Sumarið er tíminn

Skóli og frístund

""

Síðasta fræðslukvöld Fróðra foreldrar fjallar um sumarið og það sem hægt er að hafa fyrir stafni. Að þessu sinni hittast foreldrar í Ráðhúsi Reykjavíkur 27. apríl klukkan 19.30.

Öllum stofnunum og félagasamtökum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem bjóða upp á skipulagt íþrótta- eða tómstundastarf fyrir börn og unglinga býðst að kynna starfsemi sína milli 19.30 og 22.00. A

Að öðru leyti verður dagskrá kvöldsins eftirfarandi:

Kl. 19.30 Kynningar á básum frá félagasamtökum og stofnunum.
Kl. 20.00 Fræðsluerindi:

Forvarnargildi samverunnar
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. 

Frístundavefurinn og frístundakortið
Jóhanna Garðarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍTR.

Fíflagangur sem uppeldisaðferð
Gunnar Helgason, leikari, rithöfundur og tveggja barna faðir.

Útipúkar - Hvað græðum við á því að fara saman út að leika?
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum og Sigríður Arna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur.

Barnamenning - hver ert þú?
Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri List fyrir alla.

Fróðir foreldrar er samstarfsverkefni foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, ungmennaráða Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og þjónustumiðstöðvar hverfanna. Markmið verkefnisins eru að rödd foreldra og ungmenna innan skólasamfélags hverfanna heyrist, að virkja samtakamátt foreldra sem mikilvægan þátt í forvörnum í uppeldi barna, að nýta mannauð hverfanna og tengja við nærsamfélagið og að standa fyrir fræðslukvöldum byggð á óskum og hugmyndum foreldra í hverfunum.