Þekkingardagur velferðarsviðs

Velferð

""

Þekkingardagur velferðarsviðs Reykjavíkurborgar eða Þekkvel verður haldinn öðru sinni föstudaginn 23. febrúar en metnaðargjörn og áhugaverð dagskrá verður allan daginn í Hörpu, Kaldalóni og Norðurbryggju.

Starfsdagurinn, sem hefst klukkan níu, er fyrir starfsmenn velferðarsviðs en áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Þekkvel býður upp á Spennandi dagskrá sem samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum og kynningarbásum um margvísleg verkefni og nýsköpun á velferðarsviði.

Meðal hátinda dagsins er afhending hvatningarverðlauna velferðarráðs, sem fer fram í lok dags, klukkan fjögur. Hvatningaverðlaun velferðarráðs eru afhent fyrir eftirtektaverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu borgarinnar.

Dagskrá Þekkvel er skipulögð af sérstöku fagráði sem er skipað öflugum og fjölbreyttum hópi starfsmanna velferðarsviðs. Auk þess vinnur sérstakur skipulagshópur að undirbúningi og framkvæmd dagsins.

Viðburðum af deginum verður streymt á heimasíðu Reykjavíkurborgar.