Umfang kannabisneyslu

Skóli og frístund Velferð

""

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins, sem verður haldinn miðvikudaginn 8. febrúar frá 08.15-10.00 á Grand hóteli, fjallar að þessu sinni um umfang kannabisneyslu, þróun neyslunnar og áhrif á samfélagið.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir,sérfræðingur hjá Rannsókn og greiningu og aðjúnk á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík,  fjallar um vímuefnaneyslu í framhaldsskólum.  Bara gras? Að lýsa og upplýsa heitir erindi Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslu og forvarna.  Að lokum fjallar Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í HÍ, um kannabisneyslu meðal fullorðinna.

Fundarstjóri er Rafn Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Auglýsing