Umsóknarfresti í Vestnorræna höfuðborgarsjóðinn að ljúka

Velferð Umhverfi

""
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborganna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta.
Reykjavíkurborg er aðili að Vestnorræna höfuðborgasjóði Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf,  m.a. á sviði menningarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum.

Í umsókn um styrki úr sjóðnum skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði.

Umsókn skal beint til:
Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar
b.t. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
Ráðhúsi Reykjavíkur
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík

Umsóknir berist eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní nk. 
Nánari upplýsingar um sjóðinn
Sækja umsóknareyðublöð.

 
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4500.
 
Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní nk.