Tökum nagladekkin úr umferð

Samgöngur Umhverfi

""

Eigendur bifreiða á nöglum í Reykjavík huga að því að skipta um dekk eftir páskahátíðina. 

Nagladekk slíta malbiki hundraðfalt hraðar en flestar aðrar tegundir dekkja, valda meiri hávaða og mengun í lofti. Þau eru ekki æskileg á götum borgarinnar enda vetrarþjónusta gatna góð. Eftir páska þarf að skipta út nagladekkjum fyrir önnur dekk í Reykjavík. 

Nagladekk auka einnig eldsneytiskostnað bifreiða. Þau skapa skilyrði fyrir svifryksmengun sem hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. 

Hlutfall nagladekkja hefur aukist

Í mars var hlutfall ökutækja á negldum dekkjum 42% en 58% á öðrum dekkjum. Aftur á móti náði hlutfall nagladekkja hápunkti í febrúar eða 46,6% sem var það hæsta í tíu ár. Það er ekki góð þróun og lækkar vonandi hratt á næstu árum. 

Reykjavíkurborg hvetur ökumenn sem nota nagladekk að kynna sér önnur örugg vetrardekk en með minni notkun nagladekkja má draga úr óþörfu sliti á malbiki og hávaða- og loftmengun næsta vetur.

Nefna má að í mars 2014 voru 28% bifreiða á nagladekkjum í mars og er raunhæft og verðugt markmið að ná því fyrir mars 2018.

Tími sumardekkja og heilsársdekkja rennur með öðrum orðum upp eftir páskahátíðina. 

Tengill

Tökum nagladekkin úr umferð