Þétting byggðar mikilvæg fyrir samkeppnishæfni

Skipulagsmál Atvinnumál

""
Dagur B. Eggertsson hélt erindi í morgun á fundi Viðskiptaráðs og VÍB um Samkeppnishæfni. Þema fundarins að þessu sinni var höfuðborgarsvæðið.
Í máli borgarstjóra kom fram mikilvægi þess að laða að fyrirtæki sem borga góð laun, mikilvægi hagkvæmra og afkastamikilla almenningssamgangna og að þétting byggðar væri mikið samkeppnismál til þess að gera borgina spennandi til búsetu.
 
Jafnframt kom fram að Vatnsmýrin væri gríðarlega mikilvægt svæði í borginni fyrir landið allt til þess að laða að tækni- og sprotafyrirtæki með báða háskólana og háskólasjúkrahús sem hryggjarstykkið í þeirri þróun. Nú þegar væri lyfjafyrirtækið Alvogen að hyggja á stækkun auk þess sem uppbygging höfuðstöðva tölvuleikjafyrirtækisins CCP muni hefjast innan tíðar. CCP hyggst nota um 7000 m2 af um 11.000 m2 til þess að hýsa minni fyrirtæki sem spretta frá CCP eða innan úr háskólaumhverfinu.
 
Margt fleira kom fram í kynningu borgarstjóra sem má nálgast hér að neðan.