Tónleikar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Íþróttir og útivist Menning og listir

""

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður efnt til glæsilegrar tónlistarveislu í garðinum kl. 14.30 nk. sunnudag 2. ágúst þar sem fram kemur fjöldi vinsælla tónlistarmanna og skemmtikrafta.

Þeir sem fram koma eru AmabaDama, Glowie, Dísa og Jack Magnet Quintet. Glowie á sem kunnugt er vinsælasta lag landsins um þessar mundir, No more sem trónað hefur á toppi vinsældalista um nokkra hríð. AmabaDama og JFM hafa leitt saman hesta sína að undanförnu með góðum árangri en Salka Sól söngkona Amabadama var sem kunnugt er valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu.

Dísa, sem búsett er í Danmörku kemur nú fram á Íslandi í fyrsta sinn síðan á Airwaves 2014.

Aðsókn á tónleika í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um Verslumarmannahelgina hefur á undanförnum árum verið mjög mikil, því þrátt fyrir að margir séu á faraldsfæti eru þó enn fleiri í Reykjavík þessa helgi. 

Venjulegur aðgangseyrir gildir á tónleikadag en það er ókeypis fyrir 0 - 4 ára, 600 krónur fyrir 5 - 12 ára, 800 krónur fyrir 13 ára og eldri og ókeypis fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og handhafa árskorta. 

Garðurinn er opinn frá kl. 10 til 18 og fjölskyldan getur öll fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði í fjölbreytilegri tónlist og annarri upplifun í íslenskri veðurblíðu á þeim skjólsæla og gróðursæla stað sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal er.