Upptökur úr fundarröð umhverfis- og skipulagssviðs

Umhverfi Skipulagsmál

""

Framtíðarborgin verður til umræðu í kvöld, 14. nóvember kl. 20. á Kjarvalsstöðum, á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Unnt er að horfa og hlusta á fyrri fundi hjá netsamfelag.is.  

Framtíðarborgin er iðulega á næsta leiti og verðugt umræðuefni, hægt er stíga eitt skref aftur í umræðunni og tvö áfram í leit að innsýn. Hver borg býr yfir persónuleika eða sál sem vandasamt er að festa hendur á því þessi stemning er háð mergðinni og kynslóðunum sem líða í gegnum hana. Margir gera tilraun til að fanga anda borgarinnar, jafnt listamenn sem fagfólk í borgarfræðum og borgarhönnun, skipulagi, verkfræði og hverskonar arkitektúr.

Frummælendur í kvöld eru Anna María Bogadóttir arkitekt, sýningarstjóri og menningarfrumkvöðull, Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og fagstjóri fræða í Listaháskóla Íslands, Ingvar Jón Bates Gíslason arkitekt, fræðimaður og listgagnrýnandi, ásamt Hjálmari Sveinssyni heimspekingi og formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

Velkomin á Kjarvalsstaði. Boðið er upp á kökur og kaffi og reynt að skapa kaffihúsastemningu. Unnt er að horfa og hlusta á fyrri fundi á netsamfelag.is 

Vefslóð á fyrri fundi á Kjarvalsstöðum

Frétt um næsta fund

Auglýsing um fundinn