Tveir nýir leikskólastjórar

Skóli og frístund

""

Gengið var frá ráðningum tveggja leikskólastjóra á fundi skóla- og frístundaráðs í dag. Pála Pálsdóttir var ráðin leikskólastjóri við Hólaborg og Sólrún Óskarsdóttir var ráðin við Brákarborg.

Pála Pálsdóttir hefur starfað sem stjórnandi við leikskóla í 16 ár, verið deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. Hún lauk prófi í leikskólakennarafræðum frá Fóstruskóla Íslands 1994 og B.Ed í leikskólakennarafræðum frá KÍ 2005. Þá hefur hún stundað meistaranám í náms- og kennslufræði með áherslu á stjórnun menntastofnana við HÍ.
Fimm sóttu um leikskólastjórastöðuna í Hólaborg en umsóknarfrestur rann út 7. september.

Sólrún Óskarsdóttir hefur starfað sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri í 11 ár. Hún lauk prófi i leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2003 og hefur stundað meistaranám í stjórnun menntastofnana við HÍ.
Fjórir sóttu um leikskólastjórastöðuna í Brákarborg en umsóknarfrestur rann út 7. september.