Sund- og menningarkort fyrir atvinnulausa og þá sem eru á fjárhagsaðstoð í Reykjavík

Mannlíf Mannréttindi

""

Tillaga velferðarráðs um að sundferðir og menningarkort verði  gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa og einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík árið 2017 var samþykkt á fundi  borgarráðs í dag, 26. janúar.

Greitt hefur verið fyrir sundferðir og bókasafnsskírteini  undanfarin ár en mikilvægt er að koma í veg fyrir vanvirkni og félagslega einangrun langtímaatvinnulausra sem og fólks á fjárhagsaðstoð. Menningarkort stendur nú til boða í fyrsta sinn en inni í því er m.a. aðgangur að öllum söfnum borgarinnar, líka bókasöfnum. 

Með þessu er hægt að bjóða notendum fjárhagsaðstoðar og langtímaatvinnulausum, tækifæri til virkni.  Einstaklingur getur sótt um kortin  á Þjónustumiðstöð í sínu hverfi.

 

Þjónustumiðstöðvar:

  • Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Laugavegi 77, s. 411 1600
  • Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Efstaleiti 1, s. 411 1500
  • Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400
  • Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, s. 411 1300
  • Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, s. 411 1200
  • Upplýsingar er einnig hægt að fá hjá Þjónustuveri  Reykjavíkurborgar sími 411 1111