Þrettándahátíð í Vesturbæ

Mannlíf Umhverfi

""

Þrettándahátíð verður haldin líkt og undanfarin ár við Ægisíðuna þann 6. janúar n.k. en byrað verður á því að hittast með söng og gleði við Melaskóla kl. 18.00. Þaðan verður gengið sem leið liggur niður að Ægisíðunni en kveikt verður í brennunni kl. 18.30 og flugeldasýning þar í framhaldi kl. 18.45.

Undanfarin ár hefur verið frábær mæting og mikil gleði. Jólasveinar hafa boðað komu sína á þessa hátíð, svona áður en þeir halda til fjalla.

Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla; Tjörnin frístundamiðstöð og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða standa að þrettándahátíðinni. Að gefnu tilefni vilja aðstandendur hátíðarinnar biðja alla um að skilja skotelda eftir heima, því það getur skapað mikla hættu að skjóta þeim upp þar sem margir eru saman komnir.