Svarthöfði mætir Stórhöfða

Betri hverfi Stjórnsýsla

""
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur festu í dag upp skiltið Svarthöfði á gatnamótum þessar  nýju götu og Stórhöfða. 
Óli Gneisti setti hugmyndina að kenna götu við persónu úr Star Wars á hugmynda- og lýðræðisvefinn Betri Reykjavík og hlaut hún þar mikið fylgi.  Málinu var vísað til byggingarfulltrúans í Reykjavík sem hefur með nafngiftir gatna að segja og gerði hann að tillögu sinni að breyta heiti Bratthöfða, sem liggur milli Sævarhöfða og Stórhöfða, í Svarthöfða.

Byggingafulltrúinn í Reykjavík benti á í rökstuðningi með tillögunni að engin fasteign væri skráð við götuna og það myndi því ekki hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. „Það getur verið við hæfi að nefna hluti í umhverfinu eftir nafntoguðum fyrirbærum hvers tímabils í sögu mannkyns, hvort sem er uppdiktuðum eða raunverulegum. Mörg dæmi eru um það í nafngiftum gatna í Reykjavík að þær séu nefndar eftir skáldsagnapersónum og er því ekki úr vegi að nefna götu í Höfðahverfinu Svarthöfða,“ sagði meðal annars í umsögn byggingafulltrúans.
 

Nánari upplýsingar:

Eldri frétt: Svarthöfði í Reykjavík (27. ágúst 2015)