Sundhöll Reykjavíkur - hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og útisundlaug

Framkvæmdir Íþróttir og útivist

""

Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands efna til opinnar samkeppni um hönnun á viðbyggingu og útilaugasvæði við Sundhöllina í Reykjavík sem er friðuð bygging. Markmið Reykjavíkurborgar með samkeppninni er að fá fram vandaðar tillögur að viðbótum við Sundhöll Reykjavíkur sem þjónað hefur íbúum og gestum Reykjavíkurborgar í ríflega 76 ár. Sérstök áhersla er lögð á að byggingarlist hússins, að innan sem utan, verði gert hátt undir höfði og að fullt tillit verði tekið til hennar við hönnun á viðbyggingu og við endurbætur Sundhallarinnar. Gert er ráð fyrir að samið verði við höfunda fyrstu verðlaunatillögu um áframhaldandi hönnun á verkefninu til útboðs.

Keppnislýsing (PDF). 

Skilafrestur tillagna í samkeppnina er til og með 17. september 2013. Nánari upplýsingar er að finna í keppnislýsingunni, sem er aðgengileg hér að ofna, og á vefsíðunum hér að neðan. Ítargögn fá þeir sem skrá sig til þátttöku.

www.hugmyndasamkeppni.is.
www.ai.is.