Umferðarljós í Lækjargötu tímabundið óvirk

Framkvæmdir Samgöngur

""

Á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, hefst vinna við breytingar á umferðarljósum gatnamóta Lækjargötu og Hverfisgötu. Færa þarf stjórnkassa umferðarljósanna og verða þau óvirk á meðan, sem og umferðarljós á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu. Áætlað er að vinnu ljúki á föstudag, 3. nóvember.

Ökumenn og gangandi vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Hámarkshraði umferðar í Lækjargötu verður 30 km á meðan umferðarljós eru óvirk.

Tryggvagötu verður breytt tímabundið í einstefnu frá Lækjargötu og dregur það úr álagi á gatnamótum Lækjargötu og Hverfisgötu.

Í næstu viku er stefnt að því að hleypa umferð á endurnýjaðan kafla Lækjargötu frá Hverfisgötu, sem og á nýjan hluta Kalkofnsvegar.  Þá verða ný gatnamót Geirsgötu og Kalkofnsvegar tekin að hluta í notkun.