Tilkynning vegna greiðslu húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings

Velferð

""

Mistök urðu við greiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjanda Félagsbústaða en þau verða leiðrétt eins fljótt og kostur er.

Þetta er í fyrsta sinn sem greiddar eru húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur eftir breytingar um síðustu áramót.

Bæði er um að ræða mistök  við  útprentun greiðsluseðla hjá Félagsbústöðum og við útreikning bóta sem olli því að sumir fengu ofgreiðslu en aðrir vangreiddar bætur vegna húsnæðiskostnaðar.

Upphæð merkt húsnæðisbætur á greiðsluseðli frá Félagsbústöðum er í raun upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings frá Reykjavíkurborg og öfugt, þ.e. er upphæð sem á greiðsluseðli er merkt sérstakur húsnæðisstuðningur er í raun húsnæðisbætur frá Vinnumálastofnun.

 

Telji leigutakar Félagsbústaða að skekkja sé í útreikningi á húsnæðisbótum er þeim bent á að hafa samband við Vinnumálastofnun í síma 515 4800 eða með því að senda póst á netfangið husbot@vmst.is

 

Telji leigutakar Félagsbústaða að skekkja sé í útreikningi á sérstökum húsnæðisstuðningi er þeim bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í sínu hverfi. 

Árbær og Grafarholt, sími 411 1200, arbaer-grafarholt@reykjavik.is

Breiðholt, sími 411 1300, breidholt@reykjavik.is

Grafarvogur og Kjalarnes - Miðgarður,  sími 411 1400, midgardur@reykjavik.is

Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, sími 411 1500 laugardalur.haaleiti@reykjavik.is

Vesturbær, miðborg og Hlíðar, sími 411 1600, vmh@reykjavik.is

Þjónustuver Reykjavíkurborgar, sími 411 1111