Þrettándahátíð í Vesturbænum

""

Það var mikill fjöldi saman komin til að fagna endalokum á jólunum þetta árið í Vesturbæ Reykjavíkur. Hátíðin byrjaði við Melaskóla þar sem ungmenni úr grunnskólum Vesturbæjar sungu nokkur lög, þaðan var gengið niður að Ægisíðu þar sem kveikt var í brennunni og að lokum var flugeldasýning í samstarfi við KR. Skipuleggjendur vilja þakka öllum þeim sem komu á einn eða annan hátt við skipulagningu þessarar hátíðar og þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn sem voru: Landsbankinn, Vís, Björnsbakarí, Melabúðin og foreldrafélög grunnskólanna. Að auki voru aðilar eins og Frístundamiðstöðin Tjörnin og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar- Miðborgar og Hlíða sem komu að skipulagningu þessarar árlegu hátíðar.