Styrkur hverfisráðs Miðborgar nóv 2017

""

Hverfisráð Miðborgar auglýsir hér eftir áhugasömum einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum til að sækja um í sjóð ráðsins, en Hverfisráðið mun úthluta að hámarki 180.000 kr. en umsóknum skal skilað fyrir 10. desember 2017 í rafrænu formi til Harðar sem er verkefnastjóri í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á netfangið hordurhg@reykjavik.is

Fjárstyrkir á vegum Hverfisráðs Miðborgar

Hverfisráð Miðborgar auglýsir hér eftir áhugasömum einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum til að sækja um í sjóð ráðsins, en Hverfisráðið mun úthluta að hámarki 180.000 kr. en umsóknum skal skilað fyrir 10. desember 2017 í rafrænu formi til Harðar sem er verkefnastjóri í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á netfangið hordurhg@reykjavik.is

Hér að neðan eru upplýsingar um reglur sjóðsins:

1. Markmið með styrkjum Hverfisráðs er að styrkja ýmis verkefni og starfsemi sem á einn eða annan hátt styður við eða stuðlar að ýmsum verkefnum og uppákomum í Miðborg Reykjavíkur.

2. Hverfisráðið ákveður í sameiningu hvort viðkomandi umsækjandi fái þann styrk sem sótt er um.

3. Árleg framlög eru að hámarki 500.000 kr. en úthlutað er úr sjóð ráðsins tvisvar á ári.

4. Umsóknir skulu hafa borist fyrir fyrri hluta apríl- og desembermánaðar ár hvert og skal auglýsa opinberlega í hverfismiðlum Miðborgar ( heimasíðum, facebooksíðum o.fl ) þegar hægt er að sækja um í sjóðinn.

5. Umsóknir eru metnar með hliðsjón af:

a) Markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð.  

b) Hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf.

c) Hvort unnt sé að meta framvindu verksins.

6. Greiðslur úr sjóðnum verða greiddar út í einni greiðslu til viðkomandi aðila sem hljóta styrk hverju sinni.

7. Þeir aðilar sem fá úthlutað styrk skulu skila skýrslu um framvindu verkefnisins til verkefnastjóra í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í síðasta lagi ári eftir að styrkurinn er greiddur.

8. Hverfisráð getur óskað eftir því við styrkþega að þeir kynni verkefni sín, en ráðið metur hvort þörf er á því hverju sinni.

Hverfisráð Miðborgar