Til atlögu gegn fordómum

Skóli og frístund

""

Foreldrafélag Breiðholtsskóla fékk á dögunum samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fyrir að vinna gegn fordómum. 

Samfélagsverðlaun í flokknum til atlögu gegn fordómum runnu til Foreldrafélags Breiðholtsskóla, en það hefur staðið fyrir   fjölmenningarhátíðum í nærsamfélagi skólans, í Bakka- og Stekkjahverfinu. Þá er öllum íbúum hverfisins boðið í skólann.

Tilgangurinn er að skapa betri tengsl milli foreldra og barna í hverfinu,  kynnast ólíkum uppruna þeirra, tungumáli og ekki síst að fagna fjölbreytileikanum. Sara Björg Sigurðardóttir, einn af hvatamönnum þessa verkefnis, segir samfélagsverðlaunin viðurkenningu og hvatningu til allra þeirra sem sem vilji draga fram styrkleika samfélagsins í Breiðholti.

Til hamingju með þessa viðurkenningu.