Sumarið er tíminn - samtal við foreldra

Velferð Skóli og frístund

""

Samtal við foreldra verður haldið í annað skiptið miðvikudaginn 20. maí í Norðlingaskóla frá kl 19.30 - 21.00. Foreldrafélög Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Dalskóla, Ingunnarskóla, Norðlingaskóla, Selásskóla, Sæmundarskóla og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts hafa búið til metnaðarfulla dagskrá um málefni og líðan barna í dag.

Sumarið er tíminn – samtal við foreldra var haldið í fyrsta skiptið í maí 2014 og tókst vel til. Fjöldi foreldra mættu ásamt starfsmönnum Tíunnar og Holtsins en niðurstaða kvöldsins var að nauðsynlegt væri fyrir foreldra að hittast og ræða um hvaða skilaboð börnin okkar eru að fá frá fjölmiðlum og netheimum sem þau hafa aðgang að. Eftir vel heppnað forvarnakvöld ákvað Litla forvarnateymi Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts í samstarfi við foreldrafélög skólanna í hverfunum að endurtaka Samtal við foreldra. Að þessu sinni ætlum við að eiga samtal í Norðlingaskóla þann 20.maí kl 19.30 - 21.00.

Sjáumst hress og ekkert stress.