Tungumál er gjöf

Skóli og frístund

""

Nýr vefur sem styður við fjölmenningarlegt leikskólastarf. 

Miðvikudaginn 18. janúar kl. 16:00 verður vefurinn "Tungumál er gjöf" opnaður í Borgarbókasafni - Menningarhúsi við Tryggvagötu. Samhliða verður sýning á barnabókum á fjölbreyttum tungumálum og Móðurmál, samtök um tvítyngi kynna starfsemi sína.

Allir eru velkomnir á dagskrána í Borgarbókasafni þar sem vefurinn verður kynntur. Á honum er margvíslegt stuðningsefni fyrir leikskólakennara til að skipuleggja starfið með börnunum í leikskólanum og styðja foreldra við að efla mál og læsi barna sinna á heimavelli. Vefinn er hægt að nýta í heilu lagi eða með afmörkuðum viðfangsefnum á starfsmannafundum, deildarfundum, og fræðslufundum í samstarfi þeirra sem vilja efla þekkingu sína á þessu málefni.