"Tölum saman" Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar 2017

Mannlíf Mannréttindi

""

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar „Tölum saman“ verður haldið nú í fjórða sinn laugardaginn 25. mars, 2017 frá kl. 10.00 – 15.30.  Markmiðið með þinginu er að stofna til samtals um málefni erlendra íbúa og stuðla þannig að bættri þjónustu Reykjavíkurborgar, en alls búa um það bil 17.000 innflytjendur í borginni.

Líkt og fyrri ár, er undirbúningur og framkvæmd þingsins í höndum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í samstarfi við Fjölmenningarráð Reykjavíkur.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á því að taka þátt í þinginu að skrá sig á netfangið immigrants@reykjavik.is fyrir 20. mars 2017
Taka þarf fram nafn, kennitölu, netfang og á hvaða tungumáli viðkomandi vill taka þátt. Þátttakendur þingsins öðlast rétt til þess að kjósa fulltrúa í Fjölmenningarráð Reykjavíkur.

Umræðuefnin á þinginu verða eftirfarandi:
Aðgengi innflytjenda að vinnumarkaði – að nálgast upplýsingar sem varða réttindi og skyldur, bæði launþega og atvinnurekenda.
Húsnæðismál – aðgengi innflytjenda að viðunandi leiguhúsnæði.
Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar – endurspeglar núverandi fyrirkomulag nægjanlega vel áhrif og þátttöku innflytjenda í samfélaginu?
Ráðgjöf innflytjenda – hvert skal leita?

Hópavinna verður með borðstjóra á 11 tungumálum:
íslensku, ensku, pólsku, litháísku, rússnesku, tælensku, víetnamísku, tagalog, spænsku, arabísku og kínversku.

Sjá nánar dagskrá Fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar 2017