara spyr í erindi sínu Hvað segir unga fólkið um næturlífið?
  • Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur fá Embætti landlæknis flytur erindi sem heitir Áfengisneysla Íslendinga og áhrif hennar á annan en neytandann 2001 – 2013

Að venju eru opnar umræður á eftir erindum en það er Stefanía Sörheller sem er fundarstjóri að þessu sinni.
Morgunverðarfundur Náum áttum er 12. mars að Grand hótel klukkan 08.15-10.00. Þátttökugjald er 2000 krónur en innifalið í því er morgunverður. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu www.naumattum.is