Þrælahald nútímans - ráðstefna um mansal

Mannréttindi

""

Fimmtudaginn 14. september verður haldin ráðstefnan Þrælahald nútímans þar sem sjö sérfræðingar erlendis frá miðla af reynslu sinni og þekkingu í baráttunni gegn mansali.

Um er að ræða einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af baráttunni gegn mansali; lögreglumenn, saksóknarar og sérfræðingar í vinnu með fórnarlömbum.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík (Gullteigi) og hefst klukkan 08:30. Skráning á ráðstefnuna fer fram hér. Vakin er athygli á því að ráðstefnan fer fram á ensku en verður túlkuð yfir á íslensku.

Mansal er ein stærsta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir og er áætlað að milljónir einstaklinga séu hagnýttir í mansal árlega, ýmist í eigin landi eða erlendis, í vinnumansal, kynlífsánauð, betl, líffærasölu eða með öðrum hætti. Með mansali er verið að nýta viðkomandi einstakling eða hóp einstaklinga í ábataskyni og brjóta gegn frelsi viðkomandi.

Starfsgreinasamband Íslands, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg ásamt Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar standa að ráðstefnunni, en ráðstefnan er hluti af verkefninu „Gegn mansali – samvinna yfir landamæri“ sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði 2016.

Dagskrá ráðstefnunnar:

08:30 – 09:00 Setning og ávörp Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra og
Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra

09:00 – 10:00 Robert Crepinko, yfirmaður mansalsmála hjá Europol
Trafficking in Human Beings – a global priority

10:00 – 10:30 Kaffi

10:30 – 11:10 Knut Bråttvik, samhæfingarstjóri í mansali hjá KRIPOS í Noregi
How the Norwegian police are organized to combat THB

11:10 – 11:40 Mildred Mickelsen, stjórnandi ROSA í Noregi (vinna með fórnarlömbum)
Providing safety and assistance to victims of trafficking – best practices and challenges

11:40 – 12:00 Panell: Robert Crepinko, Knut Bråttvik , Mildred Mikkelsen

12:00 – 13:00 Hádegismatur

13:00 – 14:00 Rudolf Christoffersen, saksóknari frá Noregi
New forms of THB – Challenges for the police and prosecution

14:00 – 14:20 Elisabeth Green, samhæfingaraðili vegna mansalsmála í Svíþjóð
Councelling, information and advice for victims of human trafficking

14:20 – 14:40 Lars Ågren, saksóknari frá Svíþjóð
Three cases of human trafficking in Sweden

14:40 – 15:00 Henrik Holm Sørensen, yfirmaður mansalsrannsókna í Danmörku
The Cleaning Industry – a dirty business

15:00 – 15:30 Kaffi

15:30 – 15:50 Panell: Rudolf Christoffersen, Lars Ågren, Henrik Holm Sorensen, Elisabeth Green

15:50 – 16:15 Samantekt Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðallögfræðingur lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu.

Dagskrá ráðstefnunnar

Skráningu lýkur 12. september nk.