Ungir listamenn sýna verk sín á Skólavörðustíg

Skóli og frístund Mannlíf

""

Elstu börnin í leikskólanum Grænuborg eru sannkallaðir listamenn. Myndir þeirra af Hallgrímskirkju prýða nú Skólavörðustíginn. 

Börnin á Sólskinsdeild Grænuborgar fengu það verkefni að teikna hús í nágrenni leikskólans og völdu þau sjálfa Hallgrímskirkjuna. Verkefnið er liður í Torgi í biðstöðu. Myndir 25 fimm ára barna voru síðan stækkaðar upp og settar á spjöld sem prýða neðri hluta Skólavörðustígsins vegfarandum til óblandinnar ánægju. Sýningin í sumar eða á meðan Skólavörðustígur er sumargata.  

Í dag fóru þessir upprennandi listamenn að skoða sýninguna og voru kampakátir með að sjá myndirnar sínar svona stórar í borgarlandslaginu.