Sumarhátíð í Frostaskjóli

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Sumarhátíð Frostaskjóls var haldin í dag og var boðið upp á fjölbreytta skemmtun, s.s. hlaup, þrautir, tónlist og sápurennibraut. 

Hátíðin hófst á fimm kílómetra Jökluhlaupi fyrir alla aldurshópa en eftir hádegið fóru börn og unglingar í ýmsa leiki inni og úti. Hátt í þrjú hundruð börn, ungmenni og foreldrar komu í Frostaskjól og skemmtu sér vel. Sautján ára sumarstarfsmenn í Frostaskjóli, sem eru líka í ungmennahúsinu Jöklu, skipulögðu hátíðina og héldu utan um dagskrárliði.